Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 06.12.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 06.12.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 Ófcigxir VE og Grund- arfjörður Ofeigur VE, sem fórst austur af Vestmannaeyjum aðfararnótt miðvikudagsins sl., hefur verið í nokkrum tengslum við Grundarfjórð á undanförnum árum og landað þar nokkuð reglulega. Mun Ofeigur VE hafa landað þar nokkuð stíft fyrir tveimur til þremur árum en síðast landaði hann í Grund- arfirði fyrir um tveimur vikum. Má því segja að hann hafi í gegnum tíðina verið nokkuð at- vinnuskapandi fyrir Grundfirð- inga. smh Englar og elskendur Málm- og glerlist í Norska húsinu Þann 28. nóvember sl. opn- aði Elínborg Kjartansdóttir, málmlistakona, sýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi. Elínborg er fædd í Reykjavík árið 1960 og lærði skartgripa- hönnun og myndlist í Chile. Hefur hún starfað sem hönn- uður og málmlistakona frá ár- inu 1989 bæði hérlendis og er- lendis og unnið að veggskúlpt- úrum, skartgripum, koparrist- um, glerlistaverkum og ýmsum nytjahlutum. Eru verk hennar í Norska húsinu flest helguð englum og elskendum í ýmsum myndum. Sýningin Elínborgar mun standa til 20. desember nk. smh Sjálfstæðismenn í Borgarbyggð undirbúa skoðanakönnun Guðrún og Helga berjast um efsta sæti listans Ljóst er að núvemdi bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins í Borgar- byggð, Guðrún Fjeldsted og Helga Halldórsdóttir munu keppa um efsta sætið á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en þær hafa báðar gefið kost á sér í fyrsta sætið. A aðalfundi fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélags Mýrasýslu sem haldinn var fimmtudaginn 29. nóvember sl. vom m.a. rædd framboðsmál fyrir komandi sveitarstjórnakosningar. A fundinum var samþykkt að fyrir- komulag yrði með þeim hætti að efnt yrði til skoðanakönnunar með- al félagsbundinna sjálfstæðismanna í Borgarbyggð, um það hverjir skipuðu 10 efsm sæti listans. Kosin var kjömefnd til að starfa með stjórn fulltrúaráðsins að undirbún- ingi kosninganna og er gert ráð fyrir að skoð- anakönnunin fari fram í byrjun janúar og að nið- urstaða liggi fyrir í lok þess mánaðar. „Skoðanakönnun sem þessi mun gefa mjög góða mynd að því hvaða fólk félagsmenn okkar vilja sjá í barátmsæmm næsta vor. Það em vel á annað hundrað manns Guirún Fjeldsted sem heimild hafa til að taka þátt í skoðanakönnuninni og þetta er mjög lýðræðisleg aðferð sem gefur fjölda fólks tækifæri til að koma að þessum undirbúningi. Fulltrúaráð- ið var einhuga um að fara þessa leið,“ sagði Oðinn Sigþórsson for- maður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- Helga Halldórsdóttir anna í Mýrasýslu í samtali við Skessuhorn. Rétt til þess að taka þátt í skoð- anakönnuninni munu hafa þeir sem skráðir era félagsmenn í Sjálfstæð- isfélögunum í Mýrasýslu þann 31. desember 2001 og búsettir í Borg- arbyggð. GE A0VfflIUR!-U«re Ekkert jólahlaðborð í Olafsvíkurhöfn Sæferðir ehf. í Stykkishólmi hafa hætt við fyrirhuguð jólahlaðborð við bryggju í Olafsvík. Hafði fyrir- tækið auglýst jólahlaðborð í des- ember og hugðist það sigla skemmtiferðaskipum sínum frá Stykkishólmi til Olafsvíkur, leggj- ast þar við bryggju og veita íbúum Olafsvíkur mat og drykk. Ullu þessar bollaleggingar Sæ- ferða ehf. töluverðum titringi meðal veitingamanna í Olafsvík sem sáu þarna óvæntan samkeppn- isaðila í stríðinu um viðskiptavini á aðventunni. Heimildarmaður Skessuhorns hefnr staðfest að kæra á hendur Sæferðum ehf. hafi verið yfirvofandi ef áætlanir þeirra næðu fram að ganga, vegna þess að Sæ- ferðir ehf. hafa ekki tilskilið vín- veitingaleyfi. Samkvæmt heimild- um Skessuhorns munu Sæferðir ehf. hafa sinnt ólöglegri veitinga- sölu