Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 28.12.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 28.12.2001, Blaðsíða 2
2 FOSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Simi: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 Skrifstofur blaðsins eru OPNAR KL. 9- 16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gisli Einorsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Bloðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Mór, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingor: Hjörtur J. Hjortorson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir ougl@skessuhorn.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó þriðjudögum. Auglýsendum er bent ó að panta auglýsingaplúss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til óskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. ú múnuði en krúnur 750 sé greitt með greiðslukorti. Vetð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 ...í aldanna skaut Gísli Einarsson, ritstjóri. Þegar þetta er ritað er árið 2001 senn að rentna sitt skeið samkvæmt þeim heimildum sem ég hef undir höndum. Það þurfa svosem ekki að teljast tíðindi því reyndar er það svo að á, að vísu ekki svo mjög langri ævi, man ég ekki eftir nokkru ári sem ekki hefur lokið með einum eða öðrum hætti. Því þarf það varla að koma á óvart þó þannig fari fyrir þessu fyrsta ári nýrrar aldar. Það er góð og gild venja um áramót að líta um öxl og renna sjónum yfir farinn veg og rifja upp á andartaki eða svo það helsta sem á daga hefur drifið síðasdiðna tólf mánuði. Ekki svo að skilja að það breyti neinu þar sem því sem að baki er verður naumast breytt úr þessu en það er nú einu sinni svo að maðurinn hefur yfirleitt meiri áhuga á for- tíðinni en framtíðinni. Segja má að árið sem senn er liðið í aldanna skaut hafi verið nokkuð viðburðarríkt hér á Vesturlandi eins og árin á undan reyndar einnig. Það er hinsvegar oft svo að þeir hlutir sem fyrst koma í hugann eru oft- ar þeir neikvæðu. Fyrst ber þá að telja hið hörmulega sjóslys við Snæ- fellsnes í byrjun desember þegar Svanborg SH strandaði við Ondverð- ames. Þar var þó Ijós í myrkri sem var giftusamleg björgun eins skip- verjanna. Jafhffamt því sem ég gleðst eins og aðrir Vestlendingar yfir því afreksverki sendi ég aðstandendum hinna þriggja áhafnarmeðlim- anna mínar dýpstu samúðarkveðjur. Fleiri slys á sjó og landi settu svip sinn á árið sem er að líða en oft fór þó betur en á horfðist. Mörgum þótti mikill sjónarsviptir að því þegar hið sögufræga hótel að Búðum varð eldi að bráð snemma árs þótt þar hafi einungis verið um eignatjón að ræða sem betur fer. Fróð- legt verður hinsvegar að fylgjast með uppbyggingunni á þeim stað sem virðist mörgum ferðamanninum svo hugleikinn. Þar kemur þá að á- nægjulegri minningum ársins en meðal þess má telja þá miklu upp- byggingu sem á sér stað í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Þar vegur með- al annars þungt stofnun þjóðgarðs á Snæfellsnesi sem loks varð að veruleika síðastliðið sumar. Ekkert lát virðist vera á grósku í þessari ungu atvinnugrein í kjördæminu og sífellt bætast við nýir aðilar og fleirí og