Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 50. tbl. 4. árg. 13. desember 2001___Kr. 250 í lausasölu Keikó verður Vesdendingur Sameining Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Borgamess Allt að þrjátíu prósent lækkun Síðastliðinn mánudag var undir- rituð viljayfirlýsing um að Orku- veita Reykjavíkur, Hitaveita Borg- arness og 21,3% eignarhlutur Borgarbyggðar í Hitaveitu Akra- ness og Borgfjarðar ásamt 4% hlut Borgarfjarðar- sveitar verði sameinað frá og með 1. janúar á næsta ári. Þegar þessi sameining tekur gildi verður eignar- hlutur Orkuveitu Reykja- víkur í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar tæp átta- tíu prósent en fyrir á fyrir- tækið 54% eftir nýafstaðna sameiningu við Akranesveitu. Reiknað er með að eftir samein- inguna lækki húshitunarkostnaður í Borgarnesi um allt að 30%. Sjá bls. 2 Tveggja manna enn saknað af Svanborgu SH Einn maður bjargaðist við erfiðar aðstæður Einn maður bjargaðist úr fjögurra manna áhöfn Svanborgar SH 404 sem fórst við Öndverðames síðast- liðið föstudagskvöld. Lík eins skip- verjans fannst í sjónum útifyrir Skarðsvík á laugardag en hinna tveggja var enn saknað þegar blaðið fór í prentun. Björgunarsveitar- menn hafe gengið fjömr ffá því á laugardag og leitað hefur verið á sjó eftir því sem veður hefur leyft. Sá sem komst af úr slysinu heitir Eyþór Garðarsson. Tókst honum að halda sér á þaki stýrishússins í á þriðju klukkustund áður en þyrla ffá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli bjargaði honum við mjög erfiðar aðstæður. Laust fýrir klukkan átta á fösm- dagskvöld barst kall frá Steinunni SH um að Svanborg ræki upp að Svörtuloftum. Vom þá allar björg- unarsveitir á Snæfellsnesi kallaðar út og var viðhafður hámarksviðbún- aður ekki síst vegna reynslu manna af því þegar skip hafa lent í háska á þessu svæði. Að sögn björgunar- sveitarmanna var m.a. ákveðið að kalla strax út tvöfelda vakt lækna og sjúkraflutningamanna. Þyrla frá Varnarliðinu kom á staðinn um klukkan hálftíu en illa hafði gengið að ná Varnaliðsþyrlunum tveimur út úr flugskýlinu vegna veðurs. Rúmum tuttugu mínútum síðar hafði sigmanni varnarliðsþyrlunnar tekist að ná Eyþóri ffá borði og var hann settur í land þar sem björgun- arsveitarmenn tóku á móti honum og komu honum í læknishendur í Olafsvík. Að sögn sjónarvotta vora aðstæð- ur til björgunar einkar erfiðar og þykir affek sigmannsins og áhafnar þyrlunnar mikið. GE Sjá bls 6 Mynd: Fréttir, Vestmannaeyjum Free Willy samtökin hafa sótt um heimild til bæjaryfirvalda í Stykkis- hólmi til að fá að flytja háhyminginn Keikó úr Klettsvíkinni við Vest- mannaeyjar í sjóinn við Baulutanga innan við Stykkishólm. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum náð- ist ekki það takmark að sleppa Keikó út í Adandshafið úr Klettsvíkinni sl. sumar. Klettsvík mun vera ædaður staður fyrir fiskeldi í nánusm ffam- tíð og hafa forsvarsmenn Free Willy samtakanna m.a. af þeim sökum leit- að að ffamtíðarheimili fyrir háhym- inginn að undanfömu. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi, mun málið verða tekið fyrir á bæjarráðs- firndi í kvöld, en segist hann reikna fesdega með að honum verði falið að ganga til samninga við forsvars- menn Free Willy samtakanna í kjöl- ferið. Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy samtakanna á Islandi, sagði í samtali við Skessuhom að fyrirhug- uð staðsetning Keikós við Baulutanga væri mjög hagstæð fyrir hann. Þar væm náttúrulegar aðstæð- ur mjög góðar, skipaumferð væri ekkert í líkingu við Klettsvík þar sem farið væri um eina fjölfömustu höfh landsins og náttúmöflin væm þar ekki blíð. Sagði Hallur að þá væri gott að vera í nábýli við Stykk- ishólmsbæ sem státaði að allri nauð- synlegri þjónustu, m.a. góðu sjúkra- húsi og eins væri nýstofnuð Nátt- úrastofa Vesturlands staðsett þar sem væri mikill kostur. Þá sagði hann Breiðafjörð fellegan stað með fjölskrúðugt dýralíf og þær sæist á stundum til höffunga og háhym- inga. Hallur segir að Free Willy samtökin hafi ekki gefið það upp á bátinn að sleppa háhymingnum og sú vinna muni halda áffam í Breiða- firðinum. smh Helgartilboð i A nrr fil ci i rt r»i irl/nrrc' 16 ff fóstudag til sunnudags nVTTTZk 2 áleggstegundir P,ZZa 1/2 franskar,2 l.gos Frí heimsending eftir kl. 18 á fóstudag

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.