Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 aálfiounu^i IA á toppnum í annarri deild Bensínlausir Borgnesingar - kafsigldir í 4. leikhluta gegn Þór á Akureyri Það sameinuðust tvær grýlur þegar Skallagrímsmenn héldu til Akureyrar til að spila gegn Þórs- urum í 32ja liða úrslitum bikar- keppni KKI í síðustu viku. Ann- ars vegar bikargrýlan og hins vegar Akureyrargrýlan. Skalla- grímur hefur aðeins unnið 3 leiki af þeim 11 sem þeir hafa spilað gegn úrvalsdeildarliðum í bikar- keppninni síðan 1992. Sama töl- fræði er uppi á teningnum þegar skoðaðir eru leikir Þórs og Skallagríms á Akureyri í úrvals- deild ffá upphaíi. Grýlur þessar virtust ekki gera vart við sig í upphafi leiksins á Akureyri síðasta fimmtudag. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þó svo að heimamenn hefðu alltaf yfirhöndina. Þórsar- ar leiddu í leikhléi með 8 stigum. Það virtist allt stefha í spennandi leik í upphafi þriðja leikhluta þegar Borgnesingar minnkuðu muninn í 2 stig 72-70. Allur kraftur virtist hins vegar úr Sköllunum í lokin var sem þeir hefðu ekki kraft til að standa í norðanmönnum undir lokin og sigldu Þórsararnir ffam úr og höfðu í lokin 114-93 sigur. Hlynur gerði 27 stig og Larry Florence 26 stig. Hún var því ekki löng dvöl Borgnesinga í bik- arkeppninni þetta árið og geta þeir nú lagt allan sinn kraft í deildarkeppninar. R.G Eins og fram kom í Skessu- horni fyrir skömmu síðan er Vest- urlandsriðillinn í 2. deild karla í körfuknattleik á fullu og hafa far- ið ffam nokkrir leikir síðan síðast var greint frá. Meðal úrslita má nefna að Grundfirðingar hafa lagt Hrafnaflóka og Reyni Hellissandi en tapað fyrir IA C og Hrafinaflóki lagði Skallagrím C. Kempurnar í C liði Skallagríms lögðu svo ÍA C 89-66 á föstu- dagskveldið í Borgarnesi 89-66 þar sem Egill Örn Egilsson gerði 38 stig fyrir Skallana og var sjóð- andi heitur. Þess má geta að Skagamenn söknuðu sárt Elvars Þórólfssonar og Trausta Freys Jónssonar sem léku ekki með að þessu sinni. Staðan í riðlinum er annars þessi: Nr. Félag Leik U T Stig Stig 1. ÍAC 5 4 1393:353 8 2. Grundarfi. 5 4 1357:321 8 3. Reynir H 4 1 3253:270 2 4. HHF 4 1 3224:244 2 5. Skallagrímur C 4 1 3236:275 2 Birgir Leifur úr leik Birgi Leifi Hafþórssyni tókst ekki að tryggja sér þátttökurétt á evrópsku mótaröðinni á lokaúr- tökumótinu sem lauk á Spáni á mánudaginn. Birgir lék holum- ar 108 á 429 höggum eða þrem- ur höggum undir pari vallarins. Þeir kylfingar sem tryggðu sér þátttökurétt í Evrópumótaröð- inni léku á 5 höggum og fleiri undir pari vallarins. Birgir hóf keppni á loka- hringnum mjög vel og lék fyrri 9 holurnar á 2 höggum undir pari. Fékk fugl á 5. og 7. braut. En síðan fór að halla undan fæti og tapaði Birgir Leifur höggumun tveimur þegar hann fékk skolla á 10. og 11. braut og á þeirri 13. varð hann að taka víti og fékk fyrir vikið skramba, þ.e. lék hana á tveimur höggum yfir pari. Birgir Leifur fékk fúgl strax í kjölfarið á 14. braut en þar við sat og síðustu 4 holurnar lék hann á pari. Birgir Leifúr sagði í samtali á golf.is að slæmar á- kvarðanir og lánleysi á loka- hringnum hefði komið homun í koll. „Ég held að hugarfarið hjá mér breytist meira en nokkuð annað þegar ég fer í úrtökumót. Þá er eins og ég líti öðmm aug- um á keppnina og taki sjaldnar áhættu,“ sagði Birgir Leifur. Birgir mun, þrátt fyrir þetta bakslag, hafa nóg fyrir stafúi á næsta ári þar sem að hann mun keppa í áskorendamótaröðinni. HJH Olafur til Bolton Ólafur Þórðarson, þjálfari IA, heldur á föstudaginn tíl Bolton á Englandi þar sem hann mun fylgjast með æfingum liðsins. Með honum í för verður Aðal- steinn Víglundsson fyrram að- stoðarmaður hans hjá ÍA og Fylki, núverandi þjálfari Fylkis. Koma þeir félagar tíl með að dvelja í Bolton í fimm daga hjá fyrirliða liðsins, Guðna Bergs- syrú. Ólafur sagði að ferðin væri fýrst og síðast ætluð til að fá hug- myndir við þjálfunaraðferðir og vonandi mundi hún nýtast hon- um við þjálfun Skagaliðsins. Vel varið hús með klæðningu frá BORGARNES STÁL Borgamesstálið skipar nú traustan sess sem klæðningarefhi á þök og veggi utanhúss og prýðir fjölda bygginga um land allt. Boigamesstálið er fáanlegt í möigum gerðum: Litaðstál Galv. stál Alu/inkstál Gataðstál ■ Plastísol stál Á1 Litaðál 0,4-0,6min 0,6 - 0,7 mm 0,6-0,7 mm 0,5 mm 0,5 - 0,6 mm 0,7-0,9 mm 0,7 mm Vímet hf. hefur gefið út aðgengilegt rit, Veðurkápuna, þar sem fjallað er um stálklæðningar og val á þeim, uppsetningu og viðhald. VIRNET Borgarbraut 74 - 310 Borgamesi Sími 437 1000 - Fax 437 1819 Netfang: vimet@vimet.is Heimasíða: www.vimet.is BÁRUSTÁL OG KANTSTÁL

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.