Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 ^Kiasunuk VilÉu feta í fóti§por í Nkallagríms Kveldúlf§§onar og* nema land í Borgarnesi? Tilþess gætu legið margar ástæður: Vegir liggja til allra átta Sveitarfélagið Borgarbyggð nær yiir stærstan hluta Mýrasýslu. Ibúar eru um 2.500 og Borgames er helsti þjónustu- kjaminn. Bæjarstæði Borgamess þykir fallegt með afbrigðum og bærinn sjálfur hefur aðlagað sig að fallegu umhverfi. Segja má að Borgames sé mátulega langt frá ys og þys borgarinnar en einnig mátu- lega stutt en bæði sveitasælan og höfuð- borgin era í seiiingarfjarlægð. Svo dæmi sé tekið er innan við klukkustundar akstur frá Borgamesi til Reykjavíkur og jafrt langt til baka. Frá Borgamesi liggja vegir til allra átta og með síbatnandi samgöngum má segja að þar sé fólk afar vel í sveit sett. Borgames er í alfaraleið og nokkurs konar hlið að hinum rómuðu Borgarfjarðardölum. Ibúum í sveitarfélaginu hefur farið fjölgandi á síðustu misserum. Þar er samt enn pláss fyrir þig og nægt frarn- boð af lóðum af öllum stærðum og gerðum. ffleiri memÉn Viðskiptaháskólinn á Bifröst er framsækinn há- skóli á viðskiptasviði. Skólinn er talinn meðal þeirra ffemstu á sínu sviði í Evrópu og hefur not- ið ört vaxandi vinsælda á undanförnum ámm. Borgarbyggð er aðili að Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi og eiga nemendur úr Borgarnesi þess kost að stunda þar nám án þess að flytjast bú- ferlum til að setjast á skólabekk en boðið er upp á daglegan akstur úr Borgamesi í skólann. Vart er hægt að hugsa sér mikið betra umhverfi til að ala upp börn en rólegt bæjarfélag þar sem sveitasælan er við bæjardyrnar. I Borgarnesi era góður leikskóli og engir biðlistar eftir leikskólaplássi. Þá er þar nægt framboð á dagvistun fyrir börn undir leikskólaaldri. Einnig rek- ur sveitarfélagið Borgarbyggð leik- skóla í háskólaþorpinu á Bifröst fyrir nemendur og aðra íbúa þar og þriðja leikskólann á Varmalandi. I Borgarnesi er góður einsetinn grunnskóli sem að mestu er skipaður réttindakennurum Þar er boðið upp á heitan mat í hádeginu fyrir nemendur og akstur fyrir þá sem era ekki í göngufæri við skólann. Þá er Borgar- byggð einnig aðili að grunnskólanum á Varmalandi sem þjónar dreifbýlinu og Bifröst. I vetur er í fyrsta skipti starfræktur tómstundaskóli fyrir börn á gmnn- skólaaldri { Borgarbyggð þar sem boðið er upp á fjölbreytta og upp- byggilega afþreyingu. Síðast en ekki síst er rekin þar öflug félagsmiðstöð fyrir unglinga sem bíð- ur upp á fjölbreytta starfsemi yfir vetrartímann. srWéb ffleimiiig, íþrótiir. tómstoidir I héraðinu er fjölbreytt menningarstarfsemi, s.s. kórar, leikfélög og klúbbar og félög af ýmsu tagi. íþróttaðastaða er með því sem best gerist á land- inu. Góð sundlaug, íþróttahús, íþróttavöllur og þreksalur svo eitthvað sér nefht. Boðið er upp á þjálfun í öllum helsm í- þróttagreinunum fyrir alla aldursflokka.Við bæjarmörkin er góður 9 holu golfvöllur og eina golfhótel landsins. Þá er aðstaða fyrir hestamenn eins og best verður á kosið. ■ m Borgarnes byggðist á sínum tíma upp sem þjónustu- kjami fyrir sveitir Borgarfjarðar. Borgarnes hefur haldið áfram að vaxa þrátt fyrir að landbúnaður sé ekki ráðandi atvinnuvegur í héraðinu lengur. Hlutverk Borgarness sem þjónustumiðstöðvar hefur samt sem áður aukist og víkk- að út með stórauknum straumi ferðamanna jafnt sumar sem vetur og ört vaxandi sumarbústaðabyggðum vítt og breytt um héraðið. I Borgarnesi er að finna flesta þá þjón- ustu sem fólk þarf daglega á að halda. I Borgarnesi er fjöl- breytt úrval verslana, heilsugæslustöð, góð aðstaða til í- þróttaiðkunar, margvísleg afþreying og fjöldi annarra þjónustufyrirtækja og stofanana. I Borgarnesi er flest sem þú þarft á að halda og að öðram kosti er ekki langt að fara til að sækja það! I Borgamesi er margi fleira... Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum hafðu þá samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 437 1224. Einnig er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins. www.borgarbyggd.is eða á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesmrlandi: ssv.vesturland.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.