Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER 2001 gHgSSIiiiíMK! 41 enginn skilur ^Penniim Nú hafa tónlistarkennarar verið mánuð í verkfalli og ekkert hefur þokast í samningaátt. Það er þó svo merkilegt að það er alveg sama við hvern ég tala, það skilur enginn hvers vegna ekki er samið við okkur á svipuðum nót- um og aðra kennara. Það er líka með eindæm- um barnalegt hjá jafn leikreyndum mönnum og sitja í samninganefnd sveitarfélaganna að halda að það komi til greina að við samþykkj- um lakari samning en öðrum kennurum stóð til boða. Enginn tekur ábyrgð á ástandinu Það sem hins vegar virðist vanta á, er að sveitarfélögin, launanefndin eða bara einhver af þeim sem sitja á móti okkur við samninga- borðið slái í klárinn og gangi til samninga af einhverri alvöru. Eg bý í litlu bæjarfélagi og á hverjum degi hitti ég nemendur mína sem spyrja af einlægni „hvenær má ég koma í pía- nótíma?“ Hverju á ég að svara? Þegar Ingi- björgu Sólrúnu þóknast, eða þegar einhver með vald á þessu sviði tekur ábyrgð á ástand- inu og gerir eitthvað í málinu? Eg veit það bara að ef að ég stæði mig svona í kennslunni þá væri löngu búið að reka mig. Sanngjamar kröfur En um hvað snýst málið? Sem fyrr snýst það um sanngjörn laun og viðurkenningu á starfi sem er mikilvægt fyrir samfélagið og börnin í landinu. Við erum orðin leið á því að vera bara puntudúkkur á hátíðlegum stundum en ekki virt viðlits þar fyrir utan. Tónlistarkennarar eru flestir með mjög langt nám að baki og það er nauðsynlegt því við kennum mörg hver nemendum á öllum stigum. Eg á t.d. að baki 2 2ja ára samfellt nám í tónlistarskólum og ég veit að flestir kennarar hafa álíka árafjölda á bak við menntun sína. Þessa vinnu okkar og nám viljum við fá metna að verðleikum. Að vera tónlistarkennari er ekki tómstunda- iðja. Við elskum tónlistina og viljum miðla öðrum af henni. Oftast er þetta mikil þolin- mæðisvinna, húsnæði og vinnuaðstaða skól- anna oft óviðunandi, vinnutíminn er orðinn vonlaus síðan skólarnir urðu einsetnir og ef að launin duga bara nákvæmlega fyrir leikskóla- plássi barnanna minna og skattinum þá er mál að ráða sig í aðra vinnu og hafa tónlistina sem áhugamál. Deyjandi stétt Það sem þó rekur mig fyrst og fremst til að skrifa þessa grein er sú staðreynd að einn nem- andi minn nefndi það við mig að hana lang- aði að verða tón- listarkenn- ari og ég áttaði mig á því að það væri ekki eitt- hvað sem ég gæti mælt með, nema hún gifti sig til fjár. Ef að kennarar eru farnir að letja nemendur sína til frekara náms þá sé ég enga framtíð í íslenskum tónlistarskólum og best að leggja þá niður sem fyrst og það virðist vera það sem íslenskir sveitarstjórnarmenn vilja, miðað við fram- komu þeirra í okkar garð! Jónína Ema Amardóttir Píanókennari og söngstjóri í Borgarfirði ^Písnahornið Einn ég lóna lífs í dam Það haustar að sem óðast og þeir sem eiga til þess vanda fara að finna fyrir skammdegisþung- lyndi en aðrir eru byrjaðir að kvíða fyrir Visa reikningi jólamánaðarins. Viðhorfin voru hins- vegar önnur meðan haustið boðaði komu náms- meyja og vinnukvenna utan af landi sem streymdu til höfuðborgarinnar í leit að ævintýr- um og auði. Á þeim árum orti Andrés Björns- son við vin sinn Einar Sæmundssen. Þér mun ekki þyngjast geó þó að stytti daginn. Haustið flytur meyjar með myrkrinu í bæinn. Ekki munu öll þau ævintýri hafa orðið