Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER 2001 SBÉSSUHöm Okkar frábæra: tfólaAlax£bof*<r Föstudaginn 7. desember og laugardaginn 8. desember Til aS bióna bæSi beinn sem skemmta sér meS fjö skyldunni (börnunum) og )pe\m sem vilja skemmta sér einaöngu meS fullorSnum bá verour jólahlaSborSiS 7. desember með aldurstakmark 18 ára og eldri. Fjölskyldu-jólahlaSborð þar sem allir slcemmta sér saman, ungir sem aldnir, verður 8. desember. Föstudagur 7. desember Sr. Pétur Þorsteinsson veislustjóri mun fara á kostum eins og honum er einum lagið og ÞotuliðiS mun halda uppi fjöri fram á nótt. Laugardagur 8. desember Freyiukórinn synqur nokkur löq. Jólasveinar koma í neimsókn með pokann "góða" oa ÞotuliðiS fær unga sem aldna tilað brúa kynslóðabiliS. Fyrir hátíðarkvöldverð og skemmtidagskrá við allra hæfi er verðið aðeins: Kr. 3.750,- pr mann Fyrir börn 9-12 ára kr. 1.500,- Fyrir börn 0-8 ára er frítt. 10% afsláttur fyrir hópa 15 manna og fleiri Mikill afsláttur af gistingu fyrir matargesti Borðapantanir: Hótel Reykholt Sími 435 1260 Borgarfjarðarsveit lætur gera úttekt á skólamálum Skólamir allt of dýrir Borgarfjarðarsveit hefur fengið Rannsóknarþjónustu Grunnskóla til að taka út rekstur grunnskólanna tveggja í sveitarfélaginu, þ.e. Kleppjárnsreykjaskóla og Andakíls- skóla. „Reksturinn er afar dýr en samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 er gert ráð fyrir að um 63% af ráðstöfunartekjum sveitarfélagsins fari í skólamálin og það er full stór biti,“ segir Ríkharð Brynjólfsson, oddviti. „Eftir yfirtöku sveitarfé- laganna á grunnskólnum átti að tryggja þeim tekjur sem stæðu und- ir viðbótarkostnaði en svo virðist sem skólar með 100-150 nemend- ur fari verst út úr þeirri jöfnun. Minni skólar koma í raun betur út þar sem hægt er að kenna tveimur árgöngum saman en í skóla með 100 -150 nemendur má búast við að það sé á mörkunum en samt eru bekkjardeildirnar það litlar að kostnaður er hlutfallslega hár. Með þessari úttekt vildum við láta fara yfir allt ferlið í báðum skólunum og skoða hvort einhversstaðar er hægt að spara og hvort eitthvað má bæta. Ríkharð Brynjólfssm oddviti Borgarfjarð- arsveitar Aðspurður um hvort tdl greinar komi að leggja niður annan grunn- skólann sagði Ríkharð: „Ráðgjaf- arnir fara í þetta starf með óbundn- ar hendur og síðan verða þeirra til- lögur skoðaðar og tekin afstaða til þeirra. Það hefur komið til greina að fækka bekkjardeildum á Hvann- eyri en það á eftir að koma í ljós hvort af því verður. Þessi mál verða skoðuð í heild sinni áður en nokkr- ar ákvarðanir verða teknar,“ segir Ríkharð. GE Markaðsráð Akraness? Stefnt að þvi að hressa upp d Atak Akraness Á fundi stjómar Átaks Akraness sem haldinn var sl. mánudag var á- kveðið að leggja ffam tillögu um að samtökin verði endurskipulögð með það fyrir augum að gera þau á ný að virkum hagsmunasamtökum at- vinnulífsins á Akranesi. Dauft hefur verið yfir Átakinu undanfarið ár og helgast það að stómm hluta af því að hlutverk þess þykir illa skilgreint og skortur hefur verið á samstöðu meðal félagsmanna. Meðal hug- mynda sem ffam hafa komið er að samtökin fái nýtt nafn; Markaðsráð Akraness og verði deildaskipt sam- tök allra þjónustuaðila, verslunar- og iðnaðarmanna og stofnana sem kjósa að hafa áhrif á hagsmunamál þeirra sjálfra. Undanfarið hafa ný samtök; Samtök verslunar og þjón- ustuaðila, sem að mestu saman- standa af kaupmönnum, staðið fyrir sameiginlegum átaksverkefnum að eigin framkvæði og án beinna tengsla við starf Átaks Akraness. Að sögn Magnúsar Magnússonar mark- aðsfulltrúa Akraneskaupstaðar kem- ur bærinn með óbeinum hætti að endurskipulagningu Átaks Akra- ness. „Vissulega veikir það samtaka- mátt atvinnulífsins hér á Akranesi að verslunar- og þjónustuaðilar komi ekki saman undir einu nafni og sem eitt félag í samskiptum við