Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 29.11.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 29.11.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kírkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is smh@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is Útgefondi: Tíðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og ábm: Gísli Einarsson 892 4098 Blaðamenn: Sigrún Kristjánsd., Akranesi 862 1310 Sigurður Már, Snæfellsn. 865 9589 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Prófarkalestur: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir Umbrot: Guðrán Björk Friðriksdóttir Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið át í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en kránur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Smára- lind Gísli Einarsson, ritstjóri. Eitt af vandasamari verkefhum sem ég tek að mér, og þá ekki nema tilneyddur, er að kaupa inn til heimliisins. Breytir þá engu hvort um er að ræða matföng, álnavöru eða hverskonar gögn og gersemar aðr- ar. Þessar aðgerðir kalla yfirleitt á mikil heilabrot og þegar ég þarf að hugsa, sem er sem betur fer ekki oft, þá kallar það á umtalsvert svig- rúm. Eg er alinn upp við að versla í mínu kaupfélagi eða hjá kaupmann- inum á hinu horninu og þar hef ég yfirleitt fengið næði til að stunda mín innkaup í friði.Þar hef ég fengið allt það athafnafrelsi sem ég hef þurft á að halda og verið auðsýnd tillitssemi í hvívema. Því vil ég helst hvergi annarsstaðar versla en á heimavelli þar sem ég finn til ör- yggistilfinningar. Það er hinsvegar þannig með mína konu eins og flestar aðrar kon- ur að það er ekki hlaupið að því að gera henni til hæfis og endrum og sinnum kemur fyrir að hún girnist eitthvað sem ekki er til í kaupfé- laginu eða hjá kaupmanninum og þá er ég undantekningarlaust send- ur af stað suður í Reykjavíkurhrepp með innkaupalistann. I verslunarmiðstöðvum Reykjavíkurhrepps gilda önnur lögmál en í minni heimasveit þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir. I verslun- arffumskógi höfuðborgarinnar er það spurning um að drepa eða vera drepinn, éta eða vera étinn, þar er það auga fyrir auga, tönn fyrir tönn og engin griður gefinn. Þar er hvorki rými né næði til athafna og eina hugsunin sem kemst að er að sleppa lifandi í burtu. Satt að segja hef ég oftar en ekki verið hætt komin. Meðal annars varð ég einu sinni fyrir barðinu á boldangskerlingu úr Breiðholtinu sem beitti sér af alefli til að ná í síðasta pakkann af ollveis ultra í Bónusi að hún ók troðfullri innkaupakerrunni á ólöglegum hraða á mig aft- anverðan með þeim afleiðingum að ég skall á grústskítugu búðar- gólfinu. Eg þurfti að beita allri þeirri karlmennsku sem ég hafði yfir að ráða til að standa aftur á fætur en áður höfðu þrjár gildvaxnar hús- mæður úr Grafarvogi hlaupið yfir mig endilangan. Minnugur þessara hremminga og margra annara sem hér yrði of langt mál að telja var það með hálfum huga sem ég fór í hina nýju verslunarmiðstöð, SmáraLind í Kópavognum. Eg átti að sjálfsögðu von á að þurfa þar að berjast fyrir lífi mínu rétt eins og annarsstaðar en konuna langaði í nýjan uppþvottabursta og ýmislegt annað smá- legt þannig að ég harkaði af mér. Það kom hinsvegar á daginn að þessi nýja sjoppa var svarið við öll- um mínum bænum. Loksins er komin verslunarmiðstöð bara fyrir mig. Þúsundir fermetra handa mér einum, nægt rými til ígrundunar og athugunar og ekki köttur á kreiki til að trufla hjá mér einbeiting- una. Hvar sem ég fór um þetta flæmi var samstundis kominn hópur af starfsfólki mér til aðstoðar enda greinilega langt síðan þarna hafði sést til mannaferða. Eg gat hreinlega ekki hugsað mér betri aðstæð- ur og það jaðrar hreinlega við að ég hafi losnað við mína krónísku verslunarfælni. Eg velti því að vísu fyrir mér hvort það sé arðbært að byggja og reka verslunarmiðstöð af þessari stærðargráðu handa mér einum og þótt ég hafi verslað fyrir umtalsverðar fjárhæðir í þessari einu ferð, svona miðað við mín fjárlög, þá er ég ekki viss um að það hrökkvi al- veg til að greiða laun og allan annan kostnað. Það er hinsvegar ekki mitt vandamál og ég hvet eindregið til að byggðar verði fleiri slíkar versunarmiðstöðvar því ekki þætti mér verra að hafa einkamagasín til skiptanna næst þegar ég fer í bæinn. Gtsli Einarsson, innkaupastjóri Um helgina má segja að sést hafi fyrsti vísirinn að vetri en þá setti nokkurn snjó um allt land. