Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER 2001 Hvað varð af Ingibjörgn? Það er líf eftir pólitík segir heilbrigðisráðherrann fyrrverandi Lítíð hefur heyrst af högum Ingibjargar Pálmadóttur fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, síðan hún lét af embætti í apríl síðastliðnum. Hún hefur þó ekki setíð auðum höndum síð- ustu mánuðina. Hún ræktar fjölskyldulífið og hefur ekki sagt sitt síðasta orð á heilbrigðissvið- inu, en umfram allt þá nýtur hún lífsins. - Eg fékk mjög spennandi verk- efni í júlí. Eg er formaður neíndar sem vinnur að tillögum um upp- byggingu stóru spítalanna í Reykjavík fyrir heilbrigðisráð- herra. Þetta varðar framtíðaráætl- anir til næstu 25 ára. Auk mín sitja þeir Páll Skúlason rektor HI og Magnús Pétursson forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss í þessari nefnd. Nefndin hefur m.a. það verkefni að tengja heilbrigðis- vísindi HÍ betur við starfssemi sjúkrahúsanna en fyrst og fremst er starf nefhdarinnar fólgið í að koma með tillögur um staðsetningu sam- einaðs hátæknisjúkrahúss á höfuð- borgarsvæðinu. Að þessu verkefni hafa komið margir aðilar bæði inn- lendir og erlendir bæði til að út- færa einstaka þætti og meta kostn- aðinn við tiltekna þætti. Hvaða hugmyndir eru uppi hjá ykkur varðandi spítala framtíðarinnar? - Tillögur okkar munum við kynna um miðjan desember. Þrír möguleikar hafa sérstaklega verið skoðaðir; nýbygging frá grunni og þá hefur Vífilsstaðalandið verið sérstaklega skoðað með tilliti til framtíðar uppbyggingar svæðisins. Fossvogurinn kemur líka sterklega til greina, en þar er nægt lands- svæði. Svo að sjálfsögðu Landspít- ala lóðin, en eins og menn vita mun Hringbrautin verða flutt sunnar og með því aukast mögu- leikar á uppbyggingu. Auk þess er borgin nú tilbúin að taka aukið til- lit til spítalans hvað varðar viðbót- arbyggingarland. Þessi vinna hef- ur útheimt að við höfum skoðað alla þætti skipulagsmála bæði í Garðabæ og Reykjavík. En íyrst og fremst framtíðarþarfir sjúkrahús- anna með tilliti til aðgengis sjúk- linga, aðstöðu starfsfólks og teng- ingar við Háskóla Islands. Þetta er mjög spennandi verkefni. -Fyrir utan þessa vinnu er ég svo formaður fagráðs velferðarsjóðs barna og þaj eru ýmis verkefni í deiglunni. Þegar eru tvö stór verk- efni komin á fullan skrið. Annars vegar verkefni sem kallast Víðátta og tengist nýjum möguleikum í fjarkennslu. Hins vegar verkefni sem heitir Vinátta, það felst í aðal- atriðum í því að háskólanemar eignast vin í grunnskólum, sem þeir eyða nokkrum klukkustund- um með á viku. Þetta verkefni er ætlað til auka þroska og víðsýni nemendanna. Nú erum við að byrja undirbúning á námskeiðum fyrir börn alkóhólista. Það er margt sameiginlegt sem þau börn eru að berjast við og mikilvægt er að koma sterkar á móts við þau. Þessi velferðarsjóður er ungur og á að koma inn þar sem ríki eða sveit- arfélög hafa ekki komið inn áður og ég hef þá trú að mörg börn á Is- landi eigi eftir að njóta þess sem stjórnendur og starfsmenn sjóðsins ákveða að styrkja eða brydda uppá. Ef þú horfir til baka og spyrð sjálfa þig, er margt sem hefur farið á annan veg en þú ætlaðir í starfi sem ráðherra? - Ég var svo lánsöm að fá langan tíma í ráðuneytinu, lengri en nokkur hafði haft áður. Það gaf mér möguleika til að vinna að mjög mörgum málum þó mér og mörgum öðrum fyndist stundum hægt ganga þá náði ég að móta stefnu í stærri málum. Ná fram heilbrigðisáætlun til 2010, að ná fram sameining sjúkrahúsanna sem marga forvera mína hafði dreymt um, forvarnamálum var tímabund- ið komið í farveg og er árangurinn farinn að sýna sig: Barnaspítali verður opnaður á næsta ári og gjörbreytir það aðstöðu veikra barna og foreldra þeirra. Auk þess hafa náðst fleiri mikilvægar fram- farir í þágu langveikra barna. Hér er aðeins fátt eitt