lang- vinn þó skemmtileg væru meðan á þeim stóð en stundum skapa slík ævintýri líka sár sem illa gróa svo ekki sé minnst á þau sár' sem skapast af algjörum ævintýraskorti. Piparsveinn orti ein- hverntíma: Astin mín var aldrei nema hálf engin vildi móðir hennar vera. Nú er hún dauð og dottin um sig sjálf. O, drottinn minn, hvað á ég nú að gera? Reyndar gátu alveg eins gerst ævintýri í sveit- inni þó þau væru kannske ekki eins spennandi, en sumar létu þau duga. Stefán Sveinsson fom- bókasali orti einhvemtíma: Ekki hæli ég ástinni ei þó skæli af kvensemi en oft var sæla að henni í rúmbæli í sveitinni. Sami höfundur orti einnig um ástina: Einn ég lóna lífs í dans laus við tjón og hatur. Astin þjðnar eðli manns eins og spónamatur. Fleiri samsvaranir má finna með ást og mataræði og Þórhildur Sveinsdóttir tók saman lýsingu konu nokkurrar á eiginmanninum á eft- irfarandi hátt: Hrindir löngum drykkjudúr, drattast framúr latur, alltaffúll og alltaf súr eins og skemmdur matur. Það er að vísu umdeilt hvað sé skemmdur matur og sumir vilja halda því fram að allur matur sem verkaður er með gamaldags geymsluaðferðum sé skemmdur. Samkvæmt kenningum fræðinganna virðist flestur matur ó- hollur og eftir því ætti þjóðin að vera útdauð fyrir löngu en líklega hafa forfeður okkar bara ekki vitað þetta og því fór sem fór. Samt sem áður vekja þessi vísindi undrun margra enda orti Vigfús Pétursson: Allsstaðar sér maður undrandifólk á þessum dreifbýlisköllum. Þeir djöfla í sig kjóti og drekka svo mjólk en drepast þó seinast af öllum. „Það er svöngum sætt sem söddum þykir óætt“ segir gamalt máltæki og sannast það með vísu Olafs Gunnarssonar: Þeir sem hafa allsnægtir og auð eta mat í salarkynnum fínum en ég hef aldrei smakkað betra brauð en bita sem ég át úr vasa mínum. Þarfir og þrár mannskepnunnar eru bæði margar og margbreytilegar og verður sjaldnast öllum fullnægt svo mannskepnuni líki enda orti Þura í Garði: Þó ég séfræg í minni mennt margt hefur öfugt gengið, - sagt er að heimti þráin þrennt þegar eitt erfengið. Ekki veit ég hver orti þessa ágætu vísu en hún er jafngóð fyrir því: Þegar aftur þomar brá, þiðna hjartans lindir, endurvakin ástarþrá æsir gamlar syndir. Guðmundur Valtýsson á Eiríksstöðum held- ur af eðlilegum ástæðum meira upp á vorið en veturinn þó vorinu fylgi gjarnan flugur og ann- að skordýralíf sem fer í taugamar á mörgum. I hlýindunum nú nýlega rak Guðmundur augun í flugu sem merki þess að sumrinu væri enn ekki alveg lokið og gladdist við. Hinsvegar hafði flugan valið sér óheppilega staðsemingu: Veturinn kemur og vorið erfjær, vont er að þola þá pínu. Síðustu fluguna fann ég í gær, fulla á glasinu mínu Ekki er alveg ljóst af vísunni hvort átt er við að flugan hafi verið full eða hvort hér er átt við glasið en hafi svo verið hefur það varla verið fullt lengi ef ég þekki Guðmund rétt. Aftur á móti veit ég ekkert um prómillastöðuna hjá Rósberg Snædal þegar hann orti þessa haust- legu vísu: Falla lauf áfoldu hljótt, flögra dauftr hrafnar, eg er að paufast einn um nótt inn til Raufarhafnar. Ættarmót hafa notið vaxandi vinsælda á und- anförnum áram enda full ástæða til að viðhalda ættartengslum og skapa ný eftir því sem við á. Anna Eggertsdóttir frá Steðja mætti á ættarmót nýkomin úr læknisaðgerð og átti frekar erfitt með gang þegar hún hitti frænda sinn sem spurði: ,Jæja hvernig