Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.11.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 08.11.2001, Blaðsíða 5
§HSS!MöIíM FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER 2001 5 Deilt um ráðningu verkefiiisstjóra Eins og sagt var írá í síðasta tölu- blaði Skessuhoms heíur bæjarráð Borgarbyggðar ákveðið að ráða Hólmfríði Sveinsdóttur, varaþing- mann Samfylkingarinnar á Vestur- landi í starf verkefnisstjóra Staðar- dagskrár 21. Um er að ræða tíma- bundna ráðningu til eins árs og er starfsmanninum eirmig ædað að sjá um ýmis önnur verkefni á ráðning- artímanum. Minnihlutinn í bæjar- stjóm Borgarbyggðar hefur mót- mælt því hvemig staðið var að ráðn- ingu í umrætt starf og má búast við miklum umræðum um málið á fundi bæjarstjórnar í dag. A fundi bæjar- ráðs í síðustu viku lagði Guðmtmd- ur Eiríksson bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokks fram eftirfarandi bók- un: „Undirritaður mótmælir harð- lega vinnubrögðum meirihlutans við þessa ráðningu starfsmanns til að hafa umsjón með staðardagskrá 21 fyrir Borgarbyggð. Oll aðkoma meirihlutans ber vott um að hér ráði aðrir hagsmunir en fjárhagslegir og þessi ráðning sýnir að viðstaða meirihlutans er engin þegar kemur að fjármálastjómun. Eðlilegt er að ffesta nýráðningu sem þessari eða fela verkefnið hæfu starfsfólki sveit- arfélagsins og dreifa verkefninu á lengri tíma. Guðmundur Eiríkssm bœjarfulltrúi Framsóknarflokks gagnrýnir meirihluta hajarstjómar Borgarbyggðar harðlega Jýr- ir ráðningu verkefnisstjóra Staðardag- skrár. Allur aðdragandi málsins og sá mikli asi sem fylgir þessari ráðn- ingu, sýnir að hér er verið að búa til starf í kringum starfsmann en ekki er ráðinn starfsmaður vegna skil- greinds verkefnis.“ Samkvæmt upplýsingum Skessu- homs nær óánægjan út fýrir raðir minnihlutans í bæjarstjóm en tekið skal frarn að gagnrýnin snýst ekki um viðkomandi starfsmann heldur um aðdragandann að ráðningunni. GE Skýrsla Byggðastoftiunar um byggðalög í sókn og vöm Akranes í sókn, Borgames í vöm í síðustu viku kom út á vegum Byggðastofnunar skýrsla sem nefnist byggðalög í sókn og vörn og fjallar hún um styrk og veik- leika einstakra byggðalaga, tæki- færi og ógnanir. Svæðin em greind eftir svokallaðri Svótgreiningu. I þeim hluta sem fjallar um landshlutakjarna er fjallað sérstak- lega um Borgarnes og Akranes. O- hætt er að segja að þessir staðir fái misjafna einkunn og ef marka má niðurstöður skýrslunnar er Akra- nes svo sannarlega í sókn en Borg- arnes í hálfgerðri nauðvörn. Uppsveifla á Akranesi Meðal þess sem talið er Akra- nesi til tekna er að vera miðstöð stjórnsýslu og hluti af höfuðborg- arsvæðinu. Þá er bent á íbúafjölg- un og þróun samfélagsins úr sjáv- arbyggð í fjölbreytt samfélag. Tal- að er um að laun séu yfir meðal- tali, búsetuskilyrði séu hagstæð og talað er um tilkomu Hvalfjarðar- ganganna og aðflumingur Land- mælinga hafi styrkt svæðið. Síðast en ekki síst er það talið Akranesi til tekna að vera íþróttabær. Veikleikarnir sem taldir em upp em mun færri. Þar er nefnt að vanti hlutastörf fyrir konur og að landrými sé lítið. Þá er sýslu- mannsmálið svokallaða og gjald- þrot ÞÞÞ og erfiðleikar í rekstri annarra fyrirtækja á áranum 1988 - 1996 talið til neikvæðra þátta. I skýrslunni er einnig talað um tækifæri og þar er efst á blaði stækkun Norðuráls, sameining sveitarfélaga, yfirstandandi stefnu- mótun til að nýta betur möguleika Hvalfjarðarganganna og hærra menntunarstig. Dimmt yfir Borgamesi Samkvæmt skýrslunni er útlitið mun dekkra þegar komið er í Borgarnes. Þar er helsti styrkurinn talinn vera að Borgarnes er mið- stöð opinberrar þjónusm, háskól- arnir í héraðinu, álverið og járn- blendiverksmiðjan. Helsm veikleikar era taldir vera að ekki sé samstaða um Borgarnes sem þjónusmkjarna, svæðið sé lág- launasvæði og mennmnarstigið lágt. Helsta ógnun svæðisins er talin vera veik sjálfsmynd íbúanna. Helstu tækifæri Borgnesinga era samkvæmt skýrslunni stækkun Norðuráls, staðhættir og náttúra svæðisins og háskólarnir. Viðbragða að vænta? Sú dökka mynd sem þarna er dregin upp af Borgarnesi hefur vakið allmikla athygli og nokkur viðbrögð nú þegar. Að sögn Eiríks bæjarritara Borgarbyggðar hefur ekki verið fjallað um skýrsluna innan bæjarstjómar enda ekki ver- ið fundur á dagskrá síðan hún kom út. Hann sagði að hinsvegar hefði sveitarstjórn fengið skýrsluna til umsagnar á meðan á vinnslu henn- ar stóð og hefði bæjarstjóri gert fjölmargar athugasemdir sem virt- ust að litlu eða engu leyti teknar til greina. Eiríkur sagði að væntan- lega yrði fjallað um skýrsluna á næsta fundi bæjarstjórnar og kvaðst ekki búast við öðra en að mönnum þætti að verið væri að mála myndina mun svartari en til- efni stæðu til og myndu gera ein- hverjar athugasemdir við það. GE Amerískur hvíldarstóll Ótrúlega þægilegur! Það er óþarfi að eldast um aldur fram life extension ÆocaríFí~MkdIcáL Stockholm 120 Tabletter Hefur þú þörf fyrir... meira líkamlegt þrek aukið andlegt jafnvægi og álagsþol aukinn liðugleika stinnari sléttari húð betri svefn léttari lund ^ bættkynlíf ••• • Fyrir karlmenn og konur Talið gefa góðan árangurvið... vöðvabólgu síþreytu vefjagigt streitu hárlosi hand- og fótkulda Fæst í apótekum. Umboð: CELSLIS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.