Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 23
^nessunu^i MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER 2001 23 Sextán borgfirskar konur á breiðtjaldi Oður til íslenskra kvenna Kvikmyndin Gæsapartí frumsýnd um helgina AUAU fUJTVSRK OÐÐNÝ KRISTÍN CUDMUNDSDÓTTIR • MAGNÍJS JÓNSSON kvjkmynoataka OUÐMUNDlfR BJARTMARSSON* jíhcmwwogwÍmwjak ÍNCA RUT SIGURDARDÓTTIR KUPHNG GUNNÞÓRA HALLDÓRSDÓTTIR HiyóÐVOCsSLA USS! EHF TÖNUST GUÐMUNDUR RÉTURSSON raAMKVÆMDASTTÓRN SIGURDUR PÁLMASON fiAXDRrr IIÖDVAR BJARKi PÉTURSSON ■ PÉTURMÁR GUNNARSSON AÓSTODARLESKyiJÓRN ÁRNI PÉTUR GUDJÓNSSON FRAMtöÐSLAOC LKKSTJÓRN BÖÐVAR BjARÍCf PÉTURSSON ____ . *» B Oddný Guðmundsdóttir eins og hún kemurfyrir á kynningarflakati myndarinnar. Næstkomandi föstudag verður frumsýnd í Háskólabíói ný íslensk kvikmynd sem ber nafnið Gæsapar- tí en framleiðandi, leikstjóri og handritshöfundur er Böðvar Bjarki Pétursson skólastjóri Kvikmynda- skóla Islands. Það heyrir kannski ekki til tíð- inda lengur þótt frumsýnd sé ís- lensk kvikmynd þar sem gífurleg gróska hefur verið í þessum iðnaði á undanförnum árum. Það er hins- vegar ekki á hverjum degi sem frumsýndar eru kvikmyndir sem að mestu eða öllu leyti eru teknar í Borgarfirði og boma uppi af borg- firskum kvenskörunum. Það er hinsvegar tilfellið með Gæsapartí en sextán af sautján hlutverkum í myndinni era í höndum kvenna úr Borgarnesi, Akranesi og nágranna- sveitunum. Þá er myndin að lang- mestu leyti tekin upp í og við Mótel Venus í Hafnarskógi. Vinnsluhrað- inn er einnig óvenjulegur en mynd- in var tekin á sléttri viku en æfingar höfðu staðið yfir í nokkurn tíma áður en tökur hófust undir stjórn aðstoðarleikstjórans Árna Péturs Guðjónssonar. Hneykslar kannski suma Myndin fjallar um konu sem ætl- ar að giftast inn í sértrúarsöftmð. Bróðir hennar, sem er í sama söfn- uði og mannsefnið, ætlar að sjá til þess að veislan sem kolgeggjaðar vinkonur hennar halda henni sé Guði-þóknanleg. Sem mótspil við afskiptum safnaðarins sýna vinkon- urnar henni rækilega fram á hvers- konar lífi hún er að fórna fýrir hnapphelduna og hvað bíður henn- ar. „Hennar er valið en þegar mað- ur er lauf í vindi er erfitt að komast leiðar sinnar,“ segir í kynningar- texta myndarinnar. Að sögn Böðvars Bjarka fram- leiðanda og leikstjóra myndarinnar er Gæsapartí óður til íslenskra kvenna. „Eg reyni að sýna þær f eins réttu ljósi og mér er mögulegt. Það er ekki víst að allir séu sammála mér og kannski á einhver eftir að verða hneykslaður. Eg held hinsvegar að þessi mynd sé holl öllum Islending- um.“ Hvanneyringur í aðalhlutverki Aðeins einn atvinnuleikari leikur í Gæsapartíi en það er Magnús Jónsson sem leikur bróðurinn sem setur allt á annan endann í teitinu. Konurnar eru hinsvegar allar að stíga sín fyrstu spor á þessu sviði. Þar fer fremst í flokki Oddný Guð- mundsdóttir, rekstrarfræðinemi frá Hvanneyri sem fer með hlutverk gæsarinnar Freyju og segir Böðvar að hún eigi eflaust eftir að vekja mikla athygli fyrir vandaða túlkun í erfiðu hlutverki. I samtali við Skessuhorn sagðist Oddný hafa séð myndina ófull- gerða fýrir skömmu og litist bara vel á. „Það er samt rosalega skrítið að sjá sjálfan sig á tjaldinu og ég get ekki neitað því að ég bæði hlakka til og kvíði fyrir