Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 06.12.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 06.12.2001, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANPI - 49. tbl. 4. árg. 6. desember 2001____Kr. 250 í lausasölu y Heitt í kolunum á aðalíundi Verkalýðsfélags Akraness Ásakanir um lygar, frammíköll og heitar umræður einkenndu fundinn Það varfullt tungl áfullveldisdaginn 1. desember þegar Skagamenn tendruðu jólaljósin á Akratorgi. Jólatréð kom eins og áðurfrá vinabæ Akraness í Danmörku, Tender, og skiptir nú litum á Akranesi, fánalitum íslenska þjóðfánans. Mynd: smh Dýrkeypt ofveiði krókabátanna Eitt og annað I blaðinu í dag er að finna nokkra nýja þætti sem ætlunin er að verði fastir liðir á næstunni. Tilgangurinn er sá að skapa meiri fjölbreytni og vonandi að gleðja geð okkar lesenda. Eldhúskrókurinn er einn þessara verðandi föstu liða en þar ríður á vaðið Flóki Kristinsson sóknarprestur með dýrindis súpu að indverskum hætti. I gegnum skráargatið sjáum við Elvu Margréti Ingvadóttur, kórstjóra. Tipparar vikunnar etja kappi auk þess sem lofi og lasti vikunnar er útdeilt á rétdátan hátt. Guðmundur Smári gagnrýnir „Við höfum lengi gagnrýnt þá þróun sem orðið hefur á kvótakerfinu síðustu ár og áratugi en það blasir við að fjöl- miðlar hafa verið uppteknari af því að vekja samúð með smá- bátaútgerðinni en að upplýsa þjóðina um að smábátaútgerð- in er að stórum hluta valdur að hróplegu óréttlæti innan fisk- véiðistjórnunarkerfisins á Islandi,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Guðmundar Runólfssqnar hf. í Grundarfirði. I viðtali við Guðmund Smára gagnrýnir hann andvaraleysi fjölmiðla, málfluming stjómmálamanna og varar við áffamhaldandi þróun á tilfærslu kvóta til handa krókabátum, ef ekki á illa að fara fyrir fjölmörgum sjávarbyggðum. Sjá bls. 5. Aðalfundur Verkalýðsfélag Akra- ness var haldinn sl. þriðjudagskvöld og eins og búist var við vora mikil átök á fundinum. Þrátt fyrir rúm- lega fjögurra tíma fund tókst ekki að ræða nema tvö mál, skýrslu for- manns og ársreikninga fyrir árið 2000. Þá var fundi frestað og kem- ur stjóm VLFA til með að boða til framhaldsaðalfundar fljótlega. Segja má að aðalfundur VLFA hafi í raun snúist um eitt, ásakanir Vilhjálms Birgissonar á hendur stjóm félagsins og formann þess. Það var greinilegt að fundargestir skipmst í tvær fylkingar: stjórn fé- lagsins og smðningsmenn hennar og andstæðinga formannsins Her- vars Gunnarssonar með Vilhjálm í broddi fylkingar. Fundurinn ein- kenndist af all snörpum skoðana- skipmm og ffammíköllum og má segja að fundarstjórinn hafi verið í svipuðu hlutverki og dómari í gróf- um knattspyrnuleik enda þurfti hann oft að grípa inn í þegar upp úr sauð. I kjölfar upphafsræðu Hervars Gunnarssonar á fundinum tók Vil- hjálmur til máls og talaði um þær orlofsgreiðslur formannsins sem Vilhjálmur vill meina að hafa verið fengnar án samþykki stjórnarinnar. Nokkrir félagsmenn tóku til máls og flestir sögðust þeir harma þær deilur sem eiga sér stað innan fé- lagasins. Sumir tóku þó dýpra í ár- ina sögðu Vilhjálm standa fyrir nið- urrifslu félagsins „og réttast væri að Villi og hans „klíka“ hypjuðu sig af fundinum og úr Verkalýðsfélag- inu“, eins og einn fundarmanna orðaði það. Uppffá þessum orðum má segja að fundurinn hafi verið í hálfgerðri upplausn og fundarsköp ítrekað virt að vettugi. Ræðumenn fengu sjaldnast ffið til að flytja sín- ar ræður þar sem að þeir vom sífellt truflaðir af framíköllum ýmissa fundarmanna. Köll eins og: „farðu nú að þegja" og „þetta er lygi“ vora orð sem mátti heyra undir mál- flutningi ákveðinna ræðumanna. * Oráðsía stjómar Endurskoðandi VLFA lagði ffam ársreikninga fyrir árið 2000 með þeim fyrirvara að enn á eftir að fara fram uppgjör á sameiginlegum kosmaði vinnumiðlunar o.fl. 1991- 1998. Vilhjálmur tók aftur til máls og talaði hátt í klukkustund. Fór hann vítt og breitt í málflumingi sínum og rifjaði upp fyrri ásakanir sínar um óráðsíu stjórnar og for- manns Verkalýðsfélagsins. Hann lagði fram gögn sem hann sagði sýna það svart á hvítu að þessir út- reikningar hjá honum á töpuðum vöxmm félagsins hafi reynst réttir og ítrekaði að félagið hefði orðið af rúmum 9,5 milljónum í vaxtatekjur. Sambærilegt við önnur félög Hervar Gunnarsson svaraði ásök- unum Vilhjálms í síðusm ræðu kvöldsins en rétt eins og hjá Vil- hjálmi talaði formaðurinn í dágóða stund. Hervar hélt því ffam í ræðu sinni að ávöxtunin á peningum fé- lagsins væri mjög sambærileg því sem gerðist hjá öðram stéttarfélög- um. Hæst hafi nafnávöxtun félags- ins farið í 7,5 % árið 1998 sem var með því hæsta sem gerðist. Það væri því ekki rétt hjá Vilhjálmi að VLFA hefði orðið af þeim pening- um sem að hann sagði félagið svo sannarlega hafa gert. Að lokinni ræðu Hervars fór Vilhjálmur affur í pontu og sagði formanninn ljúga að fundargestum. Sagði hann Jón Þór Hallsson löggiltan endurskoðanda félagsins hafa skrifað undir plagg þar sem hann staðfesti að nafná- vöxtunin hafi verið 4,38 fyrir árið 1998.“ Sem fyrr segir var fundi frestað og má fasdega búast við að áffam- verði heitt í kolunum innan verka- lýðsfélagsins. HJH VeitUuýCiSi 3 kjúklingaleggir a

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.