Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 9
SEÉSSUiíöBKI MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 9 Aðalfundur Spalar hf Umtalsvert tap af rekstri Hvalfj arðarganganna Rekstrartap Spalar nam rúmlega 220 milljónum króna á rekstrarár- inu 1. október 2000 -30. september 2001 samanborið við 25 milljóna króna hagnað á fyrra rekstrarári. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðasdiðinn föstu- dag. Þar kom einnig fram að ástæð- an væri sú að fjármagnskostnaður félagsins (vaxtagjöld, verðbæmr og gengismunur) hefðu verið tvöfalt meiri á síðasta reikningsári en á reikningsárinu 1999/2000, 1,3 milljarðar í stað 644 milljóna króna. Tekjur af veggjöldum námu 844 milljónum króna á reikningsárinu 2000/2001 en voru 774 milljónir á fyrra reikningsári, aukning um 70 milljónir króna. Breyting á gjaldskrá? Alls fóru rúmlega 1,2 milljónir bíla um Hvalfjarðargöng á rekstrar- árinu 2000/2001, sem er 10,2% aukning frá fyrra ári. I lok október 2001 hafði tæplega 1,1 milljón bíla farið um göngin frá áramótum en tíl samanburðar má geta þess að á alm- anaksárinu 2000 var heildarumferð- in rúmlega 1,1 milljón bílar. Það stefhir því í að umferðin í göngun- um verði 8,5% meiri í ár en í fyrra þrátt fyrir hækkun bensínverðs og greinileg einkenni efnahagssam- dráttar í samfélaginu undanfarnar vikur og mánuði. 18. nóvember 2001 Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf., sagði á aðalfúndi félags- ins að ef ekki færi að rofa til í geng- ismálum neyddist stjórn félagsins tíl að velta fyrir sér gjaldskrárbreyting- um snemma á næsta ári. Gjald- skránni var síðast breytt í febrúar s.l. en á stjórnarfundi í ágúst var sam- þykkt að hreyfa ekki frekar við henni fyrr en árið væri liðið. Osanngjöm umræða Fram kom á fundinum að stjórn- endur Spalar eru ósáttir við þann tón sem þeir segja hafa verið í þjóð- málaumræðunni um öryggismál ganganna og sagði Gísli að menn vildu ekki sitja undir ásökunum um að öryggi vegfarenda í göngunum væri áfátt. Hann sagði Spöl hafa uppfyllt öll þau skilyrði sem samið hefði verið um. „Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins telur sig ekki í stakk búið til að mæta eldsvoða í göngun- um og að það sé hlutverk Spalar að bæta þar úr. Því er og haldið fram að vafi leiki á hver fari með eftírlits- hlutverk hvað brunavarnir varðar. Stjórn Spalar telur félagið ekki hafa með að gera hver fari með boðvald í brunamálum en minnir ítrekað á að Hvalfjarðargöng uppfylli þá staðla sem um var samið í upphafi og reyndar gott bemr en það. Þau rök duga hins vegar skammt og svo virðist sem sá samningur, sem Spöl- ur gerði við ríldð um rekstur Hval- fjarðarganga, sé gleymdur eða torskilinn - jafnvel sumum þeim sem koma að málum ffá ríkinu,“ segir Gísli GE Bátasafn í Stykkishólm Á bæjarráðsfundi Stykkishólms- bæjar þann 8. nóvember sl. voru lagðar fram hugmyndir Árna Páls Jóhannssonar að úfærslu fyrirhug- aðs bátasafns í Stykkishólmi. Það er Aðalsteinn Aðalsteinsson frá Hvallátrum sem hefur gefið Stykk- ishólmsbæ báta og tæki til báta- smíða til að koma upp safni. Ef hugmynd Árna gengur eftir mun safnið verða staðsett í fjörunni, rétt við hafnarvogina í Stykldshólms- höfn. smh Lögum rauð augu Nafnspjöid G>\ens og grm f>ú kcfTUir filmu Stœkkum allt aB 25 x 38 cm Rammar um m í fpamköllun... og það kostar þi ðcins 500 kr. aukalega tja myndirnar inar á geisladiskl ... svo auSvitaS fœríu fria Morgar stærnr yfiriitsmynd og filmu(35mm)l á «itt biaí Prentum myndlr af diskum og digital APS Framköllun Gildir tíl 1. janúar 2002 yfiplitsmynd Bmmm FRAMKtoNARróUSTAN EHF. 310 B0RGARNESI S.437-1055 Eðalfiskur - Sólbakka 6-310 Borgamesi - Sími 437 1680

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.