Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 7
 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 7 Brottkast er besta mál Það vakti heldur bet- ur hörð við- brögð þegar Karl gamli D a r w i n setti fram þróunar- kenning- una. Það er síst van- mælt að allt ætlaði um koll að keyra. Þótt nú viðurkenni flestir að sá gamli hafi haft lög að mæla á hann sér enn marga and- mælendur. Eða eins og Jón frændi sagði: Liðið er hátt á aðra öld , enn mun þó reimt á Kili. Svona er þetta bara. Mestu andans snilhngar sögunnar hafa jafnan mátt sæta andstreymi. Þeir hafa verið hæddir og svívirtir jafnt af yfirvöld- um sem alþýðu, jafhvel verið neydd- ir til að draga til baka þá kenningu að jörðin snúist um sjálfa sig. En hún snýst nú samt. Islenskir sjómenn eru miklir snillingar, langt á undan samtíð sinni, bæði til orðs og æðis. Þeir skilja vel inntak þróunarkenningar Darwins gamla. Náttúran hefur náð þeirri fullkomnun sem raun ber vitni vegna þess sem við köll- um náttúruval. Aðeins hinir hæf- ustu lifa. Þessi fræði hagnýta ís- lenskir sjómenn til hins ýtrasta. Þeir hirða aðeins feitustu og bestu fiskana, en henda hinum í sjóinn. Brottkast afla hefúr margvíslega efnahagslega kosti í för með sér. Það heldur uppi atvinnu í landinu, því það krefst töluverðs mannafla að draga hundruðir tonna af fiski úr hafi, flokka þau og henda megn- inu í sjóinn aftur. Þetta skapar sömuleiðis ómældar vinnustundir hjá fiskifræðingum við að reyna að skilja hvað er gerast. Brottkastið hefur líka þann kost að selir og hvalir eru vandir af því að veiða sér til matar, þegar gnægð af dauðum smáfiski flýtur út um allan sjó. Þannig fær mannskepnan stóra fiskinn, en selir og hvalir litla fiskinn. Beggja hagur. Eins og aðrir andans menn er sjómannastéttin úthrópuð og fyrir- litin vegna yfirburða snilldar sinn- ar. Fiskkastarar eru kallaðir glæpa- menn sem réttast væri að dæma til þyngstu refsingar og láta éta þang og þara allt til æviloka. Sagan mun dæma þá sem þannig tala. Mér þykir einsýnt að í framtíð- inni muni aðrar atvinnugreinar taka upp brottkastsaðferðina til að auka hagræðingu og tryggja næga atvinnu. Sauðfjárbændur búa rétt eins sjó- menn við skert athafhafrelsi vegna kvótakerfis og gnægð beitilands liggur ónotað í þjóðgörðum og á þjóðvegum landsins. Bara vegna þess að duttlungafullur markaður- inn telur sig ekki hafa not fýrir allt það ket sem til fellur. Hvernig væri nú að fýlla fjárhúsin? Tvöfalda fjárstofhinn og reka allt á fjall. Þá yrði alvöru fjör í leitum og réttum, alveg eins og í gamla daga. Nú það fé sem sláturhúsin ekki vilja taka við yrði þá bara rekið á skipsfjöl og sturtað í sjóinn. Við slíka matar- gjöf hlyti hagur lífríkis sjávar að vænkast mjög og fiskigengd því aukast. Að ógleymdu því að störf- um í landbúnaði myndi fjölga. Enn ein undirstöðuatvinnu- greinin, stóriðjan, er nú líka komin undir kvóta því ríkisstjórnin hefur illu heilli staðfest Kyoto-bókunina. Þegar búið verður að byggja þau álver sem nú eru á teikniborðinu verður ekki pláss fýrir fleiri. Þar með er lokum skotið fýrir frekari vöxt í greininni og fjölgun starfa. Það mætti þó leysa með brottkasti. Ef álframleiðsla yrði tvöfölduð umfram mengunarkvóta mætti alltaf sigla hálfa leið með annan hvorn farm og varpa honum þar á haf út. Þetta myndi nokkuð draga úr ffamlegð álveranna, en tryggir á móti mikla atvinnu. Sama aðferð gæti verið skóla- starfi á landinu mikil lyftistöng. Kennarasambandið hefur marg- sinnis ályktað að það séu allt of margir nemendur í hverjum bekk og sveitarfélög kvarta undan því að grunnskólinn sé að sliga fjárhag þeirra. Ef við myndum nú velja úr nokkra horuðustu og heimskustu nemendurna og henda þeim á sjó- inn á Halamiðum er aldrei að vita nema skólastarf yrði í senn ódýrara og betra. Það verður þó að viðurkennast að síðastnefnda aðferðin kynni að þykja heldur hranaleg í fram- kvæmd og gæti mælst misjafnlega vel fýrir á sumum heimilum. En væntanlega væru allir til í að beita henni við að ná fram sparnaði við æðstu stjórn ríkisins, t.d. með því að henda ræfilslegustu þingmönn- unum okkar í sjóinn. Voru það ekki þeir sem fundu upp kvótakerf- ið? Syngjandi frír ogfrískur tilfiskveiSa nú ég held það er gaman á Grímseyjarsundi við glampandi kvöldsólareld. En ef hækkar í lest og hleðst mitt skip og helvítis kvótinn erþrotinn þá hendi ég aflanum úthyrðis iðkarþað gervallur flotinn. Seinna er sumri hallar og súld og hræla er þáfer ég ífiskhúðina ogflök nokkur kaupi þar mér. Svo sigli ég með þau á sextugt djúp ogsem ég erþangað róinn Við horðstokk ég dansa ég dilla mér að demhi þeim aftur í sjóinn. Bjarki Már Karlsson Nepal vefumsjónarkerfið Hýsing léna, vefja og pósthúsa Hýsing gagnasafna Vefsíðugerð Rafrænar umsóknir i Ráðgjöf og þjónusta www.nepal.is -vertu þirrn eigin lénsherra Borgarbraut 49, Borgarnesi - sírrri: 4302200 - fax: 4302201 - nepal@nepal.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.