talið af þeim fjöl- mörgu málum sem að var unnið í ráðherratíð minni. En enn er margt að vinna að og ég treysti engum betur en Jóni Kristjánssyni núverandi heilbrigðisráðherra að fylgja málum vel eftir. Ingibjörg Pálmadóttir. Saknarðu þess að vera ekki í pólitíkinni? - Þegar ég gaf fyrst kost á mér sem þingmaður þá gerði ég það án mikillar umhugsunar. Þegar ég hætti þá gerði ég það líka án mik- illar umhugsunar. Báðar þessar á- kvarðanir marka viss tímamót í lífi manns eða eins og ég segi svo oft þá hefur allt sinn tíma. Ef tala má um söknuð þá var það helst þegar ég í síðustu viku var að kveðja sam- starfsmenn mína hér í kjördæm- inu, fólk sem hefur staðið með mér í blíðu og stríðu í áraraðir og það örlaði fyrir tómleikatilfinningu, þegar ég kvaddi það á þessum vett- vangi. En þegar maður hefur ver- ið lengi í jafn strangri vinnu og ég hef verið og fengið að njóta alls sem starfið hefur upp á að bjóða þá er líka gott að kveðja og kasta af sér reiðingnum. Það er mikill létt- ir. Ég fylgist náið með stjórnmál- um og veit nánast alltaf hvað er á dagskrá þingsins hverju sinni, enda er ég í góðu sambandi við fyrrum samstarfsmenn mína. Gætir þú hugsað þér að koma aftur inn í pólitíkina ef tækifæri gæfist? - Ég væri ekki að hætta núna ef ég hefði löngun til að starfa áfram á þessum vettvangi. Ég lít svo á að þessum kafla í lífi mínu er lokið. Ég var tuttugu ár í gólitík og lifði afar viðburðarík ár. Ég tel að fólk eigi að hætta á með- an það hefur tækifæri til að takast á við önnur verkefni. Ef fólk er of lengi í stjórnmálum þá vill það henda að það verði biturt og skap- vont, þegar það hættir af því að það er algerlega útbrunnið. En það er hægara sagt en gert að hætta í stjórnmálum. Ég er ekki viss um að menn átti sig alltaf á því. Hvað hefur breyst hjá þér eftir að þú hættir sem ráðherra? Meiri tími fyrir fjölskylduna? - Já heldur betur. Ég hafði alls engan tíma fyrir fjölskylduna í ráð- herratíð minni af því pólitíkin get- ur aldrei verið hlutastarf. Það sættu sig allir við það á sínum tíma og gerðu sér grein fyrir því að þann dag sem ég varð ráðherra þá gat ég litlu öðru sinnt en því starfi. Alla daga vikunnar var þéttskipuð dagskrá hjá mér, þannig er einfald- lega vinna ráðherra. Ég átti auðvit- að frí á aðfangadag og jóladag en annan í jólum var ég farin að huga að vinnunni. Ég hef ekki undirbú- ið jólin í 10 ár og ég hlakka því til að undirbúa þau þetta árið. A Al- þingi hefur alltaf verið mest að gera fýrir jólin, þá er tími fjárlaga og sérstaklega sem heilbrigðisráð- herra var annasamt því heilbrigðis- og tryggingamálin eru stærsti hluti fjárlaga. Ég kom því alltaf heim á Þorláksmessu örþreytt því er það tilhlökkunarefni fyrir mig að verða þátttakandi í jólaundirbúningi á heimilinu nú í ár. Síðan ég hætti hef ég getað gefið fjölskyldunni tímann sem ég stal af þeim á með- an ég var ráðherra. Að lokum, hvemig líst þér á pólitíkina í dag? - Það er við nóg að glíma fyrir þá sem í stafni standa. En mér líst bara vel á þetta. Upp til hópa er þetta sterkt lið sem að ríkisstjórn- inni stendur. Stjórnmálamönnum líst alltaf svo rosalega illa á pólitík- ina eftir að þeir eru hættir, en ég er ekki komin á það stig“. erþ Hótel Glymnr Hvalfjarðarströnd Villíbráðarhlaðborð jólasveinsins • Síldarsena • Ristuð risahörpuskel • Laxatríó • Ostagratíneraðar gellur • Lynglegíð lamb • Sleðadregíð hreindýr Villitryppafile Kryddlegnar svartfuglsbringur Hólsfjallahangikjöt Puruklædd svínasteik Fylltar kjúklingarúllur Eftirréttagallerí að hætti Glyms - Verð fyrir eínstakling 3.600 kr. Borðapantanir í síma 430 3100 Þorláksmessa: Skötuveísla að hætti Strandamanna Sjón er sögu ríkari - vertu velkomin sími 430 3100, símbréf 430 3101, gsm 899 9358 www.hotelglymur.is info@hoteIglymur.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.