Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 15.11.2001, Page 1

Skessuhorn - 15.11.2001, Page 1
Norðanvert Snæfellsnes ✓ Oli Jón vill sameinast Framhaldsskóli á Snæfellsnes Ellefii fulltrúar sveitarstjórna á norðanverðu Snæfellsnesi fóru sl. mánudag í hópferð um Austurland í þeim tilgangi að kynna sér sam- einingarmál sveitarfélaga á Austur- landi. Oli Jón Gunnarsson, bæjar- stjóri í Stykkishólmi, var hvata- maðurinn að þessari ferð og segir hana hafa verið mjög gagnlega. „Við skoðuðum þarna bæði hvern- ig staðið var að sameiningu Nes- kaupstaðar, Eskifjarðarkaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps í Fjarða- byggð og stofnun Austur-Héraðs.“ Óli Jón hefur verið talsmaður þess að sveitarfélögin á norðan- verðu Snæfellsnesi sameinist. Hann flutti m.a. fyrir skemmstu framsögu á fundi Rótarýklúbbs Ólafsvíkur á Hótel Höfða þar sem hann viðraði hugmyndir sínar í þessu efni. smh í setningarræðu menntamálaráð- herra, Bjöms Bjarnasonar, á aðal- fundi Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi sl. föstu- dag mátti skilja að framhaldsskóli á Snæfellsnesi yrði stofnaður. Eins og ffam kom í Skessu- horni þann 23. ágúst sl. hefur nefhd sveit- arfélaga Eyrarsveitar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar unnið að hugmynd- um um stofnun fram- haldsskóla á Snæfells- nesi. Hefur málið verið í hugmyndavinnslu nefndar- innar síðustu mánuði en fyrir ligg- ur að fjarnám við aðra framhalds- skóla víðsvegar um landið yrði hryggjarsúlan í starfsemi slíks skóla. Menntamálaráðuneytið hafði tekið jákvætt í þessar hugmyndir en ekki hefur fengist skýr afstaða ráðherra fyrr en á fundinum á mánudaginn. Björg Agústsdóttir, sveitarstjóri Eyrar- sveitar og formaður undirbúningsnefndar fyrir stofnun fram- haldsskóla á Snæ- fellsnesi, segir að hún taki það fram að hún hafi ekki verið á um- ræddum fundi og því ekki heyrt ræðu menntamálaráð- herra. Hún segist hins vegar fagna því ef ráðherra hefúr fjallað á jákvæðan hátt um möguleikann á framhaldsskóla á Snæfellsnesi. „Málið er ekki í höfn ennþá og menntamálaráðherra á eftir að taka ákvörðun um málið. Við Snæfellingar erum að leggja í mun umsvifameiri vinnu en upp- haflega stóð til við að útfæra hug- myndir okkar, sérstaklega um þann þátt skólastarfsins sem snýr að svokölluðu dreifnámi og uppbygg- ingu námskrár og nýtingu upplýs- ingatækni í skólastarfinu. Við vilj- um vanda til verksins, ekki bara heimta eitt stykki skóla og í því ljósi höfum við lagt það mat á stöðuna að þessar hugmyndir eigi að vera framkvæmanlegar þrátt fyrir oft og tíðum erfiða stöðu minni og meðal- stórra skóla á landsbyggðinni. Það er mín skoðun að við höfum a.m.k. fengið jákvætt svigrúm í mennta- málaráðuneytinu til að setja fram okkar hugmyndir og þróa þær, svo verðum við bara að sjá hvað setur,“ segir Björg. smh Vonskuveður Það var vindasamt á Vesturlandi um síðustu helgi og urðu nokkrar skemmdir á mannvirkjum og lausamunum vegna veðursins. Þá urðu víða rafmagnstruflanir vegna seltu á raflínum. Sjá bls 4 og 6. Hann gerði sig beimakominn þessi hvíti útselskópur sem bœgslaðist um á túninu við Belgsholt í Melasveitinni sl. þriðjudag. Hafði kópurinn skriðið um 400 metra upp úrjj'órunni og heim að bœnum og ráfaði þar um tún afar ringlaður að sjá. Mun mjög sjaldgjœft að útselir komi svo nálœgt mannabústöðum en þráttjýrir ítrekaðar tilraunir bóndans til að keyra kópinn í skóflu traktórsins út í sjó tókst það trauðla og synti selurinn avinlega til baka. Síðustu fregnir herma að kópurinn hafi á hádegi í dag (miðvikudag) verið kominn af fálfsdáðum á eina kálfastíuna í Belgsholti. Mynd: smh Kjarna Smjörlíki 500 gr. Strásykur 2 kg- Flórsykur 500 gr. i/nmax hveiti 2 Kg- Kornax hveiti Egg Verð áður 153 228 94 95 365 kg. i sú c > ~ 9 | \ 22^ -og þetta er aðeins brot af þeim bökunarvörum sem eru á tilboði hjá okkur núna.. Mtfff Hyrnutorgi GÓður kOSti

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.