Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 30
* 30 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 §fflÉSSIiH©BKi ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - r Unglinganefnd IA opnar ' vefsíðu og vefverslun Örnólfur Þorleifsson, útibússtjóri Búnaöarbankans og Björn Kjartansson, for- maöur Unglinganefndar KÍA. Unglinganefnd Knattspyrnufé- lags ÍA opnaði vefsíðu sl. þriðjudag í húsakynnum Búnaðarbankans á Akranesi, aðalstyrktaraðila félags- ins. Það var Örnólfur Þorleifsson, útibússtjóri, sem opnaði síðuna formlega. Björn Kjartansson, for- maður unglinganefndar, sagði í samtali við Skessuhorn, að full þörf væri á sérstakri vefsíðu fyrir yngri flokka starfið á Akranesi. „Það er umfangsmikill rekstur hjá deildinni og mikið að gerast. í sumar hyggj- umst við fjölga yngri flokka mótun- um sem haldin hafa verið um eitt og verða þau því þrjú talsins. Það mót er ætlað stúlkum og viljum við með því auka veg kvennaknatt- spyrnunnar á Akranesi en hún hefur átt undir högg að sækja að undanförnu." Stúlknamótið, sem enn á eftir að finna nafn á, er fyrstu helgina í júlí og strax helg- ina eftir er hið árlega Búnaðar- banka/Lottómót. Þriðja og síðasta mótið, Cokemótið, er síðan 9.-11. ágúst. Á nýju vefsíðu UKÍA má einnig finna tengil sem leiðir inná vefverslun. Inná þessari vefversl- un má finna ýmsan varning en þó helst snyrtivörur og fæðubótarefni. Allur ágóði af sölu varnings á síð- unni rennur óskiptur til Unglinga- nefndar ÍA og því óhætt að hvetja alla þá sem vilja leggja UKÍA lið til að kynna sér síðuna og hvað er í boði. Slóðin á vefsíðuna er www.ia.is/kia/yngriflokkar. HJH Halifaxhreppur - Stokkseyri í Effakrukkukeppninni Faxar feikigóðir, fríðir og fótliprir Stokkverjar náöu jafntefli meö undraveröri heppni Formaður íslensku sendinefndarinnar ásamt oddvita Stokkseyrarhrepps, Guðjóni Þórðarsyni fyrir leikinn á Skeiðvelli. Mynd: HJH Síðasltiðinn laugardag bar upp á leikdag Halifaxhrepps og Stokks- eyrar í 2. umferð Effakrukkunnar. Þar sem þetta var stærsti í- þróttaviðburður Bretlandseyja þetta árið sendu Skessuhorn og Halifax- klúbburinn valda sveit vaskra sendifulltrúa á leikinn. Voru þar í för Gísli Einarsson, ritstjóri sem hafði það hlutverk að tryggja heiðar- lega og óvilhalla umfjöllun af leiknum, Hjörtur Hjartarson, bolta- bulla, sem falið var að veita knatt- spyrnumönnum Halifaxhrepps nauðsynlega tilsögn fyrir leikinn, Rúnar Þórarinsson, oddviti Öxa- ' fjarðarhrepps, sem var fulltrúi Norðlendinga og Brynjólfur Einars- son málari sem hafði það hlutverk að mála skrattann á vegginn fyrir %• Stokkverja. Var íslensku sendinefndinni að vanda tekið með kostum og kynj- um enda skynja stjórnendur Hali- fax nauðsyn þess að halda góðum tengslum milli landanna eigi ár- angur að nást á knattspyrnusvið- inu. Fyrir leikinn fóru fulltrúar Hali- faxklúbbsins yfir málin með Haliföxum og komu sér saman um leikskipulag, sálfræði og bar- dagaaðferðir. Var það mál manna að sjaldan eða aldrei hefði leikur verið jafnvel undirbúinn, hvorki þar í sveit né í nærliggjandi sóknum. / Voru leikmenn Faxa því fullir sjálfstrausts þegar þeir röltu glaðir í bragði og léttir í lund inn á völlinn. Veður gott Aðstæður til knattspymuiðkunar voru allgóðar, bleikir akrar og sleg- in tún. Tíðarfar hafði verið allgott brakandi þerrir dögum saman en gróðarskúrir skömmu fyrr, hvergi skýhnoðri á himni og vindátt hag- stæð og