ertu í fótunum frænka“. Svárið kom um hæl: Ifótunum. er égfjarska þreytt þófasinu ekkert spilli annars bara yfirleitt ágæt þar á milli. Sumir stunda það mikið að yrkja á jólakort og yfirleitt við öll möguleg og ómöguleg tækifæri þegar kveðjur era sendar manna milli. Stefán Jóhannesson sendi vini sínum þessa frómu jóla- ósk: Þessijólin þér svo hæfi, þrjóti ei vín á kútunum. Vona ég þín verði ævi í vetur sem hjá hrútunum. Vegna umræðu sem nýlega hefur skapast um verðbólgu og bankamál gæti verið athyglisvert að velta fyrir sér vísu eftir þann mikla húmorista Isleif Gíslason: Verðbólgan með veldið sitt, virða þjáirflesta. Viltu, Gudda í vestið mitt vísitölufesta. Að endingu skuhim við gægjast aðeins í sjóð Þorsteins heitins Guðundssonar á Skálpastöð- um og láta það verða lokaorð þáttarins: Lauf af björkum falla fer, feigðarspámar kalla. Sóknargjaldið síðast er samafyrir alla. Með þökkfýrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 #5eYgarðshornið Af Brynjari Brynjar duglausi (Bin Laden) er einhver sá alvinsælasti í dag. Heilu fréttatímar sjónvarsstöðv- anna fara í að sína húsið þar sem hann bjó einu sinni og borgaði ekki leiguna, bílinn sem hann vanrækti að færa til skoðunar og allt er dregið fram í dagsljósið sem á einhvern hátt tengist þess- um pörupilti. Frétt mánaðarins var þó örugglega þegar Bjami Fel upplýsti að Brynjar væri á- kafur stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins Arsenal. Höfðu þá margir á orði að nú væri það endanlega staðfest að maðurinn væri alls ekki heill á geðsmunum. Mistils- brandur Mistilsbrandur hefur að und- anfömu valdið miklum úlfaþyt um heim allan og ekki síst hér á landi þar sem enginn er maður með mönnum í dag nema han fái torkennileg bréf í pósti sem gæm hugsanlega innihaldið sendingu frá Brandi sjálfum. Nýverið fféttist af gamalli konu sem rauk til, setti á sig vinnuvetdinga og batt klút fyrir vit sér og fór síðan og fleygði umtalsverðum birgð- um af hákarli í öskutunnuna. Sonur hermar varð hvumsa við og spurði hvað í ósköpunum hún væri að gera. Sú gamla sagðist ekki æda að taka neina sénsa því hún hafði keypt hákarlinn af Mistilsbrandi sjálfum í Kolaport- inu og það væri stórhætta á að hann væri alveg baneitraður. Þessi misskilningur leiðréttist því hákarlinn var frá hinum þekkta hákarlaverkanda Hildi- brandi í Bjarnarhöfn og þótt hann hafi visslulega ekki lyktað vel fremur en hákarls er von og vísa mtm hann síst vera hættu- legur heldur bráðholiur í alla staði. Raddir Á næsm dögum er væntanleg á markaðinn ný vísnabók sem nefnist Raddir Borgarfjarðar. Inniheldur hún lausavísur efdr mgi Borgfirskra hagyrðinga en vísnahirðirinn góðkunni Dag- bjarmr á Refstöðum sá um að safna efninu saman og koma því á prent. I bókinni er að finna ýmislegt góðgæti, bæði gamalt og nýtt. Meðal höfunda efiús er Helgi Bjömsson á Snartastöð- um. Hafði hann sér til skelfingar í blaði nokkru frétt um fullnæg- ingarpillur fyrir konur. Hjá konu ef égfala að fá það, fljótlega hljt ég að sjá það ef hún töflu sérfer og tístir og hlær þá er vonlaust að minnast meir'áþað. Þá er í bókinni að finna þessa lítt girnilegu lýsingu á konu nokkurri eftir Inga Steinar Gunnlaugsson skólastjóra á Akranesi. Ein erfníin orðin lúin alveg biíin garmurinn, lærasnúin, lendafúin og löngu flúinn kyndþokkinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.