Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 15
gSílSSUiiOBKI FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 15 Það er spuming??? Hvað finnst þér? (Spurt í Iþróttamiðstöðinni í Borganresi) Guðlaugur Andri Axelsson: - Mérfinnst þetta barafínt. Hákon Hrafnsson: - Það ergaman að lifa. Hafþór Ingi Ólafsson: - OB er hr<eðilegt. Harpa Dögg Blængsdóttir: - Mérfinnst gott að sofa. Hilmir Valsson: - Mérfinnst þetta mætti vera aðeins meira til hœgri. Elís Blængsson: - Gaman að vera til. IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - Borgnesingar aö braggast í körfunni Gífurleg spenna í Vesturbænum Þrátt fyrir forföll í Skallagrímsliöinu Það vantaði 4 fastamaen í lið Skallagríms þegar þeir mættu í Vesturbæinn á sunnufdaginn, þá Sigmar Egilsson, Steinar Arason, Ara Gunnarsson og Finn Jónsson. Það leit ekki út fyrir það fyrstu mín- úturnar í leiknum að hann yrði nokkurn tímann spennandi. En raunin varð önnurog undir lokin gat sigurinn lent hvoru megin sem var. KR-ingar réðu lögum og lofum í fýrsta leikhluta og Jón Arnór Stef- ánsson fór mikinn í liði þeirra. Vest- urbæingarnir skoruðu 14 fyrstu stig leiksins og leiddu eftir leikhlutann 32-15. Borgnesingar þéttu vörn sína í 2. leikhluta og þvinguðu KR pilta til að taka erfið skot. Sókn Skallanna gekk þó ekki sem skyldi en þegar Pavel Ermolinskij kom inn á í sinn fyrsta úrvalsdeildarleik Fyrsti leikur Pavels Pavel Ermolinskij sonur Alex- anders þjálfara kom í fyrsta sinn inn á í úrvalsdeildinni gegn KR á sunnudaginn og stóð sig með mikilli prýði. Pavel sem er fæddur 1986 og því aðeins 15 ára, lék sem leikstjórnandi og virtist líka það hlutverk vel. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem hann er í leikmannahóp í úrvalsdeild því árið 1997 var hann á skýrslu hjá Skagamönn- um þá aðeins 11 ára gamall. Hann hafði einnig verið tvisvar í leikmannahópnum í vetur en ekkert komið við sögu fram að þessum leik. Pavel hefur verið að æfa með 16 ára landsliðinu á þessu ári og þykir eitt mesta efni í sínum árgangi. Þá kom Flosi Hrafn Sigurðs- son einnig inná í fyrsta sinn, en hann er fæddur 1985. Það er því deginum Ijósara að framtíðin er björt hjá Skallagrím og verður fróðlegt að fylgjast með þessum og fleiri piltum í Skallagrímslið- inu á komandi arum. R.G virtist sóknin ganga mun betur. Skallagrímsstrákamir gerðu 13 stig gegn 2 á tímabili og náðu að minnka muninn í 7 stig. í síðari hálfleik héldu Borgnes- ingar áfram að saxa á forskotið, en lentu svo í miklum villuvandræðum og fékk Larry Florence sína 4. villu snemma í síðari hálfleik. Borgnes- ingum tókst þó að halda KR-ingum í seilingarfjarlægð og þegar loka- leikhlutinn hófst var munurinn 5 stig. Villuvandræði Borgnesinga héldu áfram í 4. leikhluta og menn tíndust út af hver á fætur öðrum með 5 villur. Larry Florence fékk sína fimmtu villu eftir 3 mínútna leik í fjórða leikhluta og hafði þá að- eins skorað 10 stig og virtist hann ekki finna sig í leiknum. Þegar tæpar þrjár mínútur lifðu leiks prjón- Garðar stendur sig vel Garðar Gunnlaugsson, leik- maður ÍA, hefur dvalið hjá enska 1. deildarliðinu Preston North End undanfarinn hálfan mánuðinn við æfingar. Áætlað var að Garðar léki með varaliði félagsins en nýjar fé- lagsskiptareglur UEFA koma I veg fyrir að það sé mögulegt. Eins ogs greint var frá í Skessu- horni nýverið er þessi nýja regla þess efnis að ef leikmaður