Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 47. tbl. 4. árg. 21. nóvember 2001______________________ Áskriftarsími: 431 5040 Staðarfell opnar á nýjan leik Hitaveita Borgamess í sameiningarviðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur Halifax fékk Stokkseyringa Þau fáheyrðu firn gerðust í drætti í engilsaxnesku Effa krukk- unni (FA Cup) að saman drógust í annarri umferð hið ljúfa, geðþekka og hugprúða langneðstudeildarlið Halifaxhrepps og sveinar Guðjóns ffá Stokkseyri (Stoke City). Lið þessi háðu sem kunnugt er hildi mikla í Vörubíladósinni (LDV Vans Trophy) í janúar síðastliðnum og náðu Stokkverjar með heppnina eina að vopni að leggja að velli Hahfaxa eins og ítarlega hefur ver- ið fjallað um í Skessuhomi. Hins- vegar em Faxar þegar famir að brýna busana og jáma klára sína staðráðnir í að hefha ófaranna og er víst að Alli stubbur (Alan Little) knattspyrnustjóri Halifaxhrepps mun einskis láta ófreystað til að slá Stokkseyringa með bylmingshöggi út úr bikarkeppninni. Skessuhom í kaupstaðarferð Skessuhorn er að þessu sinni prentað í óvenju stóra upplagi, eða 55 þúsund eintökum og sent til allra áskrifenda Morgunblaðsins í Reykjavík í kynningarskini. IA í við- ræðum við Veigar Pál Forráðamenn IA hafa undanfar- ið verið í samningaviðræðum við Veigar Pál Gtmnarsson, leikmann Stromsgodset í Noregi, um að ger- ast leikmaður liðsins. Veigar er 21 árs gamall framherji og hefur sl. árið leikið í Noregi. Þar á trndan lék hann með Stjömunni. Veigar óskaði eftir því í haust að fá að vera leystur undan samningi við Stromsgodset en liðið féll í 2.deild á nýafstöðnu tímabili. Félagið hans var trilbúið til þess en vill þó fa um eina milljón króna fýrir hann þar sem að hann á enn tvö ár eftír af samningi sínum. ÍA mun ekki tril- búið til að borga þessa upphæð og því gæti allt eins ekkert orðið af fé- lagaskiptunmn. Veigar mun þó hafa sýnt mikinn áhuga á að ganga til liðs við Islandsmeistarana. Meðferðaheimilið að Staðarfelli tók aftur til starfa nú í nóvember. efrir að staðnum hafði verið lokað í fjóra mánuði. Lokunin var ein af margþættum aðhaldsaðgerðum SAA en niðurskurður uppá 65-70 milljónir var nauðsynlegur vegna fjárskorts. Að sögn Olafs Sveinsson- ar, staðarhaldara á Staðarfelli, er á- nægjulegt að starfsemin er nú aftur komin á fullan skrið. „Við vissum alltaf að lokunin yrði aðeins tíma- bundin en hinsvegar var ekki vitað hversu lengi hún myndi vara. Vð höfum fundið fyrir því að þessi lok- un hefur haft áhrif á sjúklinga og því var reynt að koma starfseminni af stað sem fyrst aftur“. Olafur sagði einnig að þrátt fyrir að SAA hefði fyrir löngu sannað mikilvægi sitt við meðferð áfengissjúklinga þá virðist alltaf sem fjárskormr hrjái yfirvöld þegar kemur að úthlutun fjármagns vegna starfseminnar. Frekari lokanir á Staðarfelli eru ekki fyrirhugaðar þar sem að aðhaldsaðgerðirnar hafa tryggt reksturinn en einn liðurinn í aðgerðunum var sá að SAA fækkaði mjög í starfsliði sínu, bæði á Vogi og á meðferðarheimilum á landsbyggð- inni. Allar líkur eru á að Hitaveita Borgarness sameinist Orkuveitu Reykjavíkur líkt og Akranesveita gerði síðastliðið sumar. „Vð höfum verið í viðræðum við Orkuveituna og vonumst til að þetta gangi eftir þannig að sameining geti átt sér stað um áramót,“ segir Stefá'n Kalmans- son bæjarstjóri Borgarbyggðar. Aðdragandinn hefur verið smttur og segir Stefán að viðræður hafi ekki hafist fyrr en eftír að sameining Akranesveim og Orkuveitunnar var ákveðin. „Það var búið að að vinna reiknilíkanið vegna Akranesveim og við göngum inn á svipuðum for- sendum þannig að vinnan er tiltölu- lega auðveld. Það virðast ekki mikl- ir þröskuldar í veginum og þetta ætti að skýrast á næsm vikum. Vð viljum fá út úr þessu viljayfirlýsingu um að hugað verði að veitufram- kvæmdum í dreifbýlinu en það á- samt lægra orkuverði er okkar markmið með þessari aðgerð," segir Stefán. Gert er ráð fýrir að húshitunar- kosmaður hitaveitunotenda í Borg- arnesi lækki um fjórðung. „Þetta er mikið búsetumál og til þess fallið að styrkja enn frekar byggðina á þessu svæði,“ segir Stefán. GE HJH Veturinn bœrir á sér. Mynd: GE Oi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.