Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar afgreidd Minnihlutínn sat hjá við afgreiðsluna Meirihlutinn lýsir vanþóknun á vinnubrögðum sjálfstæðismanna Bæjarstjórn Akra- ness samþykkti á fundi sínum s.l. þriðjudag fjárhagsáætlun bæjar- ins og stofhana hans fyrir árið 2002 með 6 atkvæðum. Fulltrúar minnihlutans, sjálf- stæðismenn, sátu hjá við afgreiðsluna. Minniháttar breytingar voru gerðar á áætlun- inni ffá fyrri umræðu, en útgjöld voru hækk- uð um rösklega fjórar milljónir króna og má þar nefna tveggja milljóna króna framlag til í- þrótta- og æskulýðsstarfs og milljón króna framlag til undirbúnings og framkvæmda við Irska daga á Akra- nesi. Samhliða áætluninni voru einnig samþykktar nokkrar tillögur, t.d. varðandi aðlögun ákvæða laga um virðisaukaskatt að rekstri sveitar- félaga, um starfshóp sem geri úttekt á kostnaði vegna tölvumála, um Giinnar Sigurðsson verkefdrlit og útboðs- gögn vegna fram- kvæmda og fleira. Aðlögun að al- mennum bók- haldsreglum Fjárhagsáætlunin er nú í fyrsta sinn lögð ffam með nýju formi í samræmi við nýjar bókhaldsreglur fyrir sveitarfélög. Megin breytingin felst í því að nú er áætlunin sett upp þannig að sjóðunum er skipt upp í aðalsjóð, A- hluta, sem er bæjarsjóður, eignasjóð- ur og áhaldahús og B- hluta sem eru önnur fyrirtæki og stofnanir, þ.e. hafnarsjóður, ffáveita, Bíóhöllin, líf- eyrissjóður og dvalarheimilið Höfði. Markmið þessara breytinga er að að- laga bókhald sveitarfélaga að al- mennum bókhaldsreglum fyrir- tækja. I fjárhagsáætluninni er m.a. gert ráð fyrir að heildartekjur aðal- sjóðs verði um 1.800 millj. kr. og eruskatttekjur þar af um 1.300 millj. kr. Utgjöld verði sömuleiðis um 1.800 millj. kr. þar af laun og launa- tengd gjöld um 900 millj. kr. og vöru- og þjónustukaup um 650 millj. króna. Forsendur tekjuáætlunar gera ráð fyrir því að álagning útsvars verði 13,03% og hækki um 0,33% á milli ára, en álagning fasteignagjalda verði sem nánast óbreytt að teknu tdlliti til verðlagsþró- Héldu að fuU samstaða ríkti Sú ákvörðun sjálf- stæðismanna að sitja hjá við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar olli nokkrum deilum á fundinum á þriðjudag. Oddvitar meirihluta- flokkanna, þeir Guð- Sveinn Kristinsson mundur Páll Jónsson (F)og Sveinn Kristinsson (A) lýstu báðir furðu sinni á þessari ákvörðun sjálfstæðismanna í ljósi þess að falltrúi þeirra í bæjarráði, Gunnar Sig- urðsson, vann með þeim að gerð fjárhagsáædunar og ekkert kom fram í þeirri vinnu að hann væri ekki sammála því sem þar fór fram. I bók- un sjálf- stæðismanna við af- greiðslu fjárhagsáætl- unar segir m.a. orðrétt: „Það er skoðun okkar Sjálfstæðismanna að ekki sé hægt að styðja lántökur til að halda úti rekstri og í raun er það algjört ábyrgðarleysi. Meirihlutinn verður sjálfur að takast á við GuSmundur Páll Jánsson Jólasaga - Jólamynd Skessuhorn býður til samkeppni um bestu jólasöguna og bestu jólamyndina. Samkeppnin er œtluð börnum á Vesturlandi, 12 ára og yngri. Keppt er í tveimur flokkum, 8 ára og yngri og 9- 12 ára. Jólamyndirnar skulu vera teikningar eða vatnslitamyndir í lit eða svarthvítu í stœrðinni A4. Jólasögurnar skulu vera vélritaðar eða berast á tölvutœku formi. Hámarkslengd er 1 og hálfsíða ÍA4 miðað við 12 punkta letur. Veitt verða verðlaunfyrir þrjú efstu sœtin í báðumflokkumfyrir jólamynd og einnigfyrir jólasögu og verðlaunasögurnar og verðlaunamyndirnar verða birtar íjólablaði Skessuhorns þann 20. des. n.k. Síðasti skilafrestur er mánudagurinn 17. des. Sögur og myndir í samkeppnina berist á skrifstojur blaðsins að Borgarbraut 23, 310 Borgarnes eða Kirkjubraut 3, 300 Akranes. Einnig má senda sögur og innskannaðar myndir í tölvupósti: ritstjori@ skessuhorn.is þessa niðurstöðu og því munum við sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2002“. Meirihlutaflokkarnir lögðu fram sérstaka bókun vegna hjásetu sjálfstæðismanna og segir þar m.a. orð- rétt: „Fulltrúi Sjálf- stæðismanna í bæjar- ráði hefur ffá upphafi tekið þátt f gerð áætl- unarinnar og ekki gert neinn fyrir- vara um niðurstöður hennar og hef- ur stutt hana í öllum atriðum. A síð- asta ári samþykktu bæjarfulltrúar fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og bera því fullkomna ábyrgð á henni. Þess vegna kemur það mjög á óvart að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hlaupi nú út undan sér og skýli sér bak við bókun sem er full af rang- færslum. Meirihlutinn lýsir yfir mikilli vanþóknun á slíkum vinnu- brögðum og telur afstöðu bæjarfull- trúa Sjálfstæðismanna lýsa ömur- legri málefnafátækt þeirra“. Tillögur og bókanir meiri- og minnihluta bæjarstjómar við afgreiðslu fjárhags- áætlunarinnar er hægt að skoða nán- ar í fundargerð bæjarstjómar sem liggur ffammi á heimasíðu bæjarins á slóðinni www.akranes.is. GE Tónleikar í Grundarfirði Heirns- pressan leggnr við hlustir Á dögunum birtist heilsíðu umfjöllun á forsíðu menningar- hluta hins virta The New York Times um tónleikaferð íslensku hljómsveitarinnar The Funerals. Var blaðamaðurinn Neil Strauss staddur á Islandi vegna Airwaves tónlistarhátíðarinnar og ákvað að fylgja hinni forvitnilegu ís- lensku hljómsveit eftir á ferð hennar um Island. Er skemmst frá því að segja að lýsing hans á tónleikunum í Grundarfirði (á Krákunni) er með því líflegasta sem hann skrifar um ffá þessari tónleika- ferð. Tiltekur hann þar að tón- leikarnir hafi verið afar vel heppnaðir og mikil stemmning hafi myndast meðal bæjarbúa sem stöppuðu niður fótum og klöppuðu í takt við tónlistina. Þá segir hann að í lok tónleikanna hafi eigandi skemmtistaðarins (- Finni) verið komið upp á svið með trompet og einn stofnenda Sykurmolanna (Einar Melax), sem nú sé tónlistarkennari á staðnum, hafi einnig látið til sín taka. Á Krákunni þetta kvöld munu einnig hafa verið meðlim- ir úr kór bæjarins sem kváðu upp raust sína í laginu Amazing Grace við mikla hrifningu. smh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.