Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 06.12.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 06.12.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akronesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Mór, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir aug!@skessuhorn.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Skessuhorn kemur út olla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó þriðjudögum. Auglýsendum er bent ó að panta auglýsingaplóss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til úskrifenda oa i lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur meÖ vsk. ú mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Gísli Einarsson, ritstjóri. „Ég vildi að alla daga væru jól,“ söng einhver raular- inn einhverntíma og hefur margendurtekið það síðan. Sjálfsagt hefur þessi ósk verið sett fram af textahöf- undinum á sínum tíma í sakleysi og barnaskap og ör- ugglega ekki ætlast til að hún myndi rætast. Þrátt fyrir að þetta megi að sjálfsögðu telja ansi mikið ábyrgðar- leysi af viðkomandi þá er svo sem ekki hægt að krefjast hámarks refsingar. Samt sem áður er málið síður en svo léttvægt því ekki ber á öðru en umræddur textasmiður hafi verið á- kvæðaskáld allógurlegt því nú er svo komið að ekki eru margir fullkomlega jólalausir dagar eftir í árinu. Fyrir ekki svo löngu síðan þótti það trassaskapur ef það dróst langt fram yfir þrettándann að rífa niður jólaskrautið en í dag hlýtur það miklu fremur að teljast forsjálni því það líða aldrei margir dagar þangað til komið er að því að hengja allt dinglumdanglið aftur á sinn stað. Að minnsta kosti hvarflar það ekki lengur að nokkrum manni að pakka öllu draslinu niður í kassa og drösla því upp á háaloft til þess eins að basla með það niður aftur daginn eftir. Sjálfur hef ég ekkert á móti jólaskrauti í sjálfu sér en ég er það gamaldags að ég vil tengja það jólunum. Samt sem áður eru flestir sem jólaskrauti geta valdið ekki fyrr komnir úr sumarfríinu en þeir eru byrjaðir að skreyta hjá sér kofann og raula jólalög fyrir munni sér. Sjálfsagt hef ég sagt þetta allt áður á sama tíma árs en ég lít orðið á það sem fastan lið í mínum jólaundirbún- ingi að leggjast í mitt jólaþunglyndi og úthella reiði minni yfir saklausar ljósaperur aðventuljósa sem í sjálfu sér hafa ekkert til saka unnið heldur eru fórnarlömb jólafíkla sem ráða ekki við sig. Jólaseríurnar, aðventuljósin, skrautið og glingrið er tekið nauðugt viljugt og slengt á sinn stað löngu fyrir tímann og verður þar að mæta þeim örlögum sínum að glata reisn sinni og þokka áður en stóra stundin renn- ur upp. Það má líkja jólaskrautinu við huggulega konu sem ædar á árshátíð og verður fyrir því í einhverju hugsunarleysi eða fljótfærni að hafa sig til mörgum tímum áður en gleðskapurinn hefst. Varaliturinn er þá kannski orðinn skakkur, farðinn runnið til, maskarinn orðinn veðraður, komið lykkjufall á sokkabuxurnar og galakjóllinn orðinn krumpaður. Gísli Einarsson, jólaköttur Hvalfj arðargöngin Breikkun vegar og aukið öryggi Ákveðið hefur verið að fara í breytingar á veginum við Hval- fjarðargöng að sunnanverðu að því er ffam kemur á heimasíðu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Ætlunin er að breikka veginn þar sem komið er upp úr göngunum að sunnanverðu upp fyrir vegamót Hvalfjarðarvegar. Er þetta gert til að auðvelda framúrakstur þeirra sem eru á suðurleið en vegsýn er takmörkuð á þessum kafla. Aætlað er að kostnaður við breikkunina og endurbætur á lýsingu vegarins nemi um 50 milljónum króna. Spölur ehf kemur til með að bera meirihluta kostoaðarins og er mið- að við að hlutor fýrirtækisins end- urgreiðist með veggjöldum. Verkið verður boðið út eftir ára- mót og er miðað við að fram- kvæmdum ljúki næsta sumar. Umfram staðla Oryggismál í Hvalfjarðargöng- um hafa verið mikið til umræðu á síðustu misserum og í haust var skipaður starfshópur á vegum dómsmálaráðherra til að endur- skoða reglur um flutning á hættu- legum efnum um jarðgöng. Þá seg- ir samgönguráðherra að ákveðið hafi verið að endurskoða öryggis- mál ganganna í heild. Meðal þess sem tekið verður fyrir er endur- skoðun viðbragðsáætlana, æfmgar slökkviliða í göngunum, könnun á ástandi vöruflutoingabíla og eftirlit með farmi vörubíla og réttindum bílstjóra. „Þess má geta að það er ekki ágreiningur um hvort allar öryggiskröfur séu uppfylltar og það eru nokkur dæmi um búnað sem settur hefur verið í göngin umfram staðla. Þá eru ekki þekkt dæmi er- lendist frá um sambærileg göng þar sem krafist er meiri öryggisbúnað- ar en fmna má í