Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER 2001 21 r SKgSSUHOEKI m v Vit og víðsýni í Hvalfirðinum Engar sandkökur með kaffinu! segir Hansína B. Einarsdóttir.; œ afeigendum Hótels Glyms Fyrir tveimur árum fjárfesti Hansína B. Einarsdóttir ásamt sex öðrum aðilum í Hótel Glymi í Hvalfirði. Húsið var byggt árið 1994 og átti upphaflega að þjóna tilgangi Norræns skólaseturs. Það gekk þó aðeins í skamman tíma. Hansína býr á hótelinu ásamt eiginmanni sínum og syni en sá fyrrnefndi, Jón Rafn Högnason, er rekstrarstjóri hússins. Hansína vinnur í Reykjavík sem fram- kvæmdastjóri eigin fyrirtækis jafn- framt því að sjá um sölu- og mark- aðsmál hótelsins og hönnunina á umhverfi þess. Fyrir tveimur mán- uðum síðan hófust þau hjónin handa við að gera stórfelldar end- urbætur á húsinu og bjóða nú landanum að sögn upp á heimilis- lega gistingu með háu þjónustu- stigi. „Það er þrennt sem við leggjum áherslu á,“ segir Hansína. „Að það sé upplifun fyrir gesti að koma hér inn, að hér sé hátt þjónustustig og frábæran mat, en Jón Rafn er af- brags matreiðslumeistari. Hér er allt til alls til þess að halda ráð- stefnur og þegar ég segi það þá meina ég það! Eg hef reynslu af því að halda námskeið út um allar jarðir og menn hafa miskunnar- laust sagt mér að hjá þeim væri allt til alls og það hefur ekki reynst rétt. Það var m.a. þess vegna sem ég keypti hlut í þessum stað.“ Stjómunar- og afrotafræðingur Hansína sem er bæði afbrota- fræðingur og stjórnunarfræðingur að mennt hefur um árabil rekið sitt eigið fyrirtæki í Reykjavík sem heitir Skref fyrir skref og sérhæfir sig í að þjálfa upp stjórnendur og starfsmenn í að verða betri í því sem þeir eru að gera eins og hún segir sjálf. „Eg hef dundað við ým- islegt og fór meðal annars í fram- boð í fyrsta sæti Kvennalistans árið 1995 hér á Vesturlandi. Það ár sneri ég mér svo alfarið að því að byggja upp Skref fyrir skref og tók þá ákvörðun að halda mig meira við stjórnunarfræðihliðina þótt af- brotafræðin sé mjög spennandi og skemmtilegt fag.“ Markhópur hótelsins er mis- munandi eftir árstíðum. „Yfir vetr- artímann er markhópurinn okkar fyrirtæki, félagasamtök og aðrir hópar af Stór-Reykjavíkursvæðinu fyrst og síðast. Yfir sumartímann erum við meira að horfa á erlenda ferðamenn og leggjum mikla á- herslu á gæði. Umhverfið er mjög vel hannað, það er fallegt og það er öðruvísi. Gönguleiðirnar, Hval- fjörðurinn, kræklingarnir og foss- inn hafa auk þess mikið aðdráttar- afl. Svo markhóparnir eru ólíkir eftir árstíðum og verkefnin líka og húsið tekur mið af því. A sumrin er léttari andi yfir húsinu meðan við leggjum meiri áherslu á kertaljós og huggulegheit vfir vetrartímann og þetta hús býður svo sannarlega upp á það.“ Stórfelldar breytingar Eins og áður sagði réðust Hans- ína og Jón, ásamt öðrum hluthöf- um í stórfelldar breytingar fyrir skömmu. „Við eigendurnir fórum smátt og smátt í að gera breyting- ar á húsinu strax eftir að við keypt- um það fyrir tveimur árum. Oll herbergi hér eru á tveimur hæðum og við settum stiga upp á aðra hæðina en áður var þar einungis hanabjálki. Auk þess teppalögðum við gangana og tókum alla glugga í gegn en í september á þessu ári fórum við í að endurhanna allt húsið. Við máluðum allt, skiptum húsgögnunum út og létum setja heita potta úti. Hér vantaði afþr- eyingu sem nú er komin með pott- unum, enda eru þeir mjög vinsæl- ir. Menn koma á barinn, fá sér drykk, fara í sloppana sína, fá sér bjór út í pott, fara upp á herbergi í bað og klæða sig svo upp og koma í kvöldverð. Svo gerist það stund- um að menn fara aftur í sundfötin að loknum kvöldverði og í pottinn aftur. Það hefur komið fyrir að síð- an hafi allt gengið setið hér inni í sloppnum og þetta hefur verið eins og í tyrknesku baðhúsi klukkan þrjú að nóttu til. Þetta er allt öðru- vísi stemmning en fólk á að venj- ast.