á Færeyskum dögum í Olafs- vík sl. sumar, en þá var það látið á- tölulaust. Pétur Ágústsson, framkvæmdar- stjóri Sæferða ehf., segir að til hafi staðið að jólahlaðborð yrði við bryggju í Olafsvík á þeirra vegum en hætt hafi verið við það vegna þeirrar óánægju sem það hafi vald- ið meðal veitingamanna í Olafsvík. Segir hann að um 40-50 manna hóp hafi verið að ræða og að búið sé að komast að samkomulagi við fólkið og að allir séu sáttir. Hafi þeir verið að byggja upp öfluga hvalaskoðun í Olafsvík og þannig á ákveðinn hátt verið að lyfta undir með veitingamönnum þar í bæ. Þess vegna sé það leiðinlegt að þurfa að standa í svona málum. Samkvæmt heimildum Skessu- horns hyggjast Sæferðir ehf. sækja þennan 40-50 manna hóp á rúm til Olafsvíkur og aka með til Stykkis- hólms þar sem snætt og drukkið verður af jólahlaðborði. smh Full búð afjólavörum wivnri Hn FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF. 310 BORGARNESI - S. 437-1055 U-dagnr í Grunnskóla Borgamess Nemendur 8.-10. bekkjar í Gmnn- skóla Borgamess lögðu stundaskrána til hliðar á mánudaginn sl. og tmnu að margvíslegum verkefiium innanhúss í staðinn í þeim tilgangi að fegra skól- ann. Listaverk vom búin til og hengd upp, gardínukappar settir upp, gluggatjöld saumuð og sett upp og unninn var vefur sem hægt verður að nálgast gegnum vef skólans http://borgarnes. ismennt. is/index. htm. Þá vom nemendaherbergi máluð og svo mætti áfram telja. Það vora þær Kristín Einarsdóttir, stigstjóri á ung- lingastigi, og Björg Ólafsdóttdr stig- stjóri á lista- og verkgreinastigi, sem höfðu umsjón með framtakinu. Tókst verkefiiið í alla staði vel. smh Nemendur hjálpast að við að mála gang- inn upp í tómstundaherhergi. Sama platan á 25 ára fresti Skagakvartettinn hefur endur- útgefið hljómplötu sem gefin var út fyrir 2 5 áram síðan en það var eina plata þessa sérstæða söng- hóps. Skagakvartettinn var skip- aður þeim Herði Pálssyni, Helga Júlíussyni, sem nú er látinn Sig- urði Guðmundssyni og Sigurði Ólafssyni. Platan var á sínum tíma gefin út í 2000 eintökum og seldist upp. Það var ekki síst lagavalið sem vakti mikla athygli en á plömnni var meðal annars að finna Skagamenn skorðu mörkin, Heimaleikfimí og Umbarassa en þetta vora ekki hefðbundin karlakórs - eða kvar- tett lög. Að sögn Sigurðar Ölafssonar úr Skagakvartettinum var þessi endurútgáfa að frumkvæði Skff- unnar. „Það hefur mikið verið spurt um eitt lag af plötunni, Skagamenn skoraðu í mörkin, sérstaklega eftir gott gengi Skagaliðsins í sumar. Þá eru mörg önnur lög af plötunni sem ýmsir kannast við og era mikið nomð í fjöldasöng," segir Sig- urður. GE * Ohöpp vegna ófærðar Nokkur minniháttar umferð- aróhöpp urðu um síðusm helgi í umdæmi Lögregltmnar í Borgar- nesi, flest vegna hálku eða ófærð- ar en mikil hálka og snjór hefur verið á vegum í héraðinu síðusm vikuna. I flesmm tilvikum var um útaf akstra að ræða og nægði að aðstoða ökumenn við að koma bílunum aftur upp á veginn að sögn lögreglu. Einn áreksmr varð hinsvegar í vikunni, við Hvamm í Norðurárdal á mánu- dag. Engin slys urðu á fólki en eignatjón talsvert og var annar bíllinn flutmr af vettvangi með- dráttarbíl. Óhappið atvikaðist þannig að verið var að snúa öðr- um bílum við á veginum þegar hinn bíllinn lenti á honum. GE Suðurgata 92 senn rifin Byggingamefnd samþykki á fundi sínum þann 27. nóvember beiðni Sementsverksmiðjunnar um að fá að rífa húsið sem stend- ur við Suðurgöm 92. Húsið er í eigu Sementsverksmiðjunnar en það hefur staðið autt í töluverð- an tíma og er í niðurníðslu. Húsafriðunarnefnd ríkisins og minjavörður Vesturlands töldu ekki ástæðu til að mótmæla nið- urrifslu hússins sem er nærri ald- argamalt. HJH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.