fleiri ný tækifæri eru nýtt. Ný samgöngumannvirki eru okkur sveitamönnum ávallt hugleikin enda er það svo að við Vestlendingar höfum þurft að hossast á hálf- gerðum moldartroðningum ffam undir þetta. A síðustu árum hafa ver- ið unnin mörg stórvirki á sviði samgöngumála í kjördæminu og í ár bættist m.a. við nýr vegur yfir Snæfellsnesfjallgarðinn, Vatnaleið, lok- ið var við stórfelldar vegabætur í Borgarfirði og ffamkvæmdir hófust við lokaáfangann á Bröttubrekku. Betur má vissulega ef duga skal en full ástæða til að gleðjast yfir því sem þegar hefur verið gert. Ymislegt fleira mætti upp telja sem heldur hefur verið til að bæta geðið á þessu ári. Meðal annars margvísleg íþróttaaffek, bæði einstak- linga og hópa en hæst hlýtur þar að bera Islandsmeistaratitill Skaga- manna í knattspymu sem má túlka sem sigur íþróttaandans á auð- hyggjunni. Af íþróttum utan héraðs ber að sjálfsögðu hæst fádæma góður árangur hins ástsæla sparkliðs Halifaxhrepps sem með harðfýlgi hefur tekist að halda sér á botni langneðstu deildar í sinni sveit. I heildina hygg ég því að telja megi þetta ár nokkuð farsælt okkur Vestiendingu. Atvinnuástand hefur verið þokkalegt þrátt fyrir kreppu- væl, hey voru góð, gæffir þokkalegar og veðurfar skárra en í meðalári. Vona ég að næsta ár verði ykkur öllum til gagns og gamans. Skessuhom þakkar lesendum sínum samfylgdina á árinu sem, eins og marg off hefur komið ffam, er að líða og lítur björtum augum til þess næsta. Gísli Einarsson á áramótum. Umtalsverð fjölgrin íbúa á Vesturlandi Fjölgar í flestum sveitarfélögum Hagstofan hefur birt bráða- birgðatölur yfir mannfjölda á land- inu 1. desember 2001. Eins og fram kemur á forsíðu blaðsins í dag er fjölgun íbúa í þéttbýlisstöðum á Vesturlandi langmest á Akranesi og í Olafsvík en á síðarnefnda staðn- um er hún hlutfallslega mest á landsvísu. Ef litdð er til einstakra sveitarfélaga á Vesturlandi kemur í ljós að aðeins fækkar fólki í fjóram sveitarfélögum af sautján, þ.e. í Hvalfjarðarstrandarhreppi, Eyja- og Miklaholtshreppi, Dalabyggð og Saurbæjarhreppi. Hlutafallslega er fækkunin mest í tveim þeim síð- amefndu eða 5,3%. I Hvítársíðu- Á 15. sveitarstjórnarfundi Eyrar- sveitar þann 17. desember sl. vora samþykktar breytingar á nöfnum stofnanna sveitarfélagsins í kjölfar breytinga á sveitarfélaginu sjálfu úr Eyrarsveit í Grandarfjarðarbær. Var samþykkt að Grundarfjörður leysi Um klukkan þrjú, aðfararnótt annars dags jóla, varð bílvelta á ut- anverðu Snæfellsnesi, skammt frá Rifi. Vora tveir menn í bílnum sem valt en nokkur hálka var á veginum þegar óhappið varð. Var farið með þá báða á sjúkrahús, annan á Akra- hreppi stendur fólksfjöldi í stað en í öllum öðram sveitarfélögum fjölg- ar eitthvað. Mesta Ijölgunin er á Akranesi en þar bætast við 90 íbúar en hlutfallslega er fjölgunin mest í Skorradalshreppi. Þar fjölgar úr 47 í 57 eða um 21 prósent. Þá kemur Snæfellsbær vel út en þar fjölgar um 59 íbúa eða 3,4%. Hér að neðan má sjá mannfjölda í einstökum sveitarfélögum á Vest- urlandi samkvæmt bráðabirgðatöl- um Hagstofúnnar. Til samanburð- ar eru síðan endanlegar mann- fjöldatölur á sömu stöðum frá árinu 2000 og breytingar milli