“ Hansína segir að næsta skref fyrir sumarið sé að byggja stóran pall sem liggi meðfram öllu húsinu og nái alveg að pottunum. „Hugmyndafræðin á bak við þessa heimilislegu hönnún hér og þennan rekstur er sú að hér geti menn notið hvíldar og byggt upp vit og víðsýni. Þetta er algjört kjörsvæði til þess og við reynum að skraddarasauma eftir óskum þess sem kemur í húsið í það og það skiptið. A þessum tveimur mánuð- um sem liðnir eru frá því að end- urbæturnar voru gerðar hafa farið 600-700 manns í gegnum húsið og allir eru rosalega ánægðir. Það er kannski vegna þess að fólk hefur engar væntingar! En einn ánægður viðskiptavinur dregur inn að minnsta kosti þrjá ef ekki fimm aðra.“ Ekkert svoleiðis Hansína segist halda að ferða- þjónusta eigi framtíðina fyrir sér á Islandi. „I ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað úti í heimi síðan 11. september held ég að Island verði enn meira spennandi í aug- um erlendra ferðalanga. Hér er mikil menning, falleg náttúra og ekki síst öryggi. Ferðaþjónusta á framtíðina fyrir sér en við erum bara ekki að leggja nógu mikil gæði í hana. Fólk telur sig oft vera að kaupa eitthvað gott en kemur svo inn í hótelherbergið sitt og þá er þar allt úr plasti og stólar og rúm úr Rúmfatalagernum. Svo þessi klassíski morgunverður og sandkaka með kaffinu. Hér er bannað að „sörvera" það! Ekkert svoleiðis. Hér er hádegisverðar- hlaðborð sem pasta, salötum, fiskiréttum og heimabökuðu brauði. Ekki þessar hefðbundnu rúsínukökur og randalínur!" Þarf þrautseigju Fyrirtækjarekstur þykir víst ekki sérlega auðveldur í dag og Hans- ína segist reikha með því að það muni taka tíma að koma hótelinu á kortið. „Við þurfum að ná í okkar markhópa og kynna þeim hótelið. Hér hefur áður verið rekið gisti- heimili og margir urðu fyrir von- brigðum með það. Herbergin voru ljót, matsalurinn verri, allir veggir voru gráir og það hengu lök fyrir gluggunum. Við reiknum með því að það muni taka tíma að byggja hér upp öflugt fyrirtæki en teljum að með þrautseigju, góðu samstarfi eigenda og stuðnings úr nágrenn- inu og vönduðum vinnubrögðum held ég að þetta muni vinna á og verða góður kostur bæði fyrir okk- ur Islendinga og aðra.“ SOK Nú eins og undanfarin ár bjóðum við 20 - 40 manna hópum upp á jólahlaðborð í hinum 120 ára gömlu Ensku húsum. Gestakokkur: Stefán Stefánsson, Perlukokkur Verð pr. mann kr. 3.100,- Gisting pr. m. kr. 2.100,- Komið og njótið Ijúffengra rétta og hinnar aldagömlu stemningar húsanna. Upplýsingar gefur Ragnheiður ísíma 4371725. <SnsÁw Aá&irv, /lú/r merf &ö<yu oy &é//. a Fiskimjöl til sölu í 800-900 kílóa sekkjum. Upplýsingar í síma 555 6066 og 894 6633 r hooixf? faer að /<mœ' að fví... x/áíífv eru' á' nœota- fetffí, hverntcf vaerf að 5/e/fO' ?ér á' \I&fahfddbrbt f/titar/fettr. ffáfar, iautmffúMar, fú- oy ég efcfumyctítt'fváfdftund foman' vfb fertafjá? ecf jáfatánfr'át f/fa/fatrbfb ýVfcfnar undan' fjúffenjum /ráduW'?eW'\Jári'Kr. \JafoJr55an' matreffcfumefátarí á'Vecj etf vandO' db. ffver veft nemo' hayjt verbf dbfá'fér féttari'jáfa^núnfncj. tfánarf uppfifífngar i frm* *r?7 i 4 h

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.