Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. NOVEMBER 2001 .■■.r-t-.nr.... anámskeið Haldið í Borgarnesi, 21. - 30. november a allar vmnuv Nánari upplýsingar og skranmg hjá Iðntæknistofnun í snmðyfF 897 0601 og á vefsíðu www.iti.is ii lóntæknistofnun HsöÉl NAM SKEIÐ Stykkishólmur Askorun tónlistar- skólakennara Sl. þriðjudagskvöld var haldinn fundur í sal gamla barnaskólans í Stykkishólmi vegna verkfalls tón- listarskólakennara. Fundurinn var einkum ætlaður nemendum og foreldrum auk kennara tónlistar- skólans. Samþykkti fundurinn eftirfar- andi áskorun til yfirvalda: Fundurinn skorar á yfirvöld að ganga að réttmætum kröfum tón- listarskólakennara strax svo eðlieg starfsemi geti hafist í tónlistar- skólum sem allra fyrst. Olíðandi er með öllu að tónlistarskólakenn- arar séu lítilsvirtir með lægri laun- um en aðrir kennarar. Verkfallið snertir beint 81 heimili í Stykkis- hólmi og 125 nemendur. Fólkið í landinu er dýrmætasta auðlindin sem við eigum, æskan er framtíð- in. Látum verkin tala, tökum fall- egu orðin og hugsjónirnar um gildi menningar og menntunar úr hátíðarræðum ráðamanna og hrindum þeim í framkvæmd. Bæjarstjóri Stykkishólms, Oli Jón Gunnarsson, ávarpaði fund- inn og lýsti yfir vilja launanefndar að leysa málin, en lagði áherslu á að kennarar drægju úr kröfum sínum og kæmu til móts við launanefnd. Þá sátu fundinn þrír bæjarstjórnarfulltrúar en þeir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna varð- andi áðurnefnda áskorun. smh Verkfall sjúkraliða Neyðarástand að skapast Sjúkraliðar hófu þriggja daga verkfall á miðnætti sl. mánudags- kvöld. Þetta er fjórða þriggja daga verkfallið sem sjúkraliðar fara í en annað er ráðgert efdr hálfan mánuð. Að sögn Steinunnar Sigurðardóttur, hjúkrunarforstjóra Sjúkrahúss Akra- ness (SHA), eru verkföllin farin að hafa mikil áhrif. „Það má segja að hálfgert neyðarástand sé að skapast innan sjúkrahússins. Engar aðgerðir á handlækningadeild sem krefjast innlagnar fara fram en þó hefur verkfallið enn engin áhrif á aðgerðir á skurðdeildinni. Við höfum enn nokkra sjúkraliða starfandi á undan- þágu en almennur skortur á hjúkr- unarffæðingum í greininni gerir okkur enn erfiðara fyrir“. Mikið hefur borið á því undanfarið að sjúkraliðar færi sig úr Starfsmanna- félagi Akraneskaupstaðar (STAK) yfir í Sjúkraliðafélag Islands. Ingi- björg Bjömsdóttir, trúnaðarmaður sjúkraliða SHA, sagði í samtali við Skessuhorn að sjúkraliðar teldu hag sínum betur borgið í Sjúkraliðafé- lagi Islands en hjá STAK. „Það má líka segja það að sjúkraliðar séu sterkari eining ef þeir em alhr í sama félagi. Af þeim 50-60 sjúkra- liðum á Akranesi em aðeins um 4-5 enn í STAK“, sagði Ingibjörg. Verkfall sjúkraliða hefur ekki ein- tmgis áhrif á aðila innan SHA því fjölmargir sjúkraliðar starfa á Dval- arheimilinu Höfða. Þar hefur starfs- fólk neyðst til að draga úr allri þjón- ustu og t.d. er engimi vistmaður baðaður á meðan á verkfallinu stendur. Daglegum verkefnum er þó sinnt eftir bestu getu og reynt er að forgangsraða þeim eftir því sem nauðsyn krefur. Ekki hafði verið boðað til annars fundar sjúkraliða og ríkissáttasemj- ara þegar blaðið fór í prentun. HJH Gunnar endur- Iqorinn Aðalfundur Samtaka Sveitarfé- laga á Vesturlandi var haldinn á Akranesi síðastliðinn föstudag. Fundir þessir hafa hingað til stað- ið í tvo til þrjá daga en nú vom málin afgreidd á dagparti og að því loknu hófst starfeemi Sam- starfevettvangs Vesturlands form- lega með málþingi um menntun á landsbyggðinni. (Sjá bls 4). A aðalfundinum var Gunnar Sigurðsson endurkjörinn for- maður samtakanna. Þá drógu Akurnesingar til baka úrsögn sína úr SSV: GE Rafræn skráning Akraneskaupstaður hefur að undanförnu unnið að uppsetn- ingu á nokkrum eyðublöðum sem nú er hægt að sækja á vef Akra- neskaupstaðar og prenta út eða senda með rafrænum hætti. Þetta er nýjung sem ætti að auðvelda þeim samskiptin sem eiga erindi við bæjaryfirvöld. Þau eyðublöð sem hægt er að nálgast á netinu em: umsókn um atvinnu, leik- skólapláss, styrk til utanlands- ferða, byggingalóð, húsaleigu- bætur og á fengisve itin gal evfi. Þar sem engra fylgigagna með um- sókn er krafist er hægt að senda umsókn beint áfram með rafræn- um hætti og telst hún fullgild. A það við um umsókn um atvinnu og umsókn um styrk til utan- landsferða. Slóðin á vef Akranes- kaupstaðar er www.akranes.is. HJH Ólafsvík Tiltekt eftir olíutanka Eitt sinn stóðu olíutankar á bakkanum við hlið kirkjugarðsins í Olafe- vík. A dögunum unnu vinnuvélar að því að fjarlægja steypubrot, olíu- blautan jarðveg og fleira óæskilegt drasl þaðan. Stendur enda jafnvel til að stækka kirkjugarðinn út að bakkanum vegna þess að hann er orðinn of lítill. smh Frá fyrsta fundi ráðgjafanefndarinnar. F.v. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Ami Bragason, Skúli Alexandersson, Kristin Fluld Sigurðardóttir og Olína B. Kristjánsdóttir. Þingað um Þjóðgarð- inn Snæfellsjökul Fyrsti fundur ráðgjafanefndar fyrir þjóðgarðinn Snæfellsjökul var haldinn á Hellissandi fyrir skemmstu. Nefndinni er ædað að vera Náttúmvernd ríkisins til ráð- gjafar um málefni sem varða rekst- ur og skipulag þjóðgarðsins. Nefndina skipa Ólína B. Kristjáns- dóttir, fulltrúi sveitarstjómar, Skúli Alexandersson, fulltrúi Ferðamála- samtaka Snæfellsness, Kristín Huld Sigurðardóttir, fulltrúi Fornleifa- vemdar ríkisins og Árni Bragason fulltrúi Náttúmverndar ríkisins en hann er jafnframt formaður henn- ar. Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóð- garðsvörður situr fundi nefndar- innar. Á þessum fyrsta fundi var m.a. farið í gegnum ýmis atriði í reglugerðum þjóðgarðsins og út- færslur á þeim. Akveðið var að efna til borgarafundar í byrjun næsta árs þar sem starfsemi þjóðgarðsins verður kynnt og leitað effir hug- myndum sem nýst geta í framtíðar- starfi þjóðgarðsins. smh www.skessuhom.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.