Hvalfjarðargöng- um,“ segir Sturla. GE Borgaidjarðardcild Vinstri grænna stofnað Býður fram í Borgarbyggð Síðastliðinn laugardag var Borg- arfjarðardeild Vinstri hreyfingar- innar græns ffamboðs á Vestur- landi formlega stofnuð. Uppbygg- ing flokksins á landsvísu er þannig að sérstakt félag var stofnað fyrir hvert kjördæmi miðað við núgild- andi kjördæmaskipan en síðan er gert ráð fyrir að stofnaðar séu deildir þar sem ætlunin er að bjóða ffam í næstu sveitarstjórnarkosn- ingum. Guðbrandur Brynjúlfsson sveitarstjórnarmaður í Borgar- byggð staðfesti í samtali við Skessuhorn að Vinstri hreyfingin grænt ffamboð myndi bjóða fram til næstu sveitarstjómarkosninga í Borgarbyggð. „Það á hinsvegar eft- ir að koma í ljós með hvaða hætti það verður, þ.e. hvort við stöndum ein að lista eða fömm í samstarf með öðram. A fundinum á laugar- dag var ákveðið að taka upp við- ræður fljótlega við Samfýlkinguna um sameiginlegt framboð þessara flokka og óháðra. Við höfum heyrt að það sé vilji margra að þessir flokkar komi að ffamboðsmálum með beinum hætti að þessu sinni. Borgarbyggðarlistinn naut stuðn- ings Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags en flokkarnir skipto sér hinsvegar ekki af framboðsmálum með beinum hætti,“ segir Guð- brandur. Hann segir að það muni væntanlega skýrast strax í janúar hvernig framboðsmálum verði háttað. I stjórn Borgarfjarðardeildar Vinstri hreyfingar græns framboðs voru kosin, Kristbergjónsson, Vig- dís Kristjánsdóttir og Finnbogi Rögnvaldsson. GE Hross á vegum Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi hefur verið nokkuð um að úti- gangshross hafi leitað út á vegi eftir að lélegar girðingar snjóuðu í kaf. „Eigendur hafa í flestum tilvikum verið fljótir að koma hrossunum af vegintmum og inn í heldar girðing- ar,“ segir Theodór Þórðarson lög- reglumaður. „Það er hinsvegar full ástæða til að hvetja bændur til að fylgjast vel með útigangshrossum sínum og ástandi girðinga eins og kostur er á meðan fannfergi er yfir öllu. Það þarf varla að tíunda þá hættu sem getur skapast af hrossum á vegi, sérstaklega núna í skamm- deginu þegar færð og skyggni eru ekki upp á það besta.“ GE Sjóvá-Almenn- aryfirtekur Bátatryggingar Breiðafjarðar Þann 1. október sl. yfirtók Sjó- vá-Almennar tryggingar hf. (SA) tryggingarstofn Bátatrygginga Breiðafjarðar (BB) í Stykkis- hólmi. Að sögn Gissurar Tryggvasonar, fráfarandi um- boðsmanns BB, var ákvörðun um þetta tekin eftir að BB var orðið eitt eftir af starfandi bátatrygg- ingafélögum á landinu, en áður hafði Vélbátatryggingafélagið Grótta selt SA tryggingastofn sinn. Er þar með lokið sextíu og þriggja ára farsælu starfi Báta- trygginga Breiðafjarðar. Þann 1. desember sl. gengu svo fýrirtækin endanlega saman undir nafiii SA og er Gissur Tryggvason nýr umboðsmaður þess í Stykkishólmi en ffáfarandi umboðsmaður er Sesselía Páls- dóttir. smh Leið ehf. Síðastliðinn mánudag var stofnað í Bolungarvík einka- hlutafélagið Leið ehf., sem hefur þann tilgang að beita sér fýrir framþróun í samgöngum á landi með því m.a. að annast fjár- mögnun vega og annarra sam- göngumannvirkja (einkafjár- mögnun). Stofnfélagar vora yfir 20, flestir Vestfirðingar. Heild- arhlutafé félagsins er kr. 501.000. I stjóm félagsins vora kjömir Haraldur Líndal Har- aldsson, sveitarstjóri í Dala- byggð, Haraldur Sigþórsson, umferðarverkfræðingur hjá Línuhönnun hf., Jónas Guð- mtmdsson, sýslumaður í Bol- ungarvík og Þór Orn Jónsson, sveitarstjóri í Hólmavíkur- hreppi. Varamaður er Baldur Smári Einarsson, viðskiptafræð- ingur í Bolungarvík. Stofhun félagsins má rekja til áhuga fjölmargra á lagningu vegar milli Hólmavíkur og Gils- fjarðar um Arnkötludal og Gautsdal. Þess er því að vænta eitt af fýrstu verkefnum félagsins verði ráðast í að kanna möguleika á að flýta þeirri veg- arlagningu með einhverjum hætti frá því sem áætlanir gera ráð fýrir. Borgarfjarðar- sveit byggir Eins og frarn kom í Skessu- horni fýrir skemmstu hyggst Borgarfjarðarsveit reisa allt að 1000 fermetra skrifstofuhúsnæði á Hvanneyri. Samkæmt upplýs- ingum Skessuhoms hyggur sveit- arfélagið á frekari byggingar- framkvæmdir á næsta ári og er ætlunin að byggja íbúðarhúsnæði, jafnvel á tveimur eða þremur stöðum í sveitarfélaginu. Ekki hefur verið ákveðið hvar húsin verða byggð eða hvað mörg en fýrir liggur að fimm nýjar bygg- ingarlóðir era á sldpulagi í Reyk- holti og tugir lóða verða til út- hlutunar á næstu áram á Hvann- eyri. Þá kemur til greina að byggja á Arbergi í Reykholtsdal en þar er að myndast íbúðarhúsa- þyrping. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.