Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.11.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 08.11.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER 2001 ^Penninn r Borgames Hverju á svona greining að skila? Hverjum á hún að skila árangri? Hvað kostaði gerð greiningarinnar? Það má vel vera að niðurstöðurnar nýtist á einhvern hátt til að bæta það sem betur má fara. Það er svo sannarlega von mín að niður- stöður greiningarinnar nýtist okkur það vel að þær bæti upp þau neikvæðu áhrif sem mér heyrist skýrslan hafa haft á almenning. Ég geri kröfu á vandaðri vinnubrögð. Helga Halldórsdóttir. Ibúi í Borgarnesi og bæjarfulltrúi í Borgarbyggð. ---T-------------------------------- I sókn og vöm I október sl. gaf Byggðastofnun út „Byggð- arlög í sókn og vörn“, SVOT greiningu (styrkleiki, veikleiki, ógnanir, tækifæri) um nokkra landshlutakjarna. Byggðastofnun er með því að sinna hlutverki sínu og tilgangur greiningarinnar er eins og segir í skýrslunni „að finna staðbundin sóknarfæri varðandi at- vinnu og búsetu á landsbyggðinni". Nú er það svo að sveitarfélög eru ekki hafin yfir gagnrýni og það sama má telja að eigi við um Byggðastofnun, gagnrýni má nota til að sjá galla og lagfæra þá. Það eru nokkur atriði sem mér sem bæjarfulltrúa, í einum þessara lands- hlutakjarna, þótti ekki viðeigandi varðandi út- gáfu þessarar greiningar og gagnrýni því á- kveðna þætti er snúa að henni. 1. Greiningin er sett á heimasíðu Byggða- stofnunar til kynningar og umfjöllunar hjá þeim sveitarfélögum sem hlut áttu að máli. Sveitarfélögum var gefinn kostur á að koma með athugasemdir og leiðréttingar varðandi greininguna. 2. Um leið og greining eða skýrsla sem þessi er komin á netið er hún jafnframt orðin opin- ber, áður en leiðréttingar og athugasemdir skiluðu sér. Fjölmiðlar létu slíkt efni ekki framhjá sér fara, enda ekki ástæða til. 3. Umfjöllun um greininguna var nokkuð mikil í íjölmiðlum og lesið uppúr skýrslunni á Rás 2 og umfjöllun birtist einnig í DV að því mér vitanlega. 4. Sveitarfélög eru markvisst að reyna að skapa sér jákvæða ímynd og jákvæða umfjöll- un. Skattfé íbúanna er notað í auglýsingar og markaðsstarf til jákvæðrar kynningar. Um- fjöllunin sem þessi greining fékk í fjölmiðlum gerir lítið úr slíku starfi. Nokkuð af þeim upplýsingum sem Byggða- stofnun studdist við voru úreltar, notaðar voru skýrslur sem gefnar höfðu verið út fyrir nokkrum árum. Þó að jákvæðar athugasemdir hafi verið margar er það svo að meira er gert með þær neikvæðu athugasemdir sem birtast, þær þykja meira fréttaefni. Ég veit að nokkur sveitarfélög skiluðu Byggðastofnun mörgum þéttskrifuðum síðum af athugasemdum. ^Penninn ✓ Astæða þess að Samstarfsvett- vangur Vesturlands varð til Nýjung í samstarfi sveitarfélaga á landsbyggðiimi Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi hafa haft ákveðnu svæðisbundnu hlutverki að gegna hvað varðar hagsmunagæslu. Þau hafa komið af stað ýmsum verkefnum og hefur oft verið stofnað um þau verkefni félög sem lúta sérstakri stjórn. Umræður á vegum landshlutasamtakanna um málefni síns landshluta hefur mótast nær ein- göngu af sjónarmiðum okkar sveitarstjómar- manna í gegnum tíðina og þótt við komum úr ýmsum þjóðfélagshópum er tilhneigingin sú, einkum eftir að við eram búnir að að sitja í sveitarstjómum um árabil að við viljum nokkuð festast í þeim verkefnum sem á sveitarfélögun- um liggja þyngst hverju sinni, og sjóndeildar- hringur okkar verður ekki eins víður og ef um blandaðri hóp væri að ræða. Svo er það hin pólitíska hlið sem gerir málin stundum við- kvæm og getur því verið nauðsynlegt að fá ut- anaðkomandi aðila til að ræða mál af hreinskilni og fá inn ný og fersk sjónarmið. Þess vegna var SV stoftiaður Því var það niðurstaða sveitarfélaganna á Vesturlandi að stofna Samstarfsvettvang Vest- urlands. Tilgangur Samstarfsvettvangur Vesturlands er sameig- inlegur vettvangur til að fjalla um málefni Vest- -4 urlands á sem breiðusmm grunni og vinna að eflingu byggðarlagsins á sem flestum sviðum. Markmið SV Að vera opinn umræðuvettvangur til að fjalla um málefni Vesturlands á sem breiðustum grunni og vinna að eflingu byggðarlagsins, at- vinnulífs, menningar, þekkingar og menntunar á svæðinu. Að meta vaxtarfæri í nýjum