frumsýningunni,“ segir Oddný. Aðspurð um hvemig það kom til að hún valdist til að fara með aðal- hlutverk í bíómynd án þess að hafa nokkra reynslu af slíkri vinnu segist Oddný ekki vita það alveg sjálf. „Það var hringt í mig eins og fjölda annarra kvenna hér í kring og við vorum beðnar að koma á fund út af þessari mynd. Eg vissi ekki al- mennilega hvað stóð til en fór samt. Eg hélt fýrst að það væri um að ræða að taka upp eitt atriði í bíó- mynd hér í Borgarfirði og að það vantaði fólk í statistahlutverk. Það kom hinsvegar fljótt í ljós að það var meira á döfinni og ég var síðan boðuð á annan fund. Eftir það var hringt í mig og mér boðið aðalhlut- verkið. Það var nú ekki það sem ég hafði ætlað mér en ég gat samt ekki annað en slegið til.“ Skemmtileg vinna Oddný segir að vinnan við kvik- myndina hafi verið mjög skemmti- leg reynsla. Þær æfðu í nokkrar vik- ur og lærðu hluta af textanum en annað þurftu þær að spinna sjálfar. „Það var svolítið erfitt en þetta bjargaðist, held ég. Maður var nátt- úrulega svolítið þreyttur efrir þetta því við vorum við tökur öll kvöld og allar nætur í heila viku en þetta var rosalega gaman.“ Aðspurð um hvort þetta sé ekki upphafið að glæstum kvikmyndaferli segir Odd- ný hinsvegar að það sé nú ekki á stefnuskránni. „Eg er bara í mínum skóla og reikna með að ég haldi mig á þeirri braut. Eg á nú líka eftír að sjá hvernig þetta kemur út en mið- að við hvað þetta var gaman á ég von á að ég myndi ekki slá hendinni á móti öðru tækifæri,“ segir stjarn- an í Gæsapartíinu, Oddný Kristín Guðmundsdóttir. Kvikmyndin Gæsapartí er fram- leidd af 20 geitum í samvinnu við kvikmyndaklúbbinn Filmund. Böðvar Bjarki Pétursson er leik- stjóri, framleiðandi og handritshöf- undur sem fyrr segir. Pétur Már Gunnarsson er meðhöfundur að handriti. Guðmundur Bjartmarsson sér um kvikmyndatöku, Árni Pétur Guðjónsson er aðstoðarleikstjóri, um klippingu sér Gunnþóra Hall- dórsdóttir, Sigurður Pálmason er framkvæmdastjóri og Inga Rut Sig- urðardóttir sér um leikmynd og búninga. Tónlist er í höndum Guð- mundar Péturssonar og hljóð- * vinnsla í höndum Uss ehf. GE Hvar á Akranesí verða fallegustu jólaskreytíngarnar? Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveöiö að veita viöurkenningar fyrii fallegustu jólaskreyfingarnar a Akranesi. I yrirhugað er aö veita viðurkenningar: fyrir skreytingai við íbúöartu'is. tyrir skreytingar viö fyrirtæki. Víöa i bærrum veröa sett upp smekkleg og falleg jólaljos og skreytingar og förum við þess á loit viö bæjarbúa aö þeit hjálpi okkur við valið með þvi aö koma á framfæii ábendingum þar um. Ég undirrituð/aður vil koma á framfæri eftirfarandi ábendingu um fallega jólaskreytingu: Hjá íbúðarhúsi að Götuheiti Númer Hjá fyrirtækinu Nafn fyrirtækis Heimilisfang (gata) Númer Önnur ábending: Nafn þess sem gefur ábendingu: Hér er seðill sem okkur þætti vænt um að sem flestir útfylltu og tækju með því móti þátt í að velja fallegustu skreytingarnar. Klippið seðilinn út, útfyllið hann og skilið á höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur að Dalbraut 8 Akranesi fyrir 22. desember n.k. Viðurkenningar verða veittar 27. desember. m Orkuveita Reykjavíkur Dalbraut 8, Akranes

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.