Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 29.11.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 29.11.2001, Blaðsíða 9
SÍEgSSD’giOBKI FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2001 9 Skagamenn gefa út spumingaspil Flestir hafa eflaust heyrt eða séð nýjar auglýsingar þar sem verið að kynna nýja spumingaspilið Gettu betur. Það sem færri sjálfsagt vita er að útgáfa spilsins er í höndum tveggja Skagamanna. Þetta eru þeir Gunnar Smrla Hervarsson og Trausti Hafsteinsson, sem reyndar er ekki búsettur á Akranesi en á ætt- ir að rekja þangað. Eins og nafnið á spilinu gefur tdl kynna er uppsetning leiksins sótt smiðju spurninga- keppninnar sívinsælu þar sem fram- haldsskólar landsins etja kappi í út- varpi og sjónvarpi. Gunnar Sturla sagði í samtali við Skessuhom að þeir félagar hefðu einmitt fengið hugmyndina að spilinu þegar þeir vom að fylgjast með einum þættdn- um í sjónvarpinu. „ Við höfðum ver- ið að velta því fyrir okkur um tíma að gefa út einhverskonar spil. Áður en við ákváðum að gefa út CJettu betur spilið höfðum við skoðað nokkra möguleika áður en við dutt- um niður á þessa hugmynd. En fyr- ir um tveimur ámm síðan hófum við vinnsluna við útgáfu Gettu betur og nú loksins er það komið út.“ Fyrr- verandi spyrill úr sjónvarpsþáttun- um Gettu bemr, Illugi Jökulsson, semur spumingamar en þær em 2200 talsins. Líkt og í spuminga- keppninni hjá RÚV byggist spilið á þremur mismunandi gerðum af spumingum; hraða-, vísbendinga- og bjölluspumingum. Spilið er síð- an brotið upp með ýmsum aukareit- um þar sem menn geta færst ýmist fram eða aftur um reit eða reitd. Gunnar Sturla Hervarsson „Við vildum hafa spilið sem líkast því sem er að gerast hjá RÚV án þess að vera bara enn eitt spuming- aspilið. Þess vegna ákváðum við að bæta við þessum aukareitum en þeir em fyrst og síðast hugsaðir til þess að auka skemmtanagildi leiksins," sagði Gunnar. Þrátt fýrir að gerð spilsins sé í höndum Skagamanna þá er ekki hægt að kaupa það á Akra- nesi. „Nei, það er því miður rétt. Við gerðum samning við Baug um einkasölu á spilinu einfaldlega til að tryggja það að útgáfá spilsins væri möguleg. Kosmaður við gerð svona spils er töluverður og menn vom ffekar til í að setja í þetta fjármagn þegar ð þessir samningar við Baug vom í höfn.“ Spilið er selt í öllum verslunum Baugs að verslunum 10- 11 undanskildum eða í Hagkaup, Nýkaup og Bónus. Vefverslun Hag- kaupa selur einnig spilið. HJH Grunnskólinn á Hellissandi Safiiað jfyrir Danmerkurferð Tíundi bekkur Gmnnskólans á Hellissandi hyggur á Danmerkur- ferð næsta vor en það er árviss við- burður. Hafa krakkarnir, ásamt for- eldrum, trnnið að því að fjármagna ferðina síðan síðastliðið haust enda ferð af þessu tagi kostnaðarsöm. Krakkarnir hafa meðal annars tekið að sér sorphirðu hjá bæjarbúum og selt ýmisskonar vaming. Að sögn Ingveldar Ragnarsdóttur, farar- stjóra 10. bekkjar, hefur krökkun- um verið afar vel tekið af bæjarbú- um líkt og undanfarin ár. A sunnu- daginn 18. nóvember var kökubas- ar í Grannskólanum á Hellissandi og daginn eftir gengu krakkarnir í hús og seldu jólakort sem þau hafa sjálf unnið og jólakerti frá kerta- verksmiðjunni Heimaey. Næst- komandi sunnudag verður jólabas- ar í Röst á Hellissandi og verða krakkarnir þar með bás og ætla að selja fisk. smb Slykkishólmur Deloitte & Touche hf. lokar Um sl. mánaðamót ákvað stjóm Deloitte & Touche hf. á Islandi að loka bókhaldsskrifstofu fyrirtækisins í Stykkishólmi. Munu uppsagnir starfsmannanna tveggja taka gildi þann 1. desember nk. en skrifstofu Deloitte & Touche hf. mun þó verða lokað um næsm áramót. Að sögn Steinars Gunnarssonar hafa þau Ingunn Alda áhuga á að halda þjónustunni úti því þeim þykir döp- ur tdlhugsun að ekki skuli vera hægt að reka slíka bókhaldsþjónusm á skrifstofutíma í Stykkishólmi. „Við höfum fundið fyrir miklum áhyggj- um meðal viðskiptavina okkar með þessa þróun mála og þeir geta ekki hugsað sér að missa þjónustuna úr bænum. Við Ingunn Alda lítum á þetta sem viðurkenningu á störf okkar enda var þjónusta Deloitte & Touche í Stykkishólmi á mjög háu stigi. Ef við fáum smðning frá for- svarsmönnum fyrirtækja og félaga í Stykkishólmi þá mimum við gera ráðstafanir í því að halda áfram starfsemi, en gerist það ekki er starf- seminni sjálfhætt,“ segir Steinar. Að mati Steinars var þetta vanhugsuð á- Steinar Gunnarsson. kvörðun og útdbúinu hefði þurft að gefa meiri tíma. „Eg hefði viljað sjá hvað gerðist um áramótin því yfir- leitt em mesm hreyfingarnar á kúnnum í þessum geira á þeim tíma.“ Skrifstofa Deloitte & Touche í Stykkishólmi var opnuð í febrúar 2000, en fyrir vom skrifstofúr í Gmndarfirði og Olafsvík. Skrifstof- an í Stykkishólmi er önnur tveggja skrifstofa Deloitte & Touche á Is- landi sem lokar, hin var á Eskifirði. smh Ó< fýrar heimilistæki ? i 4 , VERSLUN ♦ MYNDBANDALEIGA ♦ VIÐGERÐARÞJONUSTA STHiHOLTl 23 ♦ AKRANESIS 430 2500 AFÞREYINGARDEIID S 430 2505 VERSLUN@HUOMSYN.IS Philco N1242X 1200 sn. - 5 kg. - ullarvagga - siikiþvottur - nandþvottur - tímaseinkun í 3-12 tíma. Algengt verð 59.995.- Okkar verð 54.995.- Nióttu jólanna við lestur meðan vélin vinnur Amerískur hvíldarstóll Ótrúlega þægilegur! (Pú veist ekki fyrr en þú hefur prófað!) Tau: 52.900, - Leður 79.900, - •VERZLUNI SfMI 431 2507 ILABRAUT ANESI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.