greinum á svæð- inu og koma með tillögur til sveitarfélaga og annarra í umhverfinu hvernig megi nýta þau. Sérstaða Sérstaða SV felst einkum í því að vettvangur þessi er öllum opinn og leggjum við mikla á- herslu á að fá sem fjölbreyttust sjónarmið inn í þá umræðu sem við stöndum fýrir hverju sinni. Fysta verkeftii SV Föstudaginn 9. nóvember verður haldið fyrsta málþing innan SV Var það niðurstaða stjómar SSV og starfsmanna að í fyrstu skyld- um við taka fyrir menntamálin. Við sjáum það alls staðar í kringum okkur að sóknarfæri á flestum sviðum tengjast menntun og því er það mikilvægt fyrir okkur sveitarstjórnarmenn að gera okkur skýra grein fýrir því. Við þurfum að vinna að því með öllum ráðum að hækka menntunarstig fólksins á landsbyggðinni. Við erum svo heppin hér á Vesturlandi að hafa Fjöl- brautaskóla á Akranesi sem rekur starfsstöðvar vestur á Snæfellsnesi. Vð höfum tvo háskóla uppi í Borgarfirði, Vðskiptaháskólann á Bifröst og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og er það afar ánægjulegt að sjá hvað allar þessar menntastofnanir hafa eflst undanfarið og fram- boð menntunar sem þær bjóða aukist. Vð hugsum þetta málþing þannig að nem- endur, skólastjórnendur og aðrir fái þarna tæki- færi á því að kynna sig og koma því á framfæri til okkar s v e i t a r - stjórnar- f ó 1 k s i n s hvað við getum gert betur. Auk skólastjórn- endanna og nokkurra n e m e n d a verða haldin erindi varð- andi þekk- ingarsetur á landsbyggð- inni og hvernig þau geta eflt menntunarstdg á landsbyggðinni og einnig fáum við erindi um samfélagsáhrif í dreifðum byggðum. I lok mál- þings verða vonandi líflegar panel umræður þar sem sveitarstjórnarmenn, aðilar ffá mennta- stofnunum og aðilar ffá hinu opinbera verða þátttakendur auk þess vonast ég til að gestir okkar sem sitja í salnum verði virkir í umræð- um. Hvemig verður unnið úr málþinginu? Starfsmenn Atvinnuráðgjafar Vesturlands hafa aðstoðað okkur við undirbúning málþings- ins og munu þau sem þar starfa sjá um að vinna úr þeim skilaboðum sem við fáum og koma þeim áfram til þeirra sem málið varða en þau munu meta í samráði við hagsmunaaðila hvern- ig best verður að vinna úr niðurstöðum. Mikil- vægt er að vinna vel úr þeim skilaboðum sem við fáum frá málþingsgestum okkar og þau verða m.a. til að bæta búsetuskilyrði fólksins sem býr í landshlutanum. Hrefha Bryndts Jónsdóttir Starfsmaður SSV f-Beygarðshornið í heimi rómantík- urinnar Karlmenn verða að kunna að segja og gera viðeigandi hluti á viðeigandi stöðum ef allt á upp að ganga í tilhugalífinu. Geri þeir eitthvað sem kon- unni líkar, safna þeir stigum. Geri þeir hins vegar eitthvað sem henni mislíkar, þá fækkar stigunum jafnt og þétt. Engin stig eru í boði fyrir að gera eitthvað sem hún býst við - því miður, þannig eru bara leikreglurnar. Félagsláegar aðstædur: Þið eruð saman í teiti og þú stendur við hlið hennar allan tímann = 0 Þú stendur við hlið hennar í dálítinn tíma, en ferð svo að tala við fullan félaga = -2 Félaginn heitir Tiffany = -4 Tiffany er dansari = -6 Tiffany er með sílíkon = -8 Þegar þú blandar geði, þá heldurðu í höndina á kærust- unni og horfir ástúðlega á hana = 1 Þegar þú blandar geði, þá kynnirðu hana sem „gamlan kunningja“ og klappar henni á rassinn = -5 Þegar hún bendir á fönguleg- an kvenmann og spyr hvort þér finnist hún falleg, þá svar- ar þú: ,Já, en ekki jafn falleg og þú!“ = 1 Þegar hún bendir á konu og spyr hvort þér finnist hún fal- leg þá segir þú: ,Já, en hafðu engar áhyggjur, hún er ömur- leg í rúminu!“ = -6 Konan er systir hennar = -90 Stóra spurningin: Hún spyr: „Er ég feit?“ = -5 Þú hikar við að svara = -10 Þú þykist ekki heyra = -12 Þú svarar: „Hvar?“ = -25 Þú svarar: „Miðað við hvað?“ =-30 Þú svarar: „En ég vil hafa þig svoleiðis!" = -35 Þú svarar: „Ekki miðað við hvað þú ert gömul!“ = -40 Kvöld með strákunum: Þú ferð út með vini = -5 Vinurinn er einhleypur = -7 Hann ekur um á Trans Am = -10 Með einkanúmeri (GR8 N BED) = -15 Þið fáið ykkur nokkra bjóra = -5 Og komið klukkutíma of seint heim = -10 Þú kemur heim klukkan 03:00 = -20 Það er áfengislykt af þér og friykur af ódýrum vindlum = -30 Þú ert ekki í buxum = -40 Er þetta húðflúr?!! = -200

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.