Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 22
>* 22 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 gHSSUIg©BíS Elm tækifærisskáld * Yrkir eftir pöntunum Hagmælt fólk vekur jafnan aðda- 0 ánn og athygli. Oftast þarf samt hagmælt fólk, eins og önnur skáld, að verða fyrir persónulegum inn- blæstri af yrkisefni sínu til að úr verði skáldskapur. Elín Finnboga- dóttir, tækifærisskáld í Stykkis- hólmi, lætur ekki slík formsatriði vefjast fyrir sér og kallar bara eftir innblæstri frá þeim sem vantar vísu í það og það sinnið. Hún auglýsir reglulega hér í Skessuhorni í smá- auglýsingunum undir yfirskriftínni s „Vantar þig vísu“ og hefur vakið at- hygli manna. Ágætur bisness Hvemig skyldu viðskiptín í tæki- færiskveðskap ganga? „Þau ganga svona upp og ofan. Yfirleitt er ég ekki verkefnalaus og hef að jafnaði alltaf eitthvað að gera," segir Elín. Hún segir að þetta hafi allt saman byrjað á því að hún hafi farið að semja texta fyrir uppákomur í vinn- A unni sinn. „Þetta vom svona vinnu- Trstaðarpartý og stundum samdi ég texta þar sem ég gerði óspart grín að vinnufélögum mínum. Það var yfirleitt beðið með eftirvæntingu eftir þessu og ef ég mætti ekki með neitt urðu mikil vonbrigði, en ég hugsaði aldrei neitt um þetta á milli, gerði þetta bara ef mér datt það í hug." Eftír að Elín flutti í Stykkishólm, fyrir sjö ámm, fór hún að vinna aðeins fyrir leikfélag- ið þar við hárgreiðslu og smink, en hún er hárgreiðslusveinn að mennt. „Eg hafði mjög gaman af því að starfa með leikfélaginu og eitt sinn í fmmsýningarpartýi bað ég harm- onikkuleikarann og tónlistar- kennarann Hafstein Sigurðsson, sem að sjálfsögðu var staddur í partýinu, um að spila undir fyrir mig og söng með minni undur- fögra röddu um hvern og einn sem komið hafði að sýningunni. Það var mikið hlegið og eftir það var alltaf einhver að koma og biðja mig um skemmtíatriði. Eg gerði mér allt í einu grein fyrir því hvað þetta er vinsælt og jafnvel einskon- ar tískufyrirbrigði og því ákvað ég að prófa að auglýsa þessa þjón- usm." Nokkur stikkorð og síðan snarlega afgreitt Elín segir að alla jafna sé ekkert erfitt að yrkja tækifærisvísur um ó- kunnuga. „Stundum þarf ég að vísu að leggja höfuðið í bleytí og hringja oft í þann sem ræður mig. Þá á ég það til að hringja og spyrja um fá- ránlegustu hlutí og skella svo á við- komandi því ég er að vinna. Eg tek það líka yfirleitt ffam við fólk að taka það ekki nærri sér þó ég kveðji snarlega eftír að hafa hringt í við- skiptavininn og spurt að einhverju eins og hvort viðkomandi sé að gera eitthvað utan vinnu. Stundum þarf ég líka að fá að vita hver á að syngja vísuna tíl að vita hvernig ég á að láta söngvarann ávarpa viðkomandi, hvort það er ættingi eða vinur til dæmis. Elín segist líklega alltaf hafa ver- ið hagmælt og er venjulega frekar fljót með þau verkefni sem henni berast í hendur. „Venjulega er ég frekar fljót en það er betra að fá verkefni með góðum fyrirvara, tvær vikur er mjög gott því ég er oft með fleiri sem ég þarf að klára og einnig er þægilegra fyrir þann sem pantar að fá vísurnar með góðum fyrirvara því það er ekki gaman að mæta illa undirbúinn í afmæli og raglast í annarri hverri línu." Eigin útgáfa á döfinni? En hefur Elín eitthvað hugað að eigin útgáfu? „Nei, ekkert svona markvisst en þó er aldrei að vita. Það yrðu þá aldrei vísur eða textar sem ég hef gert eftir pöntun." Hún segist vera alveg fordómalaus gagnvart óháttbundnum kveðskap og ýmislegt sé þar sem hún hafi gaman af. „Þau eru mörg góð, atómljóðin, og oft gaman að lesa þau. Til dæmis eru ljóðabækur Verslunarskólanema margar frá- bærar. Þorpið eftír Jón úr Vör er eftírminnileg bók og Bólu-Hjálm- ar