bæjaryf- irvöld og aðra hagsmunaaðila. Menn em að dreifa kröftunum of víða. Hluti kaupmanna og þjónustu- aðila hefur undanfarið staðið fýrir einstaka átaksverkefhum svo sem Tax ffee dögum og undirbúningi jólavertíðarinnar án beins samráðs við Átak Akranes. Það er gott út af fyrir sig en betra væri að þessir aðil- ar kæmu ffam undir nafni samhents hóps allra þeirra sem hagsmuni hafa af vexti og viðgangi viðskipta í bæn- um. Starf markaðsfulltrúa á að vera að styðja við þessa aðila með bein- um og óbeinum hætti og það er vilji minn að allir hagsmunaaðilar myndi heildstæð samtök til að vinna að markaðsmálum og öðmm sameigin- legum hagsmunamálum grasrótar- innar á staðnum“, segir Magnús. Eg hef rætt við stjórnir beggja þessara hópa og mér heyrist menn vera sammála um að rétt sé að fara þá leið að endurvekja Átakið undir nýju nafni en einstaka hagsmunahópar eins og kaupmenn hafi áfram mögu- leika á að starfa sem deild innan samtakanna að einstaka hagsmuna- málum sem að þeim snúa. Sökum þess hve stutt er í mesta álagstíma þeirra sem vinna við verslun var á- kveðið að stofhfundur nýju samtak- anna verði haldinn 10. janúar á nýju ári. „Tíminn ffam að því verður nýttur til að kynna drög að lögum Markaðsráðs Akraness og hvetja menn til þátttöku í stofhuii nýrra hagsmunasamtaka á Akranesi", sagði Magnús. GE Rauðamelskirkja í Eyja- og Miklaholtshreppi varfyrir skemmstuferð aftur d sinn rétta stað, en eins og athugulir vegfarendur hafa tekið eftir pá hefur hún um skeið snúið í norður-suður og setið á grasbakkanum við hlið kirkjugrunnsins. Töluverðar endurbætur hafa verið unnar á grunni kirkjunnar og umhverfi en í Rauðamelskirkju er messað einu sinni á ári í kringum afmœli hennar. Það var hinn kunni prófastur Ami Þórarinss sem messaði við vígslu hennar þann 10. október 1886. Rauðamelur fór í eyði árið 1982. Mynd: Halldór Jónsson á Þverá. Nýstarfc- manna- stefna Bæjarráð Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum þann 13. nóvember sl. nýja starfs- mannastefnu fyrir Akranes- kaupstað og stofnanir hans. Markmið bæjarstjórnar með starfsmannastefnunni er að tryggja að vinnustaðir kaup- staðarins séu góðir og að þar þróist fagþekking, verkkunnátta og þjónustulund í samræmi við markmið bæjarstjómar og þarf- ir bæjarfélagsins. Starfsmanna- stefnan fjallar m.a. um vinnu- staði Akraneskaupstaðar, stjóm- kerfi og upplýsingar, málefni starfsmanna, starfsþróun og launastefhu. Starfsmannastefn- an liggur frammi til kynningar á bæjarskrifstofunni, Stillholti 16-18 og einnig á heimasíðu Akraneskaupstaðar á slóðinni www.akranes.is MM Héraðsnefind Snæfellinga Fjárveiting fyrirNorska húsið Á aðalfundi Héraðsnefndar Snæfellinga þann 17. nóvember sl. var samþykkt fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir að farið verði í lagfæringar á þaki Norska hússins á þann veg að það verði fært í upprunalegt horf sem timburþak. En eins og Skessu- horn hefur greint frá er þak þessa fornfræga húss því sem næst ónýtt. Forsendur þess að farið verði téðar lagfæringar era m.a. þær að verulegir styrk- ir fáist m.a. frá Húsaffiðunar- nefnd og Endurbótasjóði menningarhúsa. Áætlaður kostnaður vegna þessa er um 5,7 milljónir króna. smh Byggt fyrir aldraðaí Grundarfirði Á 12. fundi húsnæðisnefndar Eyrarsveitar þann 5. nóvember sl. vora niðustöður húsnæð- iskönnunar á meðal íbúa 60 ára og eldri kynntar. Á grundvelli kannana húsnæðisnefhdar legg- ur sveitarstjórn Eyrarsveitar tdl að byggðarráði verði falið að vinna að ákvörðun um húsnæð- ismál aldraðra. Að sögn Eyþórs Björnssonar, sveitarstjóra, er til skoðunar að byggja íbúðarhús ofan við Dvalarheimilið Fella- skjól, en með fyrirhugaðri teng- ingu Hrannarstígs og Borgar- brautar munu myndast bygg- ingarlóðir fyrir parhús eða rað- hús á því svæði. smh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.