Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 25
ggESSUHöEKl MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER 2001 25 Söfhin verða fiimn í vor Safn safna aö vaxa á Skaganum Þeir standa að safnasvæðinu á Akranesi: F.v. Þorsteinn Þorleifsson í Steinaríki Islands, Jón Allansson forstöðumaður Byggöasafns Akraness og nœrsveita, Jón Pálmi Pálsson bœj- arritari, Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Islands og Valdimar Þorvaldsson formaður stjómar Byggðasafnsins. Mynd MM Uppbygging safnasvæðisins á Akranesi heldur áfram. Síðastliðið sumar var nýi safnaskálinn vígður en hann stendur austan við Byggðasafnið á Görðum. Þá um leið opnaði Steinaríki Islands í nýja húsnæðinu auk sýningar um gerð Hvalfjarðarganganna og for- sýningar Landmælinga Islands. Nú er stefnt að því að opna tvö ný söfn í húsnæðinu fyrir 1. júní 2002. Það eru nýtt safn sem heit- ir Iþróttaminjasafn íslands og kortasýning Landmælinga Islands sem sýna mun þversnið af fram- leiðslu Landmælinga, kortagerð frá fyrstu tíð og ekki síst nýjungar sem stofnunin er að vinna að. Eftir að þessi söfh munu bætast við í flóru safnanna á Görðum á Akranesi verður svæðið í heild sinni tvímælalaust eitt fjöl- breyttasta safn safna hér á landi og þótt víðar væri leitað. A vegum að- standenda safhasvæðisins er nú að fara af stað vinna við undirbúning markaðssetningar svæðisins í heild undir forystu Akraneskaupstaðar, með það fyrir augum að kynning og markaðssetning svæðisins skili árangri þegar á næsta ári og þannig verði stuðlað að fjölgun gesta á Akranes. MM Þann 13. nóvember sl. kom nýr bátur til hehnahajhar í Stykkishólmi. Heitir hann Sandvtk SH-53 og er í eigu Páls Guðmundssonar útgerðarmanns. Sandvík er 29 tonna stálbátur sem gerður verður út á net og snurvoð, en Páll mun hafa keypt bátinn afTindi hf. ogfengið 186 þorskígildistonn í kvóta með. Páll verður sjálfúr skipstjóri í 3 til 4 manna áhöfn. Mynd: Stykkishólms-Pósturinnn. Réttarsálfræðingurinn Saga GíslaH. Guöjónssonar prófessors Barátta þeirra sem sitja ranglega dæmdir í fangelsi er aldrei auðveld. Ekkert réttarkerfi er óskeikult og þeim sem sitja við stjórnvölinn er illa við að mistök þeirra séu dregin fram í dagsljósið. Gísli H. Guðjónsson réttarsál- fræðingur tengist mörgum umtöl- uðustu dómsmálum síðustu ára- tuga, svo sem máli fjórmenning- anna frá Guildford og sexmenning- anna frá Birmingham, Birgittumál- inu í Noregi og nú síðast morðinu á sjónvarpsstjörnunni Jill Dando. Gísli hefur sérhæft sig í lygamæl- ingum, fölskum og óáreiðanlegum játningum og starfar jöfnum hönd- um fyrir lögreglu, ákæruvaldið og verjendur. Auk þess vinnur hann að meðferð geðsjúkra, sinnir kennslu og skriftum. I þessari bók má lesa ótrúlegar frásagnir af fjölda mála sem Gísli hefur komið að. Lesendum gefst einstakt tækifæri til að kynnast brautryðjendastarfi þessa merka ís- lendings sem hefur brotist til mennta og áhrifa úti í hinum stóra heimi og fylgjast með baráttu hans fyrir réttlæti og réttaröryggi. Anna Hildur Hildibrandsdóttir skráði (jréttatilkynning) „«> 8» “a»y«2Í Nánari upplýsingar: jóhannes Stefánsson Ánabrekku 311 Borgarnes s. 897 3316 anabrekka@simnet. is &jð&mufpá*. Hagabeit Hesthús Stóðhestagiröingar Vetrarfóbrun Reiðhestaþjálfun Afft fem hefturfnn þarf Brautarfunga í Lundarreykjadal föstudaginn 23. nóvember Id. 2030 A/Vör/c/ :■ f S';;, tfrhzMtrV li''f ;>r * r ‘ I Kynnir: Magnús Sigurðsson Guðmundur Þorsteinsson sefur dagskróna nn Stefónsdóttir £ríndi: Astróóur Eysteinsson Sölvi Björn Sigurðsson ..... ::'H; jft Gwav,ý Ijóða ór þýðingu Magnúsar á Fóst um Fast: Bergur Þorgeirsson Við hvetjum fólk fíl að koma ? Brautartungu iis. Léttar veitingar til sölu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.