skiptir til erlends félags er honum ó- heimilt að skipta aftur um lið innan 12 mánuða. Reyndar er allt á huldu um hvort þessi regla sé til yfir höfuð. Umboðsmaður Garðars Gunnlaugssonar hefur til að mynda aldrei heyrt minnst á þessa reglu né nokkur af kolleg- um hans. Þrír varaliðsleikir hafa verið á meðan Garðar hefur dvalið hjá Preston en til að taka þátt í þeim leikjum hefði Garðar þurft að hafa leikheimild. Þrátt fýrir að for- ráðamenn Preston hafi ekki séð Garðar í alvöruleik líst þeim vel á pilt sem þykir hafa staðið sig mjög vel á æfingum. HJH Frábær árangur hjá Birgi Leifi Kylfingurinn frá Akranesi, Birgir Leifur Hafþórsson, tryggði sér þátttökurétt á lokaúrtökumótið fyrir evrópsku mótaröðina sem hófst reyndar í gær. Birgir Leifur endaði í öðru sæti mótsins, 13 höggum undir pari sem er frábær árangur. Mótið fór fram á Peralada vellinum á Spáni og var annað stig af þrem- ur í forkeppninni fyrir evrópsku mótaröðina. Það var kannski ekki margt sem benti til þess að árangur Birgis yrði jafn glæsilegur og raun bar vitni eftir fyrsta daginn. Þó spilaði Birgir ágætlega og var tveimur höggum undir pari í 15.-27. sæti. Á öðrum degi spilaði Birgir frábært golf og lék hringinn á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Þessi spila- mennska skilaði Birgi í annað sæt- ið eftir annan daginn af fjórum á mótinu en til þess að fá að spila seinni tvo dagana þurfti Birgir að vera á meðal 30 efstu. Á þriðja deginum hélt Birgir áfram þaðan sem frá var horfið deginum áður og lauk hringnum á 66 höggum. Ekki var leikið fjórða daginn vegna veðurs og staðan eftir þrjá daga látin gilda. Birgir endaði því mótið í öðru sæti, 13 höggum undir pari. Eins og áður segir hófst síðasta mótið fyrir evrópsku mótaröðina í gær. Alls taka 168 kylfingar þátt í mótinu og er markmiðið að enda á meðal 35 efstu. Nái Birgir því tak- marki yrði það hans besti árangur til þessa, en hann endaði í 39. sæti í sama móti í fyrra. Leikið er á Sotogrande og San Roque völl- unum á Spáni og stendur mótið yfir fram á mánudag. HJH aði Pavel sig í gegnum vörnina og minnkaði muninn í 2 stig og spenn- an í hámarki. Liðin skoruðu svo sitt- hvora körfuna og Jón Arnór setti niður eitt víti og kom sínum mönn- umí 77-74. ÞriggjastigaskotAlex- anders geigaði þegar 16 sekúndur voru eftir. Hann reyndi svo ör- væntingarfullt sveifluskot um leið og flautan gall, en knötturinn rúllaði af hringnum og KR-ingar höfðu því þriggja stiga sigur. Hlynur Bær- ingsson átti stórleik og skoraði 30 stig auk þess að taka 11 fráköst. Hinn 15 ára Pavel Ermolinskij átti frábæra innkomu og gerði 7 stig í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik. Þá var Leonid öflugur í vörninni. Hjá Vesturbæjarstórveldinu var Jón Arnór mjög góður og gerði 31 stig. RG Tap og sigur hjá ÍA í körfunni Skagamenn mættu ÍS á heimavelli töstudaginn 2.nóvember sl. Skemmst er frá því að segja að Skagamenn töpuðu með sex stiga mun, 62-68 í bragðdaufum leik. Segja má að Skagamenn hafi tap- að leiknum með hræðilegri spila- mennsku I öðrum leikhluta en þá skoruðu heimamenn aðeins 6 stig gegn 30 stigum Stúdenta. Brynjar Karl Sigurðsson skoraði 21 stig og var með 11 fráköst. Næstur á eftir honum var nafni hans, Brynjar Sigurðsson með 16 stig og 6 frá- köst. Betur gekk hjá Skagamönnum þegarþeir heimsóttu Seifyssinga á laugardaginn. Lokatöiur urðu 97- 100, Skagamönnum í vil. Sem fyrr var það Brynjar Karl sem var stiga- hæstur Skagamanna en hann skoraði 27 stig í leiknum, þar af þriggja stiga körfu 40 sekúndum fyrir leikslok og innsiglaði svo gott sem sigur gestanna. Sveinbjörn Ásgeirsson skoraði 18 stig og Jón Þór Þórðarson skoraði 16 stig. HJH Staðan í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik Félag Leik U T Stig 1. KR 6 6 0 524:469 12 2. Keflavík 6 4 2 564:508 8 3. UMFG 6 4 2 544:523 8 4. UMFN 6 4 2 508:460 8 5. ÞórAk. 