Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 13
skessiíhöeki FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 13 Hótel Stykkishólmur Samið við nýjan rekstraraðila Vlðræður standa nú yfir milli bæjaryfirvalda í Stykkishólmi og Ola Jóns Olasonar, hótelstjóra í Reykholti, um að hann taki yfir rekstur Hótels Stykkishólms. Að sögn bæjarstjóra Stykkishólms, Ola Jóns Gunnarssonar, eru við- ræður langt komnar og býst hann við að gengið verði frá samningi í lok þessarar viku, en Stykkis- hólmsbær er að stærstum hluta eigandi hótelsins. Sem kunnugt er hefur Stykkis- hólmsbær sagt upp samningi sín- um við Fosshótel og hættir það rekstri Hótels Stykkishólms þann 15. desember nk., en Fosshótel- keðjan hefur leigt hótelið frá því um vorið 1999. smh Unnið affullum krafti við nýbyggingu Björgunarsveitarinnar Berserkja á dögunum. Stykkishólmur Bj örgunarsveitin og slökkviBðið í eina sæng Jákvæður tónn virðist vera kom- inn í viðræður Björgunarsveitar- innar Berserkja í Stykkishólmi við bæjaryfirvöld um samnýtingu ný- byggingar Björgunarsveitarinnar að Nesvegi 3 í Stykkishólmi. Munu teikningar byggingarinnar um þessar mundir liggja inni á borði Brunamálastofnunar og hjá Vinnueftirliti ríkisins þar sem mat verður lagt á þær. Þorbergur Bær- ingsson, slökkviliðsstjóri í Stykkis- hólmi, hefur á bæjarráðsfundi lýst yfir vilja sínum til að fara með slökkviliðið inn í bygginguna verði matsskýrslur íyrrnefndra stofnana jákvæðar. Baldur Gíslason, formaður húsnefndar Björgunar- sveitarinnar Berserkja, sagði í sam- tali við Skessuhorn að þegar ráðist var í byggingu húsnæðisins hafi bænum verið boðið húsnæði í ný- byggingunni til leigu fyrir slökkviliðið og fengið jákvæð við- brögð. Segir hann að framkvæmd- ir hafi verið í fullum gangi við bygginguna en á síðustu dögum hafi ekki verið hægt að sinna þeim vegna anna við björgunarstörf á utanverðu Snæfellsnesi. Sam- kvæmt Baldri mun bygging Ber- serkja verða aðgerðastöð björgun- armála á Snæfellsnesi. Samkvæmt heimildum Skessu- horns virðist snuðra hafa hlaupið á þráðinn um tíma í viðræðunum en nú lítur ekki út fyrir annað en að slökkviliðið og björgunarsveitin muni deila húsnæðinu svo fremi sem niðurstöður téðra stofnanna verði jákvæðar. smh Framkvœmdir við lengingu grjótgarðsins á Amarstapa eru nú komnar af stað. Er um að rœða lengingu garðsins um 55 metra en sem kunnugt er samfykkti Skipulagsstofnun deiliskipulag fyrir höfnina sl. sumar þar sem gert var ráð fyrir þessari lengingu. Aður en hafist verður handa við sjálfa lenginguna þarf að leggja veg út með grjótgarðinum þar sem hægt verður að fara með þungaflutningabifreiðar um. Þegar Ijósmyndari Skessuhoms var áferð á Stapa í síðustu viku var verið að keyra efni í hinn jýrirhugaða veg. Mynd: smh. í'Mj Skialdborg BÓKAÚTGÁFA Grensásvegt 14• 1QB fíeftje/k*SM588-2400• Faic5888994 íslertsk knattspyrna 2001 • Stærri en nokkru sinni fýrr, 192 blaðsíður. • Allt sem gerðist á árinu: íslandsmótið, bikarkeppnin, landsleikirnir, Evrópuleikimir, atvinnumennimir erlendis og fjölmargt fleira. • Lifandi frásagnir af leikjum. • Fjöldi mynda af leikmönnum og liðum. • Viðtöl við Gunnlaug Jónsson, Ásgeir Sigurvinsson og Margréti Ákadóttur. • Samvinna við Knattspymusamband íslands um birtingu alira úrslita í öllum KSi-mótum á árinu. • Fjölbreytt tölfræði um lið og leikmenn. Besta heimild sem völ er á um íslenska knattspyrnu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.