Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 29.11.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 29.11.2001, Blaðsíða 7
§!ÍSSS1IH©BKI FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER 2001 7 Lognið á undan storminum Ég er veður- tepptur. I dag ætlaði ég að bregða undir mig betri barðanum, leggja land undir hjól og renna í höfuðstaðinn. Þetta hefði orðið svokölluð bissnissferð, því ég ætlaði ég að kynna vefþjónustu okkar völdum höfuðstaðarbúum og gera við þá feita sölusamn- inga. Það er allt klappað og klárt, búið að plægja akurinn með símtölum og tölvupósti og ég er bókaður á þremur stöðum. En ég er veðurteppt- ur. Nú spyr hver sig: Hvað er maðurinn að kvarta? Býr hann ekki á ísa köldu Islandi? Hann hlýtur að vita að hér er allra veðra von. Stormar og stór- hríð með 30 nývindstiga norðanbyl og kafaldskófí bresta hér á öðru hverju og þá fara menn einfaldlega hvergi. En hér er hvorki hríð né bylur. Hér sit ég, veðurteppt- ur, og horfi út um gluggann minn á sólina speglast í logn- kyrrum Borgarfirðinum. Það er einmunablíða og brakandi þurrkur. Hvert sem litið er. Gott ef þetta eru ekki kýrnar í Borgarhreppi í heilsubótar- göngutúr úti á túni, sem ég sé bregða fyrir í fjarska! Veðurstofan spáði aftaka- veðri í gærkvöldi. Spáði er reyndar ekki rétta orðið. Maður spáir t.d. ekki því að sól rísi í austri eða að skírdag beri næst upp á fimmtudag. Þegar atburðir í framtíðinni eru svo óhrekjanlega öruggir þá spáir maður þeim ekki, maður segir bara að svona verði þetta einfaldlega. I gær- kvöldi sagði verðurstofan að í dag yrði einfaldlega mann- skaðaveður, enda væri lægð ein allferleg á austurleið að- eins fáeinar rastir undan Snæ- fellsnesi. Halaveður þetta átti reyndar að skella á fljótlega eftir mið- nætti. Nú þegar ég vaknaði kl. 7 í morgun eins og minn er siður, spratt ég á fætur, dró frá og leit til veðurs, eins og ég hef lengi haft fyrir fastan sið kl. 7 á morgnana. Það kom mér á óvart að sjá engin um- merki óveðursins, en þegar ég kveikti á útvarpinu komst ég að því að lægðin ógurlega væri enn væntanleg, hún hefði bara tafist lítillega á leið sinni. En væri alveg að koma og þá á fullum krafti. Þessi lýsing minnti mig svo mikið á yfirlýsingar Davíðs um komandi góðæri að mér var skapi næst að taka ekkert mark á henni, en þegar yfir dundu tilkynningar frá skól- um allt í kringum mig og reyndar úr öllum landshorn- um, gott ef ekki Þórshöfn í Færeyjum og Leirvík á Hjaltlandi líka, þá skynjaði ég að hér var alvara á ferðum. Ég lagði því litla bílnum mínum í öruggt skjól fjarri húsinu og fékk far með Þór í vinnunna, því hann er á stór- um og miklum upphækkuðum jeppa sem ætti að skila okkur tiltölulega heilum til vinnu og heim aftur. Fyrir vikið er ég bíllaus sjálfnr. Dóttirin liggur í sólbaði úti í garði heima, því kennsla var felld niður í Kleppjárns- reykjaskóla og konan er að hita útigrillið fyrir börnin í leikskólanum. Kötturinn er úti að elta fiðrildi. Það gerir kötturinn ekki oft því köttur- inn er hreinræktaður inni- köttur og allt of verðmætur til að kássast utandyra. Sjálfur sit ég hér í blíðunni í Borgarnesi og horfi á sólina speglast í lognsléttum Borgar- firðinum meðan ég hringi í völdu höfuðstaðarbúana sem ég ætlaði að hitta í dag. Ég geri ekki sjálfum mér, þeim eða fyrirtækinu það að segja sannleikann. Ég lýg að þeim að ég sé veðurtepptur. Þessir Reykvíkingar halda hvort eð er allir að það sé alltaf brjálað veður úti á landi. Sem betur fer. Bjarki Már Karlsson opnunartimar: món - fim kl. 10-18 föstudogo kli 10-19 lougordogQ kl. 10-14 hyrnutorgi - borgornesi - 437 1707

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.