6 4 2 567:546 8 6. Tindastóll 6 4 2 479:481 8 7. Haukar 6 3 3 446:462 6 8. Breiðablik 6 2 4 480:498 4 9. ÍR 6 2 4 492:505 4 10. Hamar 6 2 4 552:582 4 11. Skallagr. 6 1 5 444:477 2 12. Stjarnan 6 0 6 417:506 0 Molar Svanur Dan Svansson, leikmað- ur mfl. ÍA í körfubolta hefur ákveð- ið að draga sig I hlé frá körfubolta- iðkun og vildu forráðamenn KFA koma á framfæri þökkum fyrir vel unnin störf í vetur. lO.flokkur ÍA í körfubolta stóð sig frábærlega um síðustu helgi en þá var keppt í c-riðli íslandsmótsins. Drengirnir léku fjóra leiki og sigr- uðu þá alla. Þar með tryggðu þeir sér þátttökurétt í b-riðli í næstu „turneringu". 2.flokkur lék sinn fyrsta æfinga- leik á þessum vetri er þeir mættu meistaraflokki Reynis frá Sand- gerði í Reykjaneshöllinni í Keflavík í siðustu viku. Skagamenn sigruðu öruggiega 3-0. Mörkin skoruðu þeir Helgi Valur Kristinsson, Magn- ús Ægisson og Halldór Jón Sig- urðsson. 3.flokkur lék einnig sinn fyrsta æfingaleik í síðustu viku er þeir mættu HK á malarvellinum á Akranesi. Skagamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum og sigruðu 5-0. Um síöustu helgi var haldið fjöl- liðamót 10.fl. í körfuknattleik í Borgarnesi. Leikð var á laugardag og sunnudag. Auk Skallagríms voru lið frá Hveragerði (Hamar), Tindastól, Haukum og Þór Akur- eyri á mótinu. Mótið heppnaðist vel í alla staði. Gistu aðkomul iðin í Grunnskólanum og höfðu að- stöðu í Óðali á laugardagskvöldið. Skallagrímsmenn unni alla sína leiki og urðu úrslit í leikjum okkar manna eins og hér segir; Skallagrímur-Hamar 48-41 (Fa- vel 19. stig/Gísli 8 stig/Adolf 7 stig.) Skallagrímur -ÞórAk. 47-46(Pa- vel 14 stig/Bjarni 10 stig/Gísli 10 stig) Skallagrímur - Tindastóll 59 - 47 (Pavel- 27 stig/Adolf 16 stig.) Skallagrímur -Haukar 67 - 56 (Pavel 20 stig/Gísli 15stig /Adolf 10 stig). Frábær árangur hjá strákunum. Þjálfari strákanna er Pálmi Sæv- arsson Stjórn Körfuknattleiksdeildar vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn með að gera mögulegt að halda þetta mót í Borgarnesi. Það er mikils virði fyrir strákana að leika á heimavelli og gefa foretdr- um og öðrum tækifæri á að sjá þá leika. Og ekki skemmir ef vel gengur... Á sunnudaginn leikur Skalla- grímur við Stjörnuna í íþróttamið- stöðinni í Borgarnesi. Lið Stjörn- unnar er eins og stendur í neðsta sæti í deildinni. Næsti leikur Skallagríms er í bikar- keppni KKÍ á fimmtudaginn. Leik- ið verður við ÞórAkureyri. Leikur- inn hefstki. 20.3o. Skagamenn mættu Erninum frá Reykjavík í 32. liða úrslitum Bikarkeppninnar í körfubolta á þriðjudagskvöldið. Skagamenn sigruðu með fáheyrðum yfirburðum 118-39. Eftir að staðan hafði verið í leikhlé 80-28. UáTáá I Leikur stórliðsins Tottenham og smáliðsins Arsenal. Lundúnarisinn gegn Lundúnadvergnum í beinni útsendingu laugardaginn 17. nóv. kl. 15.00. Sýndur á breiðtjaldi á Búðarkletti. Fjölmennum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.