er í uppáhaldi hjá mér sem og Tómas Guðmundsson. Mér finnst bara hvaða tjáningarform sem er eiga rétt á sér." Blaðamanni lék forvitni á að vita hvaða kveðskapur kæmi frá Elínu ef henni væru gefin nokkur stikkorð um ritstjóra Skessuhorns og hún beðin um að yrkja um hann vísu. Eftir mjög stutta stund varð eftirfarandi til hjá Elínu: Gísli Einarsson Blómlegt blað er Skessuhom þeir blaðamenn margt sýsla. Þar les ég „púkó" pistilkom pistilinn hans Gísla. Gísli' á KB- klœðin þrenn og karlrembuna flotta. Hann heldur upp á Skagamenn Halifax og Totta*. Sá fréttahaukur geturflest fier til munns og handa. Oft á skjánum til hans sést þar spjallar hann við landa. Elín segir að miklar umræður hafi verið á þeim tíma um það hvort byggja ættí upp veginn um Kerl- ingaskarð eða fara út í vegafram- kvæmdir á Vatnaheiðinni. A þjóðvegi 56 (lag. A þjóðvegi 66 eftir KK) A þjóðvegi 56 Vatnaleiðin valin var íjanúar sem leið þratur höfðu staðið um margra ára skeið Aþjóðvegi56 - áþjóðvegi 56 Kerlingunni höfum við lengi ekið hjá korminn ersá tími að við annað horfum á Vatnaleiðin valin var, því verður ekki breytt um Vatnaheiði’ í'framtíðinni, suðurökum greitt. A þjóðvegi 56 Vatnaleiðin valin var íjanúar sem leið þrætur höfðu staðið um margra ára skeið Aþjóðvegi56 - á þjóðvegi 56 Vegagerðin ráðherrar og fleiri sögðu' ókey en náttúrunnar unnendumir æptu nei nei nei. Póstleiðina gömlu vildufriða endalaust lögðu þeir fram áskoranir síðastliðið haust. A þjóðvegi 56 Vatnaleiðin valin var íjanúar sem leið þrætur höfðu staðið um margra ára skeið A þjóðvegi 56 - á þjóðvegi 56 millispil A þjóðvegi 56 Kerlingin er leið á bílaumferð þar Hestamenn og skíðafólk hún sjá vill hér og hvar Aþjóðvegi56 - áþjóðvegi56 Skipulagsstofnun að lokum sagðijá og samþykk var Siv þegar Sturla ýtti á. Umhverfissinnamir mega eiga sig Trausti Tryggva.,Gunni Gunn og Hanna’ og Stjáni Sig. A Islandsmiðum árið umkring eftir Eirík St. Eiríksson Út er komin bókin „Á íslands- miðum árið um kring - 55 skip- stjórar greina frá veiðunum og segja skoðun sína" eftír Eirík St. Eiríksson blaðamann. Útgefandi er Skerpla ehf. Islensk útgerð er ótrúlega fjöl- breytt og lifandi atvinnugrein. Héðan era gerð út rúmlega 2400 skip og bátar lengri en sex metr- ar, þau minnstu era litlar trillur og þau stærstu eru fljótandi tækniundur. Islenskir skipstjórar draga dám af fjölbreytninni sem einkennir skipaflotann og út- gerðarhættina og flestir eiga það sammerkt að liggja ekki á skoð- unum sínum. Þeir kunna stund- um að virðast dómharðir en hafa ber í huga að yfirleitt vita þeir sínu viti. Fiskifræði sjómanna era reynslubrunnur og þekkingar- banki sem jafnvel sprenglærðustu fræðingar geta sótt í. I bókinni birtast viðtöl við 55 íslenska skipstjóra. Þau endur- spegla það sem gerist til sjós árið um kring, þau greina frá flestum veiðiaðferðum og rætt er við menn úr öllum landshlutum. Heimildargildi þessara þátta er ótvírætt, en viðtölin era einnig hressandi og skemmtileg lesning. Þau birtust áður í Fiskifréttum. (Fréttatilkynning) *Totta er stytting Elínar á knatt- spymuliði frá Lundúnum sem heit- ir Tottenham Hotspur. Að lokum fékk blaðamaður Elínu til að birta vísnabálk sem varð til hjá henni fyrir þorrablót á síðasta ári. Fjallar hann um mál sem varðar flesta íbúa á Snæfellsnesi, nefnilega lagningu svokallaðrar Vatnaleiðar sem nýlega var formlega tekin í notkun. Já ég tala um, ég tala um, þjóðveg 56 Leiðin verður tilbúin tvöþúsund og eitt flestir munu gleðjast en Hönnu finnst það leitt A þjóðvegi 56 Já líttu á sjáðu þjóðveginn síðasta sinn þjóðvegur 56 - oh þjóðvegur 56 smh Ljósmyndasamkeppni Nú stendur yfir ljósmyndasam- keppni á vefsíðunni