loftþrýstingur með miklum ágætum. * Líkt og þegar lið þessi leiddu saman lappir sínar á öndverðu ári byrjuðu Faxar af meiri karl- mennsku og krafti með þanda vængi og sperrt stél. Sýndu þeir lofsverða leikni í hvívetna og skutu Stokkseyringum hvað eftir annað skelk í bringu. Fór þar fremstur í flokki hinn örsmái en afarknái Páll Hersveinsson sem stökk hvað eft- ir annað hæð sína í loft upp í blá- um stuttbuxum og eigi skemur aft- ur fyrir sig en fram. Renndi hann sér og fótskriðu vítateiganna í mill- um, skaut svo títt með báðum fót- um að fótafjöld sýndist á lofti. Hljóp hann og hvíldarlaust allan leikinn vítt og breitt um héraðið án þess að blása úr nös og hægði ekki einu sinni á sér í leikhléi. Lufsulegt mark Komust Stokkverjar lítt áfram gegn harðfylgni Faxa sem fullir eldmóðu freistuðu þess með dreng- lyndi og dug að færa knöttinn aftur fýrir Njál Kuta (Neil Cutler) í marki Stokkseyrar. Vörðust Stokkverjar vonum framar og með heppni, harðneskju og snert af fólsku tókst þeim að koma í veg fyrir að réttlæt- inu væri framfylgt og Faxar næðu að skora þau mörk sem þeim bar með réttu. Það olli því miklum heilabrotum hvernig Stokkverjum tókst með prettum að snúa taflinu án fyrir- hafnar sér í vil en á mínútu númer 26 skoruðu þeir afar lufsulegt mark. Var þar á ferðinni hinn ai- ræmdi sköflungaskelfir Bjarni Guðjónsson (Bernie McManager- son) sem lagði knöttinn fyrir fæt- urna á Andrési Matsveini (Andy Cook) sem skorað á afar ódrengi- legan hátt. Bitiö á jaxl Faxar létu þetta óvænta áfall ekki á sig fá og héldu áfram á lofti guðhræðslu og góðum siðum og óðu áfram með miklum sóma þrátt fyrir að Stokkverjar hafi í örvænt- ingu neytt aflsmunar. Meðal ann- ars var Stefán Vagnsson (Steve Kerrigan) fótum troðinn á markteig svo harkalega að það þurfti fjóra meðlimi Björgunarsveitarinnar III- uga til að ná honum upp úr grassverðinum. Varð hann fyrir mörgum vondum hnjöskum en lét það sig litlu skipta og kvaðst eigi myndu haltur ganga þótt báðir fæt- ur væru alltof langir. Þrátt fyrir þrotlausar, þaulhugs- aðar og þokkafullar sóknarlotur Faxa var staðan í leikhléi sú að heimamenn höfðu skorað færri mörk en aðkomumenn. í síðustu viku mættust þau Sig- urður Sverrisson og Elínbjörg Magnúsdóttir í tippleiknum okk- ar og fór svo að lokum að Sigurð- ur sigraði með 9 réttum gegn 6 leikjum réttum Elínbjargar. Eins og við greindum frá í síðasta blaði er leikurinn með því fyrir- komulagi að sá sem lýtur í gras hverju sinni skorar á arftaka sinn vikuna á eftir. Það er líkast til til- viljtm ein en sá sem Elínbjörg skoraði á er harður stuðnings- maður West Ham, liðsins sem hirti öll þrjú stigin af liði Elín- bjargar, Man. Utd. á Old Traf- Sigurður Sigþór Eiríksson Sverrisson ford um síðustu helgi. Þetta er Sigþór Eiríksson, bankamaður- inn kunni, en ástæðan fyrir því að West Ham er hans lið er sú að fyrir rúmum 30 árum sá Sigþór West Ham steinliggja fyrir Tottenham, 5-1, sá aumur á þeim og hefur allar götur síðan stutt þá í gegnum súrt og sætt, þó aðal- lega súrt, eins og Sigþór orðaði það sjálfur. En svona líta seðlar þeirra félaga út. 1. Norwich - Coventry Sigurður IX Sigþór 1X2 2. West Ham - Arsenal 2 1 3. Newcastle - Blackbum 1 IX 4. Middlesbro - Man. Utd. X2 2 3. Tottenham - Fulham 1X2 1 6. Everton - Derby 1 1 7. Bolton - Charlton IX X2 8. Southampton - Sunderland 1 IX 9. Crewe - W.B.A. 1X2 1 10. Watford - C.Falace 1 X2 11. Walsall - Grimsby 1 X 12. Rotherham - Preston X2 2 13. Gillingham - Sheff.Wed. 1 1X2 Illa staöiö aö íslandsmóti kvenna í körfubolta Dómarar mæta ekki Kvennalið Snæfells úr Stykkis- hólmi tekur í vetur þátt í íslands- mótinu og spilar þar í 2.deild. Lið- ið er að mestu skipað ungum og efnilegum stúlkum sem eiga framtíðina fyrir sér. Liðinu hefur reyndar ekki gengið sem skyldi í upphafi móts og tapað fyrstu 4 leikjum sínum. Það hefur verið á- berandi í vetur hversu oft það hef- ur komið fyrir að dómarar sem dæma eiga leikina hreinlega mæti ekki til leiks. Sem dæmi má nefna að Snæfellsstúlkur keyrðu til Akureyrar fyrir skemmstu til að spila við heimastúlkur úr Þór. Þeg- ar norður var komið og leikur átti að hefjast voru engir dómarar til stað- ir og því góð ráð dýr, þessu var þó bjargað á síðustu stundu með því að fá stráka "ofan úr stúku" til að flauta. Svipað var uppi á teningn- um þegar stúlkurnar fóru austur að Flúðum, nema að þar var annar dómarinn mætturtil leiks. Það ertil skammar fyrir körfuknattleiks- hreyfinguna að þetta skuli koma fyrir. Stúlkurnar eru að leggja mik- ið á sig og eiga svo sannarlega betra skilið. R.G Snæfell á sigurbraut Á sunnudaginn sl. mætti körfuknattleikslið Snæfells Ár- manni/Þrótti í 1. deild karla. Er skemmst frá því að segja að Snæ- fell fórá kostum og sigraði 112-85, en leikurinn fór fram í Stykkis- hólmi. Léku Snæfellingar sinn besta leik, sérstaklega fyrstu þrjá leikhlutana, og leiddu m.a. 72-34 í hálfleik. Mestur vTarð munurinn í leiknum 41 stig, í öðrum leikhluta. Sat Bárður Eyþórsson, spilandi þjálfari Snæfellinga, spariklæddur upp í stúku á meðan lærisveinar hans yfirspiluðu gestina úr Reykjavík, hann tók út leikbann. Stigahæstur heimamanna var Or- lando Donaldson með 28 stig en hann átti sinn besta leik með Snæfelli á sunnudaginn. Ólafur Guðmundsson var með 25 stig, Atli Sigurþórsson með 20 og Helgi Guðmundsson 16. Næsti leikur Snæfellinga er gegn botnliði Sel- foss, en það er jafnfram síðasti leikur þeirra fyrir jól. Má því ætla að Snæfellingar haldi toppsætinu yfir jólin í það minnsta. smh Páls þáttur Hersveinssonar í síðari hálfleik kvað við sama tóninn. Fóru Faxar mikinn og lét Andrés Skógarvörður (Andy Woodward) til sín taka á miðjunni ásamt með og Páli Hersveins. Þá vöru þeir blökku bræður Matthías og Kristinn Klörusynir (Matthew og Chris Clarke) að vanda vand- anum vaxnir í vandaðri og vel vax- inni vörn Faxa. Skömmu áður en dómarinn andaði í blásturshljóð- færi sitt i þeim tilgangi að Ijúka leik þessum varð Föxum loks eitthvað ágengt en vildi það þannig til að Páli leiddist þófið og einn síns liðs, vopnlaus og bara á peysunni, fór hann á handahlaupi í gegnum vörn Stokkverja þvera og endi- langa og tók einn auka hring fyrir áhorfendur. Stöðvaði hann ekki för sína fyrr en á marklínu hvar hann spyrnti knettinum af þvílíku afli í silunganetið að það tók á fimmtu mínútu að losa hann. Var þá leik lokið og niðurstaðan sú að hvorugt liðið hafði unnið sigur. Mun því á ný blásið til sóknar á endurleikum (- rematch) sem fram fer á Bretóna- leikvanginum (Brittania) á Stokks- eyri í kveld. Ef að líkum lætur mun Halifax þar Ijúka því sem hafið var að aðstoða Stokkverja við að lúta í gras. Takist það, sem líkur eru til, munu fagrir Faxar mæta liði Efra túns (Everton) frá Grútartjörn (Liverpool) í þriðju umferð Effa krukkunnar (FA Cup). GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.