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerð- irmi spilltist færð víða á Vestur- landi um og effir helgina. Bratta- brekka lokaðist í gær (þriðjudag) en búist var við að hún yrði opnuð aftur í dag. Uxahryggjaleið er ófær og verður ekki opnuð fyrr en í vor. Þá var þungfært um Svínadal og Fellsströnd í Dölum en þar var rutt í morgun. Einnig var þæfings- færð í uppsveitum Borgarfjarðar og í Hvalfirði í gær en allar aðal- leiðir hafa nú verið ruddar að sögn Vegagerðarinnar. GE Þótt snjórinnfari óneytanlega í taugamar á mörgum vegfarendum þá vekur hann gleði hjáyngri kynslóíinni sem tekur þá fram sín samgöngutæki sem eru sérhónnuí fyrir vetr- arferðina. Mynd: smh Osætti með skipulag Mastæða við Skarðsbraut Birgir Elínbergsson, íbúi við Skarðsbraut 4, skrifaði nýverið bæj- arstjórn Akraness bréf þess efnis að hann væri ekki á eitt sáttur með bílastæðamálin í kringum húsið sitt. Birgi þykir bæjaryfirvöld ekki hafa staðið vel að skipulagningu bíla- stæðanna þegar íbúðarhúsin við Garðabraut 3-5 voru byggð fyrir nokkrum árum, en húsin standa gegnt húsi Birgis. Skipulagsnefnd Akraness ákvað fyrir nokkru að að- eins væri leyfilegt að leggja öðru megin gömnnar og því hefur á- sóknin í auðu stæðin fyrir framan hús Birgis aukist mjög. I samtali við Skessuhorn sagði Birgir að eftir að nýju húsin voru byggð hefur hann átt í miklum erfiðleikum með að fá stæði fyrir framan húsið sitt. „Þar sem að innkeyrslan að bílskúrnum hjá mér er mjög stutt stendur bíll- inn minn hálfur útá gangstéttina þegar ég legg bílnum í stæðið. Eg hef því notast við stæðið sem er beint fyrir utan húsið hjá mér. Þau stæði eru núna sjaldnast auð og því hef ég þurft að leggja bílnum mín- um drjúgan spöl frá heimili mínu og það finnst mér mjög bagalegt“. Birgir segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hann aflaði sér hjá Skipulagsstofhun Ríkisins séu bílastæðamálin við Garðabraut 3-5 ekki bara í ólestri heldur hugsan- lega líka lögbrot. „Þeir hjá Skipu- lagsstofnun sögðu mér að við bygg- Á hluthafafundi sem haldinn var í Islenska járnblendifélaginu hf. að Grundartanga þriðjudaginn 27. nóvember sl. var ákvörðun tekin um að lækka hlutafé úr 1.762.900 í 440.720.000. Á stjómarfundi Jám- blendifélagsins á Grundartanga sama dag var tekin sú ákvörðun að hækka hlutafé félagsins um kr. 650.000.000 að nafhvirði eða úr kr. 440.720.000 í kr. 1.090.720.000 og að hlutabréfin yrðu seld á genginu 1,0.1 ákvörðun stjómar kemur ffam að hlutafjárhækkonin sé framkvæmd í þeim tilgangi að bæta eiginfjár- stöðu félagsins. I kvöldfréttum Rík- isútvarpsins sjónvarps á þriðjudags- kvöld var greint ffá því að ríkið hefði ákveðið að kaupa tilskilin ingu íbúðar sem er að grunnfleti stærri en 80 fm beri að reikna með tveimur bílastæðum fyrir íbúðina. Ibúðimar við Garðabraut 3-5 em alls átta talsins og allar yfir 100 ffn að stærð. Það em hinsvegar ekki nema 10 bílastæði fyrir þessar íbúð- ir en ættu samkvæmt lögum að vera 16. Ef mínar heimildir era réttar þá standast ekki þær fullyrðingar bæj- arstjórans að bílastæðamál innan lóðar héma séu eftir settum reglum en það sagði hann mér í bréfi sem hann skrifaði mér“. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sagði að það væri ekki venjan að leita eftir áliti einstakra íbúa þegar kemur að skipulagsmálum bæjarins. „ Bæjar- ráð vísaði erindi umrædds aðila til hlutabréf í fyrirtækinu að upphæð kr. 80.000.000 til að vemda hlut þess í fyrirtækinu og koma þannig í veg fyrir að norska fyrirtækið Elkem gæti eignast 75 % hlut í fyrirtækinu og gæti þar með gert það sem það vildi við fyrirtækið. Rekstur Járn- blendifélagsins á Grundartanga hef- ur gengið erfiðlega að undanfömu og kom ffam í viðtali við iðnaðar- ráðherra, Sólveigu Pétursdóttur, í Ríkissjónvarpinu að hún hafi óttast það á tímabili að verksmiðjunni yrði lokað en Elkem hefur verið að loka sambærilegum verksmiðjum í Nor- egi. Sagði ráðherra að þetta hefði því verið mikilvægur varnarsigur í því að halda rekstri fyrirtækisins á- fram. smh skipulagsnefndar sem taldi að rétt hefði verið staðið að öllum málum við skipulag þessa reits. Því telja bæjaryfirvöld ekki ástæðu til að að- hafast frekar í málinu að svo stöddu.“ Birgir hyggst hinsvegar ekki láta þar við sitja og hefur feng- ið sér lögfræðing til að fara yfir málið með sér. HJH Betri afla- brögð á Vesturlandi Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var alls staðar aukning á lönduðum afla á Vesturlandi nema í Stykkishólmi miðað við sama tíma í fyrra. Mesta hlut- fallsaukningin er á Arnarstapa en í byrjun nóvember hafði þar verið landað 2.534 tonnum en á sama tíma í fyrra 1.158 tonnum, en það er um 119 % aukning. I Ólafsvík hafði 16.458 tonnum verið landað en 12.715 í fyrra. Á Akranesi höfðu 112.575 tonn borist á land á fyrstu tíu mánuð- um ársins en í fyrra vom það 94.520. Á Rifi vom komin 10.140 tonn á land um sl. mán- aðarmót en á sama tíma í fyrra 8.093. f Gmndarfirði var aukn- ingin rúm 1.100 tonn eða 11.643 í fyrra á móti 12.803 núna. Að sögn Bjöms Arnaldssonar, hafnarstjóra í Snæfellsbæ, er skýringin á þessari aukningu er helst í aukin umferð um hafn- irnar á Vesturlandi og almennt góð aflabrögð. smh Vamarsigur fyrir Grundartanga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.