Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 aK£S3unu>.: Gaman er að lifa Dægurlagakeppni Borgarfjarðar haldin á laugardaginn var Hinn árlegi Gleðifundur Ung- 4 mennafélags Reykdæla var haldinn sl. laugardagskvöld í Logalandi. Sú hefð hefur skapast að á Gleðifundi er Dægurlagakeppni Borgarfjarðar haldin sem hluti af skemmtidagskrá kvöldsins. Að þessu sinni bárust 13 lög í keppnina og voru 8 þeirra val- in til flutnings í henni. Gestir sam- komunnar kusu síðan bestu lögin og var þannig mynduð hin ágætasta Eurovision stemning. Sigurlagið í keppninni að þessu sinni var lagið „Gaman er að lifa“, % eftir Indriða Jósafatsson æskulýðs- fulltrúa í Borgarnesi en textann átti Bjartmar Hannesson skáld og bóndi á Norðurreykjum. Það var Kristín Magdalena Agústsdóttir sem söng lagið við undirleik hljóm- sveitarinnar Stuðbandalagsins og þótti kraftmikill og góður flutning- ur hennar á laginu eiga hvað stærst- an þátt í sigri þess. A þriðja hund- rað manns komu á Gleðifund en aðsókn hefur undanfarin ár farið vaxandi og er hann nú einn af best sóttu menningarviðburðum í hér- aðinu þrátt fyrir aldur, en þetta mun vera 93. Gleðifundurinn sem haldinn er. MM Kristín Magdalena Agástsdóttir í léttri sveiflu ásamt meðlimum Stuðbandalagsins. * ^Penninn Hvenær verðnr aðal- fundur Verkalýðsfélags Akraness haldinn? Það eru um 7 mánuðir síðan að haldin var kosning í verkalýðsfé- lagi Akraness. Þar sigraði Hervar Gunnarsson, fyrrverandi varafor- setd ASÍ, og einn af forystumönn- um í Verkamannasambandinu með aðeins 23 atkvæða mun. Ein helsta ástæðan fyrir þessu mótframboði, var óánægja með starfsemi félagsins, gerð lélegra samninga, og óreiða í fjármálum félagsins. Ætla mætti að mótffamboðið, gerði núverandi stjórn það ánægjulega verkefni að rífa upp félagið, og gera það að því bar- áttutæki sem er svo nauðsynlegt fyrir okkur launafólk. En nú bregður svo við að það eru haldnir sjaldan fundir í trún- aðarráði, og það sem meira er að ekki er búið að halda aðalfundi í félaginu. En samkvæmt lögum fé- lagsins ber að halda aðalfund í júní og í lögum ASÍ segir að það eigi að halda aðalfund í maí. Engar skýringar hafa verið gefnar í trún- aðarráði félagsins, enda trúnaðar- ráðsfundir sjaldan haldnir. Hvað veldur?? Er meiri óreiða í reikningum félagsins heldur en vítað er um? Er eitthvað í reikn- ingum félagsins sem ekki er hægt að skýra? Hvers vegna hefur dregist svona lengi að halda aðalfund? Spyr sá sem ekki veit. Sigurður H. Einarsson A sæti í trúnaðarráði Verkaljðsfélagsins. v BORGAR8YGGB Auglýsing Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í sorphreinsun í Borgarbyggð. Um er að ræða losun á sorpi frá ríflega 600 heimilum í Borgarnesi auk losana á sorpi úr gámum sem staðsettir eru víðsvegar um sveitarfélagið. Verktaki skal koma sorpi á viðurkenndan urðunarstað sem er við Fíflholt í Borgarbyggð. fafhframt er óskað eftir tilboðum í rekstur gámastöðvar í Borgarnesi en þar fer fram sorpflokkun. Útboðsgögn eru afhent á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar. Tilboð skulu hafa borist | Tæknideild Borgarbyggðar Borgarbraut 11, | 310 Borgarnesi, eigi síðar en föstudaginn | 4.janúar 2002, kl 14.00 og verða þau þá 1 opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er viðstaddir verða. Borgamesi 20-11-2001 Bœjarverkfrceðingur Borgarbyggðar. Eigendur og starflfólk Café 15 á Akranesi skreyttu húsið hátt og lágtfyrir síðustujól og vakti það mikla athygli. Morgunsjónvarp Stöðvar 2 og timaritið "Séð og heyrt" komu t heimsókn auk þess sem greinar birtust ídagblöðum og auðvitað hér í Skessuhomi. Innan um jjölbreyttar jólaskreytingar, jólailm ogjólalög undu gestirsér velfrá miðjum nóvember fram yfir áramót. Nú hefurverið komið upp skreytingum og stemningin er lík og tfyrra og hefur aukist f eitthvað er. I gömlu