Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER 2001 SSÖgSSUHÖEKI WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sínti: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 Skrifstofur blaðsins eru OPNAR KL. 9- ■ 16 ALLA VIRKADAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaóamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Múr, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Sigrún Ósk Kristjúnsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir ougl@skessuhorn.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Vero í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Hin dásamlega þögn Gísli Einarsson, ritstjóri. Mér hefur alla tíð reynst örðugt að tileinka mér þá strauma og stefnur sem í gangi eru hverju sinni og yfirleitt hefur mér tekist að standa langt fyrir utan tísku dagsins í dag. Það er líklega þessvegna sem ég hef ekki enn upplifað að fara í verkfall. Eg hef reyndar hug- leitt það en komist að þeirri niðurstöðu að ég það sé jafnvel tilgangs- lítið þar sem ég er það latur að eðlisfari að það sé allsendis óvíst að neinn veitti því athygli þótt ég færi í verkfall. Eg er líka nokkuð viss um að ef ég á annað borð léti verða af því myndi mér líka það vel að óvíst væri að ég fengist til að hætta því hversu góð kjör sem mér væru boðin. Ekki hvarflar að mér að væna tónlistarkennara landsins um að vera jafh sérgóðir og ég. Samt sem áður grunar mig að þeirra verkfall muni ekki leysast á næstu misserum og jafhvel árum enda er ég nokk- uð viss um það sé alls ekki markmið viðsemjenda þeirra, sveitar- stjómarmanna landsins. Astæðan liggur kannski ekki í augum uppi en hún er að öllum líkindum sú að margir þessara sveitarstjórnar- manna kunna að eiga börn í tónlistarnámi og era í raun guðslifandi fegnir að geta lesið Skessuhornið sitt óáreittir og lausir við píanó- glamur eða að þurfa ekki að eiga það á hættu að vera vaktir upp af síðdegisblundinum með ámádegu fiðlusargi. Staðreyndin er nefni- lega sú, með fullri virðingu fyrir tónlistarkennurum og nemendum þeirra, að enginn mannlegur máttur getur framleitt óhugnanlegri hljóð en börn sem eru að hefja tónlistarnám. Mér er það enn í fersku minni þegar systír mín ein tók upp á þeim óskunda fyrir margt löngu að læra á básúnu. Hljóðin minntu á fíl með hroðalega vindverki og eru þetta einhverjar þær verstu hamfarir sem ég hef upplifað. Sjálfur er ég reyndar svo heppinn að mín börn hafa ekki enn sýnt því áhuga að misþyrma hlustum sinna nánusm með þar til gerðum verkfærum heldur hafa þau látið sér nægja venjuleg öskur og óhljóð af hefðbundnu tagi. Eg leyfi mér jafhvel að vona að þau hafi erft tón- listargáfu föður síns. A hinn bóginn eru ákveðin teikn á lofti í hina áttina þar sem þau hafa öll sem eitt fortekið fyrir að ég syngi þau í svefn á kvöldin en það þykir mér benda ískyggilega mikið til að þau hafi tóneyra. Það hefur því verið algeng málamiðlun að ég leyfi þeim frekar að sofha útfrá amerískum ofbeldiskvikmyndum en eigin söng. Móðir þeirra hefur meira að segja samþykkt þá tilhögun á þeim for- sendum að það geti alls ekki gert þeim meira mein að horfa á Brús Villís skjóta allt og alla heldur en að hlusta á mig syngja. Þótt tónlist virki yfirleitt í mínum eyrum sem hver annar hávaði get ég alveg unnt börnum landsins þess að misþyrma orgelum eða kvelja klarinett enda á ég alltaf þá leið færa að taka til fótanna. Það er mér því alveg að meinalausu þótt oddvitar og allsherjargoðar sveitar- félaganna rétti að tónlistarkennurum mannsæmandi laun. A hinn bóginn vil ég eindregið hvetja íslenska poppara og alþýðu- söngvara til að íhuga alvarlega að fara í verkfall og setja fram sem ó- raunhæfastar kröfur. Auðvitað vildi ég helst af öllu svipta stóran hluta íslenskra poppsöngvara söngréttinum æfilangt enda hafá þeir fæstir neitt að segja og þá er það ágæt regla að halda bara kjafti. Regla sem ég hef daglega þverbrotið að vísu en það kemur þessu máli ekki við. Jafnvel þótti þeir hafi eitthvað að segja þá skiptir það ekki máli því yfirleitt þarf að leggja vel við hlustir til þess eins að greina á hvaða tungumáli sungið er. Því segi ég, og meina það: Popparar allra lands- hluta sameinist, í þögn! Gísli Einarsson, tónfræðingur. Héraðsnefnd þiggur gjöf Frandskusystra Á aðalfundi Héraðsnefndar Snæ- eignarhlut í þeirra störf en formleg afhending á fellinga þann 17. nóvember sl. var St.Fransickussjúkrahúsinu í Stykk- eignarhlutinum mun eiga sér stað samþykkt að þiggja höfðinglega ishólmi. Lýstu sveitarstjórnarmenn um n.k. áramót. gjöf St. Fansickussystra á 15% miklu þakldæti til systranna fyrir smh Mildð tjón