Skessuhorn

Eksemplar

Skessuhorn - 29.11.2001, Side 1

Skessuhorn - 29.11.2001, Side 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDl - 48. tbl. 4. árg. 29. nóvember 2001___Kr. 250 í lausasölu Verkalýðsfélagi Akraness stefiit „Botna ekki í þessu máli, “ segir Hervar Gunnarsson formaöur Vilhjálmur Birgisson, stjórnar- maður Verkalýðsfélags Akraness, hefur stefnt félaginu í ljósi þess að honum hefur verið meinaður að- gangur að bókhaldsgögnum fyrir árin 1997-1999. Málið verður dóm- tekið 4. desember nk. Vilhjálmur sagði í samtali við Skessuhorn að það væri honum gjörsamlega óskilj- anlegt hvers vegna hann fengi ekki að sjá þessi gögn. „I ljósi þeirrar ó- ráðsíu í rekstri VLFA sem hefur ver- ið að koma upp á yfirborðið að und- anfömu tel ég mig aðeins vera að sinna þeim skyldum mínum sem að- alstjómarmaður að hafa eftdrlit með rekstri skrifstofunnar eins og lög fé- lagsins kveða á um. Eg er ansi hræddur um að þau bókhaldsgögn sem ég er að óska eftir komi til með að sýna svart á hvítu þá vanrækslu sem átt hefiir sér stað innan félags- ins.“ Vilhjálmur er ekki í nokkrum vafa um að hann fái þessi gögn í hendurnar enda sé Verkalýðsfélag- inu ekki stætt á öðm. Nýverið gerði VLFA og Akraneskaupstaður leigu- samning mn hæð Verkalýðsfélagsins til næstu 15 ára en fýrirhugað er að eldri borgarar komi tdl með að hafa afhot af húsnæðinu. Akraneskaup- staður leigir húsnæðið fyrir rétt rúmar 2,2 milljónir á ári eða 186 þúsund krónur á mánuði. Vilhjálmur telur að þessi leigusamningur krefj- ist ffekari útskýringa. „Eg tel að þarna sé VLFA erm og aftur að verða af miklum fjármunum. Ef húsnæðið yrði selt fengjust um 36 milljónir fyrir það. Avöxtunin á þeirri upp- hæð, á þeim vaxtakjömm sem við höfúm í Búnaðarbankanum, yrðu allt að fimm milljónum á ári. Vegna fyrirsjáanlegs húsnæðisleysis VLFA hyggst félagið kaupa hús á tæpar sjö milljónir og eyða um 3-5 milljónum í endurbætur á því. Þetta mál tel ég að verði að skoða betur“, sagði Vil- hjálmur. Vinnumiðlunin í skoðun Það er ekki aðeins úr einni átt sem spjótin standa að Verkalýðsfélagi Akraness því nú hefúr Sveinafélag málmiðnaðarmanna á Akranesi ráð- ið sér lögfræðing til að fara yfir bók- haldsgögn er varða samrekstur Vinnumiðlunarinnar. Hermann Guðmundsson, formaður Sveinafé- lagsins, segir að margt í rekstri Vinnumiðlunar krefjist frekari út- skýringa. „I fyrsta lagi er það málefni trúnaðarmannsins sem ráðinn var til starfa hjá Norðuráli. Við teljum ekki eðlilegt að kostnaður við þennan starfsmann skuli vera bókfærður í rekstri Vinnumiðlunar þar sem að fleiri stéttarfélög, en þau sem koma að rekstri Vinnumiðlunar, standa að ráðningu þessa trúnaðarmanns. Einnig höfum við skrifað VLFA bréf þar sem við viljum að umsýslugjöld vegna Vinnumiðlunarinnar fari í gegnum bókhald miðltmarinnar en ekki bara hjá Verkalýðsfélaginu.