húsi verða skreytingar að vera i anda hússins jálfl þannig að þærfari vel og vel hefur tekist til. Boðið er upp ájóladisk, sem er einskonar sýnishom af íslemkum mat á jólum auk þess sem jólakræsingar eru íboðifyrir hópa að ógleymdu heitu súkkulaði t kuldanum, smákókum og Hnallþórum að íslenskum sið. Likt og ífyrra er atlunin að lesið verði úr jólahókunum og eftil vill ber óv<enta gesti að garði. Yfirlýsing meirihluta stjómar Verkalýðsfélags Akraness vegna les- andabréfs Vilhjálms Birgissonar. I Skessuhorni í síðustu viku birt- ist lesandabréf frá Vilhjálmi Birgis- syni, aðalmanni í stjórn félagsins, sem var nokkuð sérstakt. Um var að ræða fyrirvara og athugasemdir sem hann hafði afhent félaginu vegna ársreiknings þess. Það sem gerir þetta sérstakt er að Vilhjálmur ákveður að birta opinberlega erindi sem er í raun til aðalfundar félags- ins. Sá aðalfundur hefur ekki verið haldinn en er nú ákveðin 4. desem- ber n.k. og þ.a.l. hafa félagsmenn ekki fengið tækifæri til að fjalla um þessar athugasemdir Vilhjálms. Það hefur hinsvegar verið venja að birta ekki slík erindi fyrr en að umfjöllun lokinni. En í þessu tilfelli eins og öllum öðrum „veldur hver á held- ur“. f athugasemdum þeim sem Vil- hjálmur Birgisson setur þarna á prent og dagsettar eru 26.10.2001 eru efnisatriði sem þarfnast ítar- legra skýringa. Við undirrituð, sem öll höfum undirritað ársreikninginn athuga- semdalaust, gerum okkur fulla grein fyrir því að ekki er unnt að svara þessum atriðum í stuttu máli þannig að vel sé. Því veljum við þá aðferð að svara þessum atriðum almennt hér en munum gera aðalfundi félagsins sem og félagsmönnum öllum gleggri grein íyrir málinu síðar. Flest þessara atriða eru þess eðlis að þeim hefur þegar verið svarað þó svo að Vilhjálmur hafi kosið að hlusta ekki á þau svör. Þessi atriði eru; * Málefni Stéttarfélaganna - Vinnumiðlunar. * Meintur skortur á fylgiskjölum sem Vilhjálmur tekur til. * Kaup félagsins á símum þeim sem formaður félagsins hafði skaff- að félaginu til afnota árum saman. * Asökun um að formaður félags- ins hafi „tekið sér“ aukalega 27 or- lofsdaga. Fyrst talda atriðið hefur raunar áður verið til umfjöllunar á aðal- fundi félagsins. Hvað varðar önnur atriði sem Vilhjálmur tilgreinir í athugasemd- um sínum viljum við taka ffam; 1. Vilhjálmur segir formann hafa leynt stjórn félagsins fyrirvara lög- gilts endurskoðanda félagsins. Hið sanna er að endurskoðandinn gerði sjálfur grein fyrir þessum eina fyrir- vara sínum á fundi stjómar þann 28.06.2001. Á þeim fundi var Vil- hjálmur mættur. 2. Varðandi auglýsingatekjur á félagsskírteinum þá er það rétt að þær er ekki að finna í bókhaldi fé- lagsins þrátt fyrir að formanni og löggiltum endurskoðanda félagsins hafi verið sagt til skamms tíma, af hálfu skuldarans, að hann hefði þegar greitt þessar auglýsingar. 3. Hvað varðar athugasemdir Vilhjálms um ávöxtun fjármuna fé- lagsins er það okkar skoðun að að- alfundur á árinu 2000 hafi afgreitt það mál og í því máli hefur ekkert nýtt komið fram. 4. Að endingu verður að segja það að niðurlag þessara athuga- semda Vilhjálms, ásamt efnisinni- haldi, ber þess merki að hann hefur tekið þá ákvörðun að nota aðstöðu sína sem stjórnarmaður til að van- virða formann félagsins, stjóm og starfsmenn auk endurskoðanda og skoðunarmanna. Sú niðurstaða hans að stefna stjóm félagsins (sem raunar hefur ekki verið gert þegar þetta er ritað) hlýtur að vekja upp þá spurningu hvernig hann sjálfur getur setið í þeirri sömu stjórn. Akranesi 20. nóvember 2001 I stjóm Verkalýðsfélags Akraness: Hervar Gunnarsson Elín Hanna Kjartansdóttir Elínbjörg Magnúsdóttir Astríður Andrésdóttir Þórunn Amadóttir Jón Jónsson Jóhann Öm Matthíassson Bjöm Guðmundsson Sonja F. Jónsson Hulda Sigurðardóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.