www.ljosmyndari.is sem allir geta tekið þátt í. Hver einstaklingur get- ur sent inn allt að 3 myndir í tölvu- pósti. Hægt er að senda inn mynd- ir til 23. desember, en á milli jóla og nýárs fer ffam kosning á netinu um bestu myndirnar. Úrslit munu svo liggja fyrir strax á nýju ári. Þrjár stigahæstu myndirnar verða verð- launaðar. I verðlaun era ljós- myndabækumar "Land" og ”1881 km" eftir Pál Stefánsson, sem Iceland Review gefur út og ljós- myndabókin "Land birtunnar"" með myndum eftír Hauk Snorra- son, sem Snerraútgáfan gefur út. Allar nánari upplýsingar um fyrir- komulag keppninnar er svo að finna á vefsíðunni www.ljosmyndari.is (Fréttatilkynning) rfetýrjtiwkhe, ’itút) Hvemig á að fara í sturtu eins og kona Farðu úrfötunum og raðaðu þeim íflokk- aðar „óhreina-taus-kihfur“. Ein jýrir Ijósan þvott, ein jýrir dökkan, em jýrir hvítan og ein jýrir sérstaklega viðkvæm ejni. Gakktu í átt að baðherberginu í stðum slopp. Efhúsbóndinn sér til þín á leiðinni, mundu þá að hylja allt nakið hold og jlýta þér inn á baðherbergið. Harfðu á ýálfa þig í speglinum, ýttu mag- anum fram og kvartaðu í smástund við jálfa þigyfirþví hvað þú ert að verðafeit. Stígðu inn t sturtuna. Athugaðu hvort að eftirfarandi sé ekki ar- ugglega við hendina: Andlits-þvottapok- inn, handarkrika-þvottapokinn, jýrir-neð- an-mitti-þvottapokinn, grófi nudd- þvottapokinn og stðast en ekki stst, appel- sínu-húðar-nudd-steinninn. Þvoðu hárið einu sinni með Agúrku- og ginseng sjampóinu, þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið. Ef húsbóndinn sturtar niður, sem leiðir til þess að vatnið hjá þér hitnar i smástund, skaltu öskra btjákeðislega og kalla harm öllum illum nöjhum. Skúfaðu jýrir vatnið. Þurrkaðu upp alla bleytu í sturtunni. Notaðu Ajax sturtu spray til að ná upp háglans á flísamar. Ekki gleyma að athuga gólfiðjýrirframan sturtuna og þurrka upp hvem einasta dropa. Farðu úr sturmnni. Þurrkaðu þig með handklæði sem er á stærð við lítið Afríku ríki. Skoðaðu allan líkamann í leit að minnsta blett eða hári. Notaðu neglur eðajlísatöng til að gera út af við það sem þúfmnur. Að fara í sturtu eins og karlmaður Farðu úr fótunum, sitjandi á rúminu, og skildu þau eftir í hrúgujýrir fratnan rúm- ið. Gakktu nakinn i átt að baðherberginu. Efkonan sér þig á leiðinni, hristu þá „vin- inn “ í áttina að henni og segðu „ VúúííC'. Skoðaðu karlmannlegt vaxtarlag þitt í speglinum og dragðu djúpt inn andann til að athuga hvort þú sért með ,fixpakk“ (sem þú ert ekki með). Horfðu með aðdáun á stærðina á félagan- um“, gríptu um hann og segðu ,Jú vorma pís ofðis beibí?“ Farðu í sturtuna. Ekki hafa jýrir því að leita að þvottapoka og ekki nota hann efþú rekst á hann. Þvoðu þér i framan, undir höndum og „- vöðvann“. Hkeðu kjánalega yfir þvi hvað það heyrist hátt þegar þú rekur við í sturtu. Notaðu sjampó í hárið en ekki nota meringu. Búðu til hanakamb með með ýampóið í hárinu. Dragðu sturtuhengið frá til að sjá sjálfan þig í speglinum ogfliss- aðu með sjálfum þér. Pissaðu (í sturtunni að sjálftögðu). Skol- aðtt þig og farðu úr sturtunni. Ekki taka eftir vatninu á gólfinu (sem kom til af þvi að þú hajðir hengiðfyrir utan sturtubotn- inn). Ekki draga fyrir sturtuna og skildu ejtir blautt gólf. Gakktu í átt að svefnherberg- inu með handklæðið um mittið. Ef þú rekst á konuna, dragðu þá handklæðið frá, gríptu um „gosanrí', taktu eina EIvis- sveiflu ogsegðu „Sssjabúmm“. Athugaðu hvort að nærbuxumar séu blettóttar, ef ekki, farðu þá í þær. Taktu sundur sokkaparið á gólfinu. Brjóttu að- eins úr þeim, ogfarðu í þá. Farðu í nýjan bol, en vertu annars í sömu fótum og þú notaðir ígær.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.