Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 29.11.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 29.11.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER 2001 SlESSlMölíM Það er ekki oft sem snjó festir lengi á Akranesi ogþessir kátu krakkar œtluíu svo sannarlega ekki að missa af tækifierinu til að njóta stundarinnar í snjónum. Myndin er tekin í einni afifáum brekkum Skagamanna við Suðurgötuna. HJH 1 Verkalýðsfélag Akraness AÐALFUNDUR Verkalýdsfélag Akraness boðar til aðalfundar þriðjudaginn 4. desember 2001 að Kirkjubraut 40,3. hœð. Fundurinn hefst kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru, samkvæmt lögum félagsins, eftirtalin málefni: 1. Skýrsla stjómar fyrir liðið starfsár. 2. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár. 3. Lýst undangengnum kosningum stjómar og endurskoðenda. 4. Laga- og reglugerðabreytingar sem fyrir kunna að liggja. Tillaga um breytingu á reglugerð Sjúkrasjóðs. 5. Kosningar sem fram þurfa að fara á aðalftmdi. Kosning stjómar Sjúkrasjóðs Kosning stjómar Orlofssjóðs Kosning Kjörstjómar 6. Ákvörðun félagsgjalda. 7. Önnur mál. Ársreikningar félagsins vegna ársins 2000 liggja frammi á skrifstofu félagsins til skoðunar fyrir félagsmenn. Þeim sem óska eftir frekari upplýsingum úr ársreikningi er bent á að snúa sér til skrifstofú félagsins fyrir aðalfundinn, þannig að unnt sé að veita tæmandi svör á fundinum sjálfum. Sljórn VLFA HÝIR TÍMAR NÝ TÆKIFÆRI Framsóknarfélögin í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu boða til opins stjórnmálafundar í Hótel Borgarnesi þriðjudagskvöldið 4. desember n.k. kl. 20,30. Cestir fundarins verða Guðni Ásústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins oq Magnús Stefánsson alþinsismaður. Stjórnir Framsóknarfélaganna Ólafsvík Vfkhættír Tækja- og tölvubúðin í húsnæðið Um síðustu mánaðamót hætti verslunin Vík rekstri en hún var elsta verslunin í Olafsvík. Það voru þeir Vigfús Vigfússon og Stefán Jóhann Sigurðsson sem hófu rekstur verslunarinnar á rúst- um Kaupfélagsins Dagsbrúnar í gamla pakkhúsinu árið 1968.1 upp- hafi versluðu þeir með bygginga- og útgerðarvörur í samstarfi við fyrirtækin Völund og Ellingssen. Árið 1971 var hafist handa við að byggja húsnæðið að Ólafsbraut 19 og flutti verslunin Vík þangað þeg- ar húsið var fullbyggt. Leiðir skildu með þeim Stefáni og Vigfúsi en Vigfús hélt áfram rekstri verslunar- innar. Samfara því að hægðist um í byggingariðnaði á svæðinu hóf Víkin að selja fleira en útgerðar- og byggingavörur. Til viðbótar var nú hægt að fá búsáhöld og fatnað og var það þannig allt þar til verslunin hætti í októberlok sl. Nú hefur Tækja- og tölvubúðin flutt í húsnæði Víkur og lokað fyrr- um húsnæði sínu sem var staðsett í sömu húsalengjunni. Að sögn Þrastar Kristóferssonar, eiganda Tækja- og tölvubúðarinnar, er hið nýja húsnæði mun stærra og betra en það fyrra og ánægjulegt að svona verslunarrekstur skuli eiga sér viðreisnar von þrátt fyrir sam- dráttartíma víðast hvar. smk Grundarbrautin opin Nú er framkvæmdum við Grundarbraut í Ólafsvík að ljúka. Steypuvinnu er því sem næst lokið og einungis eftir að steypa fáeinar tengingar við þvergötur og gang- stéttir. Er þá íbúum í nágrenni Grundarbrautar stórum létt því stórtækar framkvæmdir við götuna síðan í sumar hafa raskað mjög samgöngum í þessum bæjarhluta Ólafsvíkur, en sem kunnugt er hafa framkvæmdir dregist nokkuð á langinn frá því sem gert var ráð fyr- ir í upphafi. smh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.