Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.11.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 08.11.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER 2001 *4£saimu.~' Fegurðardísir í vindlingapökkum og fleira forvitnilegt Pakkamyndir og myndaseríur að fomu og nýju Black cat voru líka vinsœlar á þessum árum, ekki síst jýrir myndimar sem fylgdu. Deemi voru þess adfólk keypti stga- rettur eingimgu til að safna myndunum. Með Commander vindlingapökkunum fylgdu 50 númeraðar myndir af kaup- skipum og togurum landsmanna árið 1930. Tvær 50 mynda raðir af íslensku landslagifylgdu einnig þessum pökkum. COPES ClGARETTES I sígarettupökkum frá Cope Brothers ir co var myndaröð um flaggstafrófið. Nú- tímamönnum bregður í krún að sjá sí- garettur bendlaðar við skátastarf með þessum hætti. % _______1 JEAN ARTHUR 1______ Frœgar kvikmyndastjörnur urðufljótt með vinsœlustu seríunum og trúlega sú gerð mynda sem eldri kynslóðin man best eftir. í gegnum tíðina hafa framleið- endur og kaupmenn reynt að auka sölu vara sinna með ýmsum hætti og meðal annars hefur verið höfðað til söfnunaráráttu mann- eskjunnar í þeim tilgangi. Margir hafa fengið eða fá einhvern tíma á æfinni snert af þessari undarlegu ástríðu - að safna einhverju - en söfhunarástríðan er klárlega snar þáttur í mannsálinni og vekur því ekki mikla undrun að framleið- endur skuli vilji nýta sér hana í hagnaðarskyni. A fyrstu áratugum síðustu aldar var töluvert um að kaupmenn og aðrir söluaðilar á Islandi laumuðu smámyndum í kortaformi með vöru sinni. Seinna meir þróaðist útgáfa slíkra mynda í ýmsar áttir en hefur jafn- an verið tengd markaðsöflunum með einhverjum hætti. Pakkamyndir og Pokémon I tilefhi af Norrænum skjala- degi sem haldinn verður 10 nóv- ember nk. verður opnuð sýning á gömlum pakkamyndum í anddyri Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Akranesi. A sýningunni verður jafnframt sýnishorn af því nýjasta í söfnun mynda af þessari gerð, Pokémonmyndir sem nemendur í 3.GA í Brekkubæjarskóla á Akra- nesi leggja til sýningarinnar. Nor- ræni skjaladagurinn verður hald- inn hátíðlegur um öll Norður- lönd þennan dag og taka flest þjóð- og héraðsskjalasöfn Norð- urlanda þátt. Þemað að þessu sinni er ástin í sínum víðasta skilningi og því óhætt að gera söfnunarástríðunni dálítil skil. Teofani - fegurðarsamkeppnin Alþingishátíðarárið 1930 var efht til fegurðarsamkeppni með útgáfu 50 mynda af íslenskum stúlkum. Smámyndir þessar fylgdu vindlingapökkum frá Teof- ani. Fékk sú stúlka fyrstu verð- laun sem flestir greiddu atkvæði með, en senda skyldi inn mynd af þeirri sem fegurst þótti. Dómari keppninnar var Charles B. Cochrane, einn kunnasti leikhús- stjóri Breta. Hildur Grímsdóttir lenti í fyrsta sæti, Sigurbjörg Lár- usdóttir í öðru og Alfa Hraundal í því þriðja. Umboðsaðili Teofani á Islandi var Þórður Sveinsson & Co, kortaútgefandi, en ýmsir aðr- ir komu við sögu þessarar fegurð- arsamkeppni. Islensku fegurðar- dísakortin voru síðan gefin út af Teofani & Co á Bretlandi árið 1936. „Og reykir Commander . . 50 skipamyndir fylgdu Comm- ander-vindlingapökkunum sem var algeng sígarettutegund hér á landi fýrir stríð. A myndunum voru kaupskip og togarar lands- manna árið 1930. Einnig fylgdu þessari sömu vindlingategund tvær 50 mynda raðir af íslensku landslagi. Ekki var nein launung á því að þetta væri gert með það fyrir augum að örva söluna þvi að sá sem safnaði öllum 50 myndun- um og framvísaði þeim í tóbaks- búðinni í Austurstræti 2, verslun- inni Heklu, Laugavegi 6 eða til Tóbaksverslunar Islands gat fengið eina þeirra stækkaða. Síðar eða 1936 var tekið fýrir myndir sem þessar í vindlinga- pökkum þar eð unglingar voru sólgnir í að kaupa vindlingapakk- ana vegna myndanna. Landlæknir mun hafa staðið að baki þeirri ákvörðun. Ymsar aðrar smámyndir fylgdu pakkavörum á þessum tíma og var efnið úr ýmsum áttum. Af ís- lensku efni má nefna myndir af í- þróttafólki og þá helst myndir af knattspyrnumönnum sem fylgdu Blöndals-kaffipökkum. Myndir úr Islendingasögum, myndir af vit- um á Islandi, myndir af íslenskum leikurum sem og erlendum, þjóð- fánum ýmissa landa, þjóðbúning- um og ýmsu fleiru leyndist í pökkunum. Myndum úr seríu þar sem sagt er frá ýmsum uppfinningum var stungið með kaffibætispökkum O. Johnson & Ludvigs Kaaber. Sería frá Olympíuleikunum í Berlín 1936 fylgdi einnig vörum frá sama fyrirtæki. Að bragðbæta seríósið Síðar á öldinni komu ffam ýms- ar gerðir mynda. Biblíusögu- myndum var útbýtt meðal sunnu- dagaskólabarna um miðja öldina og síðar. Leikaramyndir, fótbolta- kappar, fyrr en varði voru komnar ABBA myndir, Súperman og NBA körfuboltahetjur! í lok ald- arinnar eru myndirnar sem börn safna upprunnar úr japanskri teiknimynd um Pókemon og í morgunkornið setja framleiðend- ur nú í stað mynda plastfígúru úr einhverri kvikmyndinni - til að bragðbæta seríósið - í von um að auka söluna. K.K Heimildir: Ragnheiður Bragadóttir, Guðmundur Sœmundsson og Magni R. Magnússon. „K. R.“ Bjorg-viu Sehram f mfðfram vörður). Myndir af íslensku íþróttafólki ogþar á meðal fótboltaköppum fylgdu Blöndahls - kaffipökkum. „Biðjið um Blöndahls kajfi“ var stimplað aftan á myndimar. \ í TEOFANI - samkeppninni eru 50 myndir af íslenzkum stúlkum. AHir eiga að greiða atkvæði um hver þeirra á að fá verðiaun. Send- ið okkur mynd af þeirri stúlku, sem þér viljið greiða atkvæði. — Hver mynd er 1 atkvæði. Senda má svo margar sem hver vill. Árangurinn verður birtur 26. júni 1930. Teofani Reykjavíx Teófani - stúlkumarfrá árinu 1930. Myndimar voru í Teofani - vindlingapókkunum ogfólk greiddi atkvæði með því að senda inn myndimar. Hildur Grímsdóttir varð hlut- skörpust og hlaut 500 krónur í verðlaun. Stykkishólmur. Mynd nr. 28 úr seinni landslagsseriunni semfylgdi Commanderpökk- unum. Mynd úr seríu um ýmsar uppgötvanir var stungið með kaffibœtispökkum O. Johnson ir Ludvigs Kaaber. Flugvélar og önntir farartæki voru vinsælt efni í myndasertumar sem settar voru í pakkav'örumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.