Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 Einn maður fórst og tveggja saknað þegar Svanborg SH fórst við Ondverðanes Einum skipverja bjargað við hrikalegar aðstæður Einn maður bjargaðist þegar Svanborg SH 404 fórst við Önd- verðanes á Snæfellsnesi á föstudags- kvöld. Fjórir voru í áhöfn skipsins og fannst lík eins skipverjanna á sunnudag en tveggja er enn saknað þrátt fyrir að fjörur hafi verið gengnar og leitað á sjó eftir því sem við hefur verið komið vegna veðurs. Það var um klukkan 17.40 sem skipverjar á Steinunni SH frá Ólafs- vík tilkynntu um að Svanborgu væri að reka upp að Svörtuloftum. Var strax talið að skipið væri í mikilli hættu. Vindur var vestanstæður og vindhraðinn um 20 m. og í ljósi reynslunnar af aðstæðum á þessum slóðum var strax um hámarks við- búnað að ræða að sögn svæðis- stjómarmanna hjá björgunarsveit- unum á Snæfellsnesi. Fáum mínút- um eftir að fyrsta kall barst frá Steinunni barst neyðarkall frá Svanborgu og var þar sagt að skipið væri að reka upp og þyrfri aðstoð tafarlaust. Um leið og kallið barst ffá Stein- unni hafði tilkynningaskyldan sam- band við Landhelgisgæsluna og óskaði eftir aðstöð þyrlu. Þá voru allar björgunarsveitinar á Snæfells- nesi kallaðar út og nærliggjandi bátar fóra þegar til aðstoðar. Þá fór björgunarskipið Björg frá Rifi af stað með björgunarmenn aðeins um tuttugu mínútum eftir að kallið barst til tilkynningaskildunnar en fljótlega er ljóst að vegna veðurs er ekki möguleiki að koma Svanborgu til aðstoðar af sjó. Var skipið þá komið upp að klettóttri ströndinni og hafði skorðast þar í stórgrýti. Var brimið þvílíkt að ekki var vog- andi fyrir önnur skip að freysta þess að nálgast hana. Það eina sem skip- in gátu gert var að reyna að lýsa upp slysstaðinn og var beðið eftir að björgunarmenn kæmust fótgang- andi frá Skálasnagavita með flug- línutæki og annan búnað. Er það um tveggja kílómetra leið. Þá var beðið eftir þyrlu Landhelgsigæsl- unnar sem fór í loftið um kl. 18:29. Tæpum klukkutíma síðar var hins- vegar tilkynnt um að þyrlan hefði orðið að snúa við vegna bilunar. Korteri síðar fara báðar þyrlur Vamarliðsins í loftið frá keflavíkur- flugvelli en illa hafði gengið að koma þeim útúr flugskýlunum vegna þess að snarpur vindur stóð upp á dyr skýlisinsi. Mikið afirek Þegar björgunarsveitarmenn í landi komu á slysstað um klukkan átta sáu þeir einn mann uppi á brú bátsins og undirbúa björgunarað- gerðir. Hálftíma síðar er þyrla frá Varnarliðinu komin á staðin og er þá dregið úr lýsingu á svæðinu til að áhöfnin geti komið við nætur- sjónaukum. Rétt fyrir klukkan níu eða tuttugu og fimm mínútum eftir að þyrlan kom á staðinn hefur á- höfn hennar tekist að ná einum manni frá borði. Var hann settur í land hjá björgunarsveitarmönnun- um í landi sem fylgdu honum að sjúkrabíl sem beið við Skálasnaga- vita en þaðan var hann fluttur til aðhlynningar í Ólafsvík. Reyndist hann vel á sig kominn þrátt fyrir að hafa hýrst á þaki stýrishússins í tæpa þrjá tíma. Maðurinn sem bjargaðist heitir Eyþór Garðarson og að sögn sjón- arvotta er björgun hans talið mikið afrek. Bæði er talið með ólíkindum að honum skuli hafa tekist að halda sér á stýrishúsinu svo lengi sem raun bar vitni þrátt fyrir aftakaveð- ur og svellandi brim og ekki síður að sigmaður Varnarliðsþyrlunnar skuli hafa náð til hans. Fullyrt er að sigmaðurinn hafi lagt sig í mikla lífshættu er hann seig niður að skip- inu. Þegar hann var að reyna að koma lykkju utan um sjómanninn féllu þeir báðir útbyrðis en tókst að komast aftur upp á stýrishúsið það- an sem þeir voru hýfðir í land. Umfangsmikil leit að hinum mönnunum þremur bar hinsvegar ekki árangur. Umræða um þyrluútköll I kjölfar slyssins hefur komið upp umræða um hvort eðlilegt sé að kalla út báðar þyrlur Landhelgis- gæslunnar strax við aðstæður sem þessar. Engu að síður eru allir sem Skessuhorn hefur rætt við sammála um að björgunarmenn og allir aðr- ir sem að aðgerðinni komu hafi gert sitt besta og samvinna einstakra björgunaraðila hafa verið með miklum ágætum. Sorgin ræður ríkjum Eins og komið hefur ffam hefur lík eins skipverjanna fundist en tveggja er enn saknað og er því ljóst að márgir eiga um sárt að binda. Harmleikur sem þessi hefur óneit- anlega gífurleg áhrif á ekki stærra samfélag en í Snæfellsbæ og óhætt að segja að sorgin ráði ríkjum. Að sögn viðmælenda Skessuhoms í Ó- lafsvík kemur sú samheldni og sam- kennd sem ríkir í bæjarfélaginu gleggst fram á stundum sem þess- um. Kom það meðal annars fram á fjölsóttri bænastund sem haldin var um helgina. GE Skipverjamir á Svanborgu Sœbjöm Vignir Asgeirsson Vigfús Elvan Friöriksson Héðinn Magnússon Lík Sæbjörns Vígnis Asgeirssonar skipsjóra á Svan- borgu SH fanns á sunnudags- kvöld. Sæbjörn var fæddur 6. sept- ember 1961. Hann var búsettur á Ennisbraut 21 í Ólafsvík. Sæbjörn lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Tveggja skipverja er enn sakn- að. Þeir eru Vigfus Elvan Frið- riksson, stýrimaður og Héðinn Magnússon sem var fóstursonur hans. Vigfús var búsettur að Brú- arholti 51 í Ólafsvík. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn. Héðinn Magnússon bjó að Vall- holti 7 í Ólafsvík. Hann var fædd- ur 9. maí 1970 og lætur eftir sig eiginkonu og tvö böm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.