á raflínum vegna óveðursins í síðustu viku Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum hafa Vestlendingar ekki farið varhluta af miklum rafmagns- truflunum vegna seltu sem gekk yfir landið í kjölfar óveðurs að- fararnótt föstudagsins í síðustu viku og þá aðallega Suðurland, Vestur- land og Vestfirði. „Seltan sest á einangrara á spennum, línum og tengivirkjum. Þá logar yfir með þeim afleiðinum að rafmagn fer af línum,“ segir Björn Sverrisson umdæmisstjóri Rarik á Vesturlandi. „Línunum er slegið jafnharðan inn meðan hægt er og er það or- sökin fyrir „blikkinu á ljósunum“ sem notendur Rafmagnsveimanna hafa orðið fyrir undanfarna daga. Þar sem umfang dreifikerfis Raf- magnsveitnanna er mjög mikið er það tímafrekt og kostnaðarsamt verk að þvo saltið af öllum kerfis- hlutum, er því ekki um annað að ræða en að reyna að koma rafmagni aftur á kerfið með því að setja raf- magn aftur á línur sem fara út. Þannig hafa vinnuflokkar frá Borgamesi, Olafsvík, Stykkishólmi og Búðardal verið meira og minna Þann 25. september 2001 var stofnað Foreldrafélag Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Var það gert á kynningarfundi skólans sem foreldrum nema yngri en 18 ára var boðið á. Markmið félagsins eru að: 1. Efla samstarfs milli foreldra og skólans um málefni sem varða vel- ferð, menntun og þroska nemenda. 2. Vera samráðs- og samstarfs- vettvangur foreldra og forráða- manna og veita stjórn skólans og starfsliði aðhald. 3. Vera bakhjarl skólans og stuðla að bættum hag hans. 4. Miðla upplýsingum um skóla- að störfum í öllu umdæminu frá Kjósinni eða Hvalfirði upp allan Borgarfjörð og allt vestur í Gils- fjörð frá því á föstudagskvöld og fram á miðvikudag. Ástandið á 66 kV kerfinu varð fyrst í lagi á Snæfellsnesi eftír að vatnsbílar frá slökkviliðum höfðu þvegið seltuna af tengivirkjunum á Vegamótum, Olafsvík, Grandar- firði og Vogaskeiði við Stykkis- hólm.“ Mikið tjón „Tjón af óveðrinu og vegna saltsins er gífurlegt og ekki ljóst hve mikið það er á þessari stundu,“ segir Björn.“Ljóst er að viðskipta- vinir Rafmagnsveitnanna hafa orð- ið fyrir umtalsverðum óþægingum vegna rafmagnstruflananna, því langar mig að nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem haft hafa samband fyrir auðsýnda þolin- mæði og hlý orð í okkar garð. Sömuleiðis langar mig að þakka starfsmönnum fyrirtækisins sem unnið hafa sleitulaust við að koma á rafmagni aftur sem og öðrum sem veitt hafa okkur aðstoð.“ GE starf við FVA til foreldra og for- ráðamanna unglinga sem þar stunda nám. Allir foreldrar nemenda í FVA eru sjálfkrafa félagar og einginfé- lagsgjöld eru rakkuð. Bent er á upplýsingar um félagið á vefsíðu skólans á slóðinni www.fva.is og era foreldrar hvattir til að hafa samband. Foreldrafélagið stendur fyrir fræðslufundi í samvinnu við forvarnarfulltrúa skólans mánu- dagskvöldið 26. nóvember kl. 20. Sigríður Hulda Jónsdóttir frá fræðslumiðstöð í fíknivörnum heldur erindi um forvarnir og á- hættuþættí. Einnig kemur Jónas H. Ottósson, lögreglumaður, og ræðir um ástandið í bænum. Einnig verð- ur foreldrafélagið kynnt. Söluhærri enHany Potter Nú þegar styttist tíl jóla er hafið hið árlega stríð bókaútgef- anda um hylli neytendanna. Auglýsingar og umfjöllun um bækur verður stöðugt meira á- berandi í fjölmiðlum og m.a. eru birtir vikulega listar um söluhæstu bækurnar byggðum á sölu í hinum ýmsu bókabúðum landsins. Það kemur kannski ekki á óvart en á Akranesi virð- ist metsöiubók ársins ætla að vera Árbók Akurnesínga. „Árbók Akurnesinga er ótví- rætt söluhæst. Það er engin bók sem skákar henni í sölu í þessari bókabúð það sem af er árinu. Meira að segja Harry Potter á langt í land með að ná henni,“ sagði Sigurður Sverrisson í Pennanum - Bókabúð Andrésar á Akranesi. Að sögn Kristjáns Kristjáns- sonar, ritstjóra Árbókar Akur- nesinga hafa viðtökur lesenda verið mjög góðar. „Og ekki leið- inlegt að skáka Harry Potter en svona getur það verið þegar heimavöllurinn er annars vegar. Aðalbókavertíðin er reyndar eftir og kannski best að spyrja að leikslokum. En ég get auðvit- að ekki annað en verið ánægður. I sumarbyrjun þegar dreifing á bókinni hófst sýndi sig að Akur- nesingar tóku henni opnum örmum. Undirbúningur að Ár- bók 2002 er kominn á fullt skrið og ég hvet Skagamenn, hvar svo sem þeir búa, til að nýta sér þennan vettvang til að birta efni. Af nógu er að taka og fjöl- breytileikinn á að vera í fyrir- rúmi. Það er alveg ljóst að Ár- bókin er komin til að vera,“ sagði Kristján Kristjánsson. HJH Foreldrafélag Fjöl- brautaskólans stofiiað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.