ára. Eyrarsveit af hólmi í nöfhunum og því munu fljódega á næsta ári nöfn stofnanna sveitarfélagsins verða eft- irfarandi: Bæjarskrifstofa Grundar- fjarðar, Grunnskóli Grandarfjarðar, Bókasafn Grandarfjarðar og svo ffamvegis. smh nes en hinn, sem var heldur meira slasaður, var fluttur til Reykjavíkur og þurfti þar að gangast undir að- gerð vegna beinbrota. Mennirnir köstuðust út úr bílnum og fundust nokkra metra frá honum. smh Rjúpnaskytta fannst látin Síðastliðinn laugardag leituðu björgunarsveitir úr Borgamesi, Borgarfirði, Akranesi og af höf- uðborgarsvæðinu manns um þrí- tugt sem gengið hafði til rjúpna frá Grímsstöðum á Mýrum snemma dags. Maðurinn var á ferð ásamt þremur öðram og þegar hann hafði ekki skilað sér til byggða á tilsettum tlma höfðu félagar hans samband við lög- reglu. Björgunarsveitarmenn vora strax kallaðir á vettvang og um ellefuleytið á laugardags- kvöld fann sporhundur manninn látinn í austanverðum Grím- staðamúla. Um tvo tíma tók að flytja hann að björgunarbíl en skyggni var slæmt vegna þoku. GE Afsökunarbeiðni Þau hörmulegu mistök urðu við vinnslu síðasta tölublaðs Skessuhoms að rangt var farið með nafn þess áhafharmeðlims Svanborgar SH sem fannst látinn eftir að Svanborg SH fórst undan Svörtuloftum á Snæfellsnesi, föstudaginn 7. nóvember sl. Kom fram í fréttinni, að útför Eyþórs Garðarssonar ætti að fara fram á tilteknum degi, en hann komst sem kunnugt er giftusam- lega lífs af úr hildarleiknum. Nafh hins látna var Sæbjöm Vignir Ásgeirsson og fór útför hans fram síðastliðinn laugardag. Skessuhom harmar þess Ieiðu mistök og biður alla hlutaðeig- andi velvirðingar. Ritstj. Syngur í Hólminum heima Mánudaginn 7. janúar næst- komandi mun Hólmarinn og bassasöngvarinn Davíð Olafsson hverfá til æskustöðva sinna og syngja á tónleikum í Stykkis- hólmskirkju. Davíð er óperasöngvari við Operana í Lúbeck í Þýskalandi og mun syngja í Stykkishólms- kirkju ásamt starfsbróður sínum þaðan, tenórnum Tomislav Muzek. I þessari Islandsheim- sókn sinni munu þeir eingöngu syngja í Stykkishólmskirkju og í Islensku Operunni, en á efhis- skránni era aríur og dúettar úr ýmsum áttum, m.a. eftir Strauss, Mozart, Puccini og Verdi. Að auki verður á efnisskránni söng- leikjatónlist og ítölsk ástarljóð. Undirleikari á tónleikunum verður systir Davíðs, Ester Olafsdóttir, en tónleikamir hefj- ast klukkan 20:30. smh GE 2001 2000 Fjölgun Hlutfall Vesturland 14,449 14,266 183 1,2% Hvalfjarðarstrandarhreppur 157 161 -4 -2,4% Skilmannahreppur 146 142 4 2,8% Innri-Akraneshreppur 125 127 -2 1,5% Akranes 5,517 5,431 90 1,6% Leirár- og Melahreppur 127 124 3 2,4% Borgarfjarðarsveit 689 688 1 0,1% Skorradalshreppur 57 47 10 21,2% Hvítársíðuhreppur 83 83 0 0% Borgarbyggð 2,523 2,468 55 2,2% Kolbeinsstaðahreppur 112 109 3 2,7% Eyja- og Miklaholtshreppur 114 119 -5 -4,2% Snæfellsbær 1,799 1,740 59 3,4% Eyrarsveit 959 952 7 0,7% Helgafellssveit 58 56 2 3,5% Stykkishólmur 1,235 1,229 6 0,5% Dalabyggð 658 695 -37 -5,3% Saurbæjarhreppur 90 95 -5 -5,3% Hlutfallslega erfjölgunin mest í Skorradalshreppi eða 21% Nafnabreytingar í Eyrarsveit Bílvelta við Rif

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.