Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 SíBÍSSUiiöEF! Þríburamir, Jósef Þorgeir og Þóra Þorgeirsböm ásamt Ingvari Ingvarssyni, aðstoðarskólastjóra. Viðbygging Brekkubæjarskóla formlega afhent Fjöldi fólks var viðstaddur er við- bygging við Brekkubæjarskóla var formlega afhent af verktakafyrirtæk- inu Loftorku ehf. í Borgamesi sl. föstudag. Andrés Konráðsson, fram- kvæmdastjóri Loftorku, afhenti Sveini Kristinssyni, for- seta bæjarstjómar, lyklana að nýbyggingu sem hann síðan afhentd skólastjóran- um, Inga Steinari Gunn- laugssyni. Formaður framkvæmdanefridar, Pét- ur Óðinsson, kallaði til yngstu nemendur í hverj- um árgangi og færði þeim húsálfa (styttur) að gjöf sem eiga að hjálpa þeim að líta eftír góðri umgengni. Yngstu nemendur Brekkubæjarskóla afhjúp- uðu síðan stein með nafni og merki skólans en foreldrafélag skólans hafði látið útbúa verkið. Svo skemmtilega vill til að yngstu nem- endurnir em þríburar og setri það ó- neitanlega svip á athöfhina. Segja má að með þessari byggingu sé lok- ið ríflega hálfrar aldar bygginga- sögu. Vtðbyggingin hýsir 11 kennslustofur, aðstöðu fyrir stoð- þjónustu skólans þ.e. sérdeild, námsráðgjöf, sálfræðiþjónustu og heilsugæslu. Allar nýju kennslustofurnar em með síma og tölvu. Að auki var ráðist í umfangsmiklar breytíngar á eldra húsnæði þannig að bókasafnið var stækkað, útbúin tölvustofa sem tekur heila bekkjar- deild, eldunaraðstaða í kennaramötuneytí bætt sem og kennarastofa, kennarar hafa fengið vinnuaðstöðu og af- ,, , ,,r , ,, , rj. . greiðslueldhús fyrir matar- o.bekkjar meo husalhnn, asamt ktuma lryggvasyni. a , , , , , pakka hefur venð utbuið. Snæfellsbær Virk umhverfisvitund ferðaþjónustuaðila í lok ágústmánaðar á þessu ári héldu þriðja árs nemar í ferðamála- fræðum við Háskóla íslands í náms- ferð á Snæfellsnesið. Að sögn Magneu Sigurðardóttur, eins af ferðamálanemunum sem að rann- sókninni stóð, var tilgangurinn að kanna viðhorf ferðaþjónustuaðila til Staðardagskrár 21, en Snæfellsbær varð fyrir valinu sem rannskóknar- svæði vegna þess að það sveitarfélag var hið fyrsta á Islandi til að ljúka við fyrstu útgáfu framkvæmdaáætlunar Staðardagskrár 21. Auk þess var markmið þeirra að öðlást þjálfun í rannsóknum og aðferðum sem þarf að beita við slíka vinnu. Byggðust vettvangsrannsóknimar aðallega á viðtölum við aðila í ferða- þjónustunni, en nú hefur verið unn- ið úr rannsóknum og hafa nemend- umir birt niðurstöður sínar kennur- um sínum. I niðurstöðum þeirra kemur ffarn að almennt séu ferðaþjónustuaðilar í Snæfellsbæ jákvæðir í garð Staðar- dagskrár 21 og vel með á nótunum í sambandi við verkefhið og er um- hverfisvitund almennt mikil hvort sem fólk leitaðist við að fylgja Stað- ardagskránni eða ekki. Atvinnugrein eins og ferðaþjónusta í Snæfellsbæ er sprottín úr umhverfi landbúnaðar og sjávarútvegs, atvinnugreinum þar sem tungengni við auðlind skiptir máli og hugmyndir eins og að ganga ekki óhóflega á auðlindir em rót- grónar. I niðurstöðum nemenda kemur fram að tengsl ferðamennsku og náttúm em mikil hjá mörgum þeim ferðaþjónustuaðilum sem þeir ræddu við. Sumir viðmælenda þeirra töldu að Staðardagskráin gæri orðið til þess að Snæfellsbær hefði enn meira aðdráttarafl fyrir ferða- menn en nú er. Náttúran er þannig eitt aðalaðdráttarafl í ferðmennsku á Islandi og umgengni við náttúruna skiptir því miklu máli. Þrótm í ferðamennsku undanferin ár hefur verið á þá leið að almennt fer um- hverfisvitund vaxandi í heiminum og vinna við Staðardagskrá er því tvímælalaust kostur að mati ferða- þjónustuaðila í Snæfellsbæ. smh Okkur langar að vekja athygli þína á fjölbreyttum uppákomum sem verða á Akranesi á aðventunni. Undir forystu verslunar- og þjónustuaðila verður mikið líf í bænum og jólasveinar á hverju strái. Bærinn er þegar orðinn Ijósum skrýddur. Jólatréð á Akratorgi verður tendrað kl. 16 þann 1. desember, og árviss útsending Útvarps Akraness ber upp á fyrstu helgi í aðventu. Verslanir, þjónustufyrirtæki og veitingastaðir eru komnir í sinn fínasta jólabúning. Auk hefðbundins afgreiðslutíma verða verslanir opnar allar helgar í desember og til kl. 22 öll kvöld síðustu vikuna fyrir jól. Væri ekki tilvalið að kíkja á Skagann eiga notalega stund, heimsækja ættingja og vini og kíkja í verslanir, þar sem saman fer gott vöruverð, afslappað andrúmsloft og notaleg þjónusta? Vertu alltaf velkominn á Skagann! Með jólakveðju, áAkranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.