“ Snýst ekki um hagsmuni félagsins Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í samtali við Skessuhorn að hann harmaði þá leið sem Vilhjálmur hef- ur kosið að fara í þessu máli, því hingað til hefur ekki staðið á því að stjórnarmenn hefðu aðgang að gögnum vegna mála sem þeir vildu skoða sérstaklega. „Umræddur stjómarmaður bar fram þá tillögu að honum yrði falið að skoða þau bók- haldsgögn sem um ræðir en það var fellt á stjórnarfundi. I raun og vem hefur aldrei komið skýrt ffarn í máli Vilhjálms hvaða gögnum hann óskar eftir og því erftitt að verða við bón hans“. Aðspurður um þá gagnrýni Vilhjálms á húsnæðismálum VLFA, sagði Hervar að stjórn félagsins hefði farið yfir þau mál og vom þeir á öndverðu meiði við Vllhjálm. Mik- ils óróa hefúr gætt innan raða VLFA undanfarið ár og má greina það á Hervari að hann sé orðinn þreyttur á þessum deilum. “Eg hef það á tril- frnningunni að þessar erjur snúist ekki lengur um hagsmurú VLFA heldur miklu ffekar um einstakar persónur. Eg er allavega löngu hætt- ur að botoa í þessum málum.“ HJH Eyrarsveit verður Grund- arfjarðarbær Laugardaginn 24. nóvember sl. fór fram kosning í Grundarfirði um nýtt stjórnsýsluheiti í stað sveitarfélagsins Eyrarsveitar. Kosið var um eftirfarandi stjórn- sýsluheiti: Grundarfjarðarbær, sem hlaut 133 atkvæði eða 51,95 prósent, og Sveitarfélagið Grundarfjörður, sem hlaut 119 atkvæði eða 46,48 prósent. A kjörskrá vom 565 en atkvæði greiddu 256 eða 45,3 prósent. Auðir og ógildir kjörseðlar vom 4 eða 1,56 prósent. Samkvæmt ákvörðun sveitarstjómar er niðurstaða atkvæðagreiðslunnar bindandi fyrir sveitarstjóm. A grand- velli niðurstöðu kosninganna verður jafnfram breytt samþykktum sveitarfé- lagsins á þá leið að sveitarstjóm breyt- ist í bæjarstjórn, byggðaráð í bæjarráð og sveitarstjóri verður bæjarstjóri. Stefnt er að hafa fyrri umræðu um breytingar á samþykktum í desember og síðari umræðu í janúar. Af gefhu tílefni vill settur sveitar- stjóri, Eyþór Bjömsson, taka ffam að breyting stjómsýsluheitis hefúr ekki á- hrif á notkun örnefúa. Ibúar í kaup- túninu munu þannig áfram búa í Grandarfirði og íbúar sveitarinnar í Eyrarsveit. Grundarfjörður mun hins vegar koma í stað Eyrarsveitar í nöfú- um stofnanna þeirra sem ekki hefur þegar verið breytt s.s. eins og Grunn- skólinn í Gmndarfirði og Tónlistar- skóli Grundarfjarðar. smh Dalabyggð styður félag um einkafjámiögnun vega Sveitarstjórn Dalabyggðar sam- þykkti á fundi sínum síðasliðinn þriðjudag, að sveitarfélagið skyldi gerast einn stofnenda væntanlegs hlutafélags um einkafjármögnun samgöngumannvirkja, sem m.a. á- formar að kanna möguleika á að ráð- ast í einkafjármögnun vegar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arn- kötludal og Gautsdal. Enn sem komið er hefur hinsvegar ekkert sveitarfélaganna á Vestfjörð- um tekið afstöðu til þátttöku í vænt- anlegu félagi. Stofnfundurinn er fyr- irhugaður 1. desember n.k. í ráðhúsi Bolungarvíkur. Nú er hcegt aðfá tír því skorið á óyggjandi hátt hvortþað er mikií loft í íhúum Snæfellsbiejar en í síðustu vikufékk heilsugœslustöðin í Olafivík fullkominn lungnamœli að gjöffrá Loftfélaginu, áhugafóki um öndun, og Glaxo SmihtKline. Það var bæjarstjórinn í Snæfellsbæ, Kristinn Jónasstm, sem prufukeyrði lungnamælinn. Niðurstaðan varð sú að Kristinn var talinn vera í ágætu ásigkomu- lagi. Mynd: PJ Tilboð 499 kg. 399 kg. 599 kg. 199,- Nautahakk Kindahakk Ýsuflök -frosin Kartöflur 2 kg. 29. nóvember tií 2. des

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.