Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 Vegheflar og vinnuvélar í öndvegi Guðmundur Stefán Guðmundsson breytir vinnuvélamódelum ífrístundum Guðmundur meðfyrsta tækið sem hann eignaðist, Prisman gröfu á beltum sem hann fékk þegar hann var sjö ára. Myndir: GE Guðmundur Stefán Guðmunds- son er einn af íbúum sambýlis fyrir fatlaða í Borgamesi. Guðmundur starfar í Fjöliðjunni í Borgamesi en í frístundum sinnir hann áhugamál- um sínum sem em margvísleg en þar ber þó hæst módelsmíði. Guð- mundur fer þó ekki hefðbundnar leiðir og gerir módelin efrir fyrir- framákveðnum teikningum. Hann kaupir yfirleitt tílbúin módel en breytir þeim síðan með ýmsum til- færingum þar til þau em orðin eins og hann vill hafa þau. Vegheflar, stórir trukkar, jarðýtur og jeppar em helsta viðfangsefni Guðmundar enda hafa slík tæki lengi verið í uppáhaldi hjá honum. "Eg hef alltaf haft gaman af vél- um og sérstaklega vegheflum. Þeg- ar enn var malarvegur yfir Holta- vörðuheiðina þá var stundum mikill snjór og miklir raðningar fyrir utan túnið heima í Hvammi og í Leitiskróknum og Leitinu vom oft ýmsar gerðir veghefla og vinnuvéla. Ég man fyrst eftir Caterpillar veg- hefli sem mér þótti flottur og svo kom önnur gerð af hefli, Afiling sem var rauður og þegar ég sá hann fyrst var hann að moka snjó og ryðja út skafli niður á Teigum og mér fannst hann svo tæknilegur. Hann var rauður á litínn og með spíssplóg að framan og væng á hlið- inni til að ryðja út stómm mðning- um. Hann kom stundum heim á hlað í Hvammi tíl að rífa svell og ryðja snjó og moka fyrir mjólkur- bílinn. Oft þegar þeir fóm fram veginn hjólaði ég á reiðhjóli í för- unum á eftir þeim. Þeir vora á stór- um gaddakeðjum tíl að fá betri við- spyrnu við moksturinn. Þegar ég sá þessi tæki fékk ég mikinn áhuga á vélurn og bílum," segir Guðmundur Reiðhjólakeðja o.fl. Það eru því vegheflarnir sem skipa stærstan sess í módelsafni Guðmundar og hefur hann beitt mikilli hug- kvæmni við að koma þeim í það horf sem fullnægir hans kröfum. Það era tæki Vega- gerðarinnar í Borgarnesi sem oftast em fyrir- myndin og hef- ur Guðmundur tekið ógrynni af ljósmyndum af heflum og öðrum tækjum og bílum, bæði í Borgarnesi og víðar til að hafa til hliðsjónar við smíðamar. Myndirn- ar em ekki aðeins af tækjunum eins og þau koma fyrir heldur em ein- stakir hlutar þeirra myndaðir sér- staklega tíl að nota við hönnunar- vinnuna. „Ég smíðaði Afiling hefil upp úr öðram hefli sem ég átti og settí á hann væng og allan snjóbún- að en við það hjálpuðu góðir menn uppi í Vegagerð. Olafur Einarsson, sem nú er látinn, smíðaði tönnina fyrir mig en lyftubúnaðinn smíðaði ég úr reiðhjólakeðju en með henni lyftist tönnin skáhallt upp en samt rétt þannig að hún hallast ekki í annan endann. Karlarnir í vega- gerðinni em mjög liprir að hjálpa mér ef þarf að sjóða saman efni og þess háttar og svo hafa þeir í Vírnet líka oft hjálpað mér," segir Guð- mundur. Nákvæmlega eins og það á að vera Efhið sem Guðmundur notar við smíðarnar er úr ýmsum áttum. Rörasplitti, er hluti af lyftubúnaði eins veghefilsins, tjakkurinn er smíðaður úr olíuverki bifreiðar og kökuform varð að yfirbyggingu á Benz Unimoc svo dæmi sé tekið. Oft liggur líka mikil vinna á bak við breytingarnar, t.d. á Benz jeppabif- reið sem var með sóllúgu, en ekki lengur. „Mér fannst sóllúgan svo ljót svo ég reif allan bílinn í sundur, fyllti upp í sóllúguna með bílaspar- sli og sprautaði hann svo allan," segir Guðmundur. Handbragðið er líka ósvikið og ekki er hægt að greina í fljótu bragði að nokkuð hafi verið átt við tækin eftir að þau komu úr verksmiðjunni enda býr mikil natni á bak við hvert verkefni. „Það er ekkert gaman að þessu nema geta gert þetta nákvæmlega eins og það á að vera," segir Guð- mundur. Eins og fyrr segir em það vinnu- vélar sem era í mestu uppáhaldi hjá smiðnum en vöraflumingabifreiðar skipa einnig stóran sess. Meðal annars má í safninu finna nákvæma eftirlíkingu af vömbíl með tengi- vagni frá Landflutningum- Sam- skip, steypubíl sem búið er að breyta tíl að dreifa salti o.fl. Innan um bílana má líka finna nokkrar flugvélar og eftírlíkingu af þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF. Sif. Aðspurður kveðst Guðmundur fyrst og fremst sinna módelsmíð- inni sér til ánægju og sjái hann tæki sem hann langar í kaupir hann það og breytír eftir sínu höfði. Hann útilokar það hinsvegar ekki að halda einhvemtíma sýningu á tækjunum sínum fái hann tækifæri til þess. GE Veghefill sem Guðmundur hefur breytt og bætt. Skessuhorn stendur nú fyrir vali á Vestlendingi ársins ífjórda sinn og að vanda verða þrír efstu í kjörinu heiðraðir sérstaklega íárslok. Tilgangurinn nú sem fyrr að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja þannig til góðra verka. ð þessu sinni gefst öllum lesendum blaðsins ri til að kjósa mann ársins. Kosningin fer f fram á heimasíðu Skessuhorns á netinu: | www.skessuhorn.is. Þar er aðfinna nánari beiningar um kosninguna en síðasti frestur til að greiða atkvœði er 20. desember n.k. Vertu með!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.