Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 11
 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 11 Undirgöng við Klettaborg? y Gatnamótin viö leikskólann Klettaborg. Hugsanlega koma innan tíöar undirgöng fyrir gangandi vegfarendur á þessum slóöum. Á síðasta fundi bæjarráðs Borg- arbyggðar var samþykkt tillaga Kolfinnu Jóhannesdóttur um að fara þess á leit við Vegagerð ríkisins að gerð verði undirgöng fyrir gangandi vegfarendur undir þjóð- veg 1 á móts við leikskólann Klettaborg. Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum en Guðrún Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar sat hjá. Fyrir dyrum standa breytingar á þjóðvegi 1 þar sem hann liggur í gegnum Borgarnes með það að augnamiði að draga úr hraða og auka umferðaröryggi. "Tillagan felur í sér að leitað verði samstarfs við Vegagerðina um að í tengslum við uppbyggingu vegarins verði gert ráð fyrir undirgöngum á þess- um stað til að auðvelda íbúum byggðarinnar í Bjargslandi að fara sinna ferða fótgangandi;" segir Kolfinna. Umferðarþunginn er mikill og á eftir að vaxa og gang- andi vegfarendur myndu með þessu móti losna við að fara yfir veginn. Við metum að sjálfsögðu það sjónarmið að náglægð þjóðveg- arins hefur mikið að segja fyrir at- vinnulífið í sveitarfélaginu en við viljum að sjálfsögðu leyta allra leiða til að auka umferðaröryggi og þetta er liður í því." GE Bókabúð Andrésar selur Gettu betur Jakkaföt í úrvali verð 19.900,- Ullarfrakkar Stuttir og síðir - verðfrá 15.900,- í öllum stœrðum og lengdum VERZLUNIN STILLHOLTI AKRANESI Þráttfyrir einkasöluleyfi verslana Baugs Eins og fram kom viðtali í Skessuhorni um daginn hefur Baugur tryggt sér einkasöluleyfi á spurningarspili Skagamannsins Gunnars Sturlu Hervarssonar, Gettu bemr. Reyndar á þetta líka við um annað nýtt spumingaspil, Viltu vinna milljón. Þetta einka- söluleyfi á að tryggja það að hvergi annars staðar en í verslunum Baugs sé hægt að kaupa spilin. Hinsvegar hefur Sigurður Sverrisson, hjá Bókabúð Andrésar, nálgast um- rædd spil efdr krókaleiðum og nú fást þau einnig hjá honum. Nú í vikunni sendi verslunarmaður í Reykjavík inn kvörtun til Sam- keppnisráðs vegna einkasöluleyfis Baugs á þessum spilum og taldi hann að í krafti stærðar sinnar hefðu Baugsmenn kraft til að ein- oka einstaka vöruflokka. Þetta tek- ur Sigurður undir. " Þegar að Hag- kaup og fleiri stórmarkaðir komu inná bóksölumarkaðinn sögðu þeir það vera til að rjúfa einokunar- stöðu bóksalanna. Það skýtur því skökku við þegar að þeir hjá Baugi, nokkrum árum síðar, neita öðrum verslunum en þeirra eigin að selja einhverja vöru. Þetta geta þeir hinsvegar leyft sér þar sem að þeir eru með um 60% markaðshlut- deild á landinu í sölu á matvöru." Sigurður segir að ástæðan fyrir því að hann sé að hafa fyrir því að koma þessum spilum í búðina sína sé einfaldlega sú að hann vilji veita viðskiptavinum þessa þjónustu þó að tilstandið við nálgun þess sé ekki fyrirhafnarlaus. HJH Bjóbum upp á Skötuveislu á Þorláksmessu frá 11:30-20:00. Pantanir óskast fyrir 22. desember. Húsmæður athugiö! Væri ekki Ijúft að losna við lyktina fyrir jólin? Við eigum einnig sitthvaö í skóinn fyrir jólasveinana. Opnunartími yfir jól og áramót: Abfangadagur: 9-14 Gamlársdag: 9-15 Kraftur færist í sfldveiðina Elliöi, Ingunn og Víkingur öll meö síld Líf færðist loks í síldveiðarnar fyrir um hálfúm mánuði síðan og hafa mörg skip fengið ágætan afla. Veiðin hefur verið í Víkurál út af Vestfjörðum að undanförnu, þar hefur veiðst stór og falleg síld sem flokkast vel til manneldisvinnslu. Öll nótaskip HB hafa verið í sfld- inni undanfama viku, Elliði landaði í síðustu viku 270 tonnum sem skipið veiddi í flottroll, Ingunn kom með 600 tonn kvöldið efdr, sá afli fékkst einnig í flottroll. Vík- ingur kom svo í lok síðustu viku með um 250 tonn sem skipið fékk í nót, sem verður að teljast gott þar sem sfldveiði í nót hefur almennt gengið treglega að undanförnu. Sfldarfrysdng fyrir Rússlandsmark- að gengur vel. Á sunnudaginn var búið að frysta rúm 700 tonn af sfld á vertíðinni. Tekið afvefHB Jóladagur: lokab Nýársdagur: lokab Annar f jólum: 14-18 Ab öbru leyti er hefbbundinn opnunartími. Starfsfólk Baulunnar óskar viöskiptavinum nœr og fjœr gleöilegra jóla og farsœls komandi árs. BAULAN s. 435 1440

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.