Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2003, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 15.04.2003, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐTUDAGUR 15. APRIL 2003 uintssmiu^ (^enníti+i-^ Hugleiðingar um heyplast ogfleira Heill og sæll, Gísli ritstjóri! Hafðu þakkir íyrir mjög svo skemmtilegar ritstjórnar- greinar fyrr og síðar. En nú langar mig til að leggja orð í belg. Fyrir það fyrsta eru það þankar þínir um áhyggjur Manneldisráðs á vænleika dreifbýlismanna og hugmynda þinna hverju valdi þetta almenna hor á höfuð- borgarbúum. Þar er ég nefni- lega alls ekki sammála þér. Eg held að þessi mismunur stafi af því að höfuðborgarbúar eru að deyja úr sulti þar sem allir þeirra peningar fara í alls kon- ar niðurgreiðslur út á lands- byggðina og þar sé, sem sagt, fólkið sem hafi efni á að éta feitt rolluket með rjóma. Hvað hreyfinguna áhrærir finnst mér ég oft hafa heyrt þá þarna fyrir „sunnan“ tala um að ekkert sé betra fyrir sál og líkama en að fara út á lands- byggðina til að hreyfa sig. Fara í lengri eða skemmri göngutúra og þá helst til fjalla, svona til að losna við sjón- mengunina í byggð. Og er ég þá komin að næsta efni þessa bréfs, nefnilega áhyggjum íbúa Snæfellsbæjar yfir ó- merktum sveitabæjum. Ég get nú bara alveg ráðlagt þeim að vera rólegir í þeim efhum, ef ástandið hjá þeim er eitthvað í líkingu við ástand bæja frá Akranesi til Skagafjarðar, því þar þekkir maður bæina eftir umgengni um „SJON- MENGUN ALDARINN- AR“, nefnilega hvítu risabagg- ana, sem liggja oftast á víð og dreif, megnið af árinu, nú, eða þá í misjafnlega skelfilega ljót- um haugum, ýmist við stofu- gluggana, eða sem göng við þjóðveg eitt. Einn bærinn hér sunnan Skessuhorns er t.d. nefndur manna á milli, vegna ótrúlegs úrvals af heyrúllum, áburðarpokum og fleiru; „Ruslabærinn". Lengra upp í Borgarfirði er einn bærinn nefndur eftir skógræktinni, því þar hafa bændur „gróður- sett“ þetta hvíta plast við skóg- ræktargirðinguna! I Norður- árdal er bær nefndur eftir engjunum við Norðurá, því þar liggja rúllurnar gjarnan úti allt árið. Einn er nefdur „Plastgirðingabærinn“, annar „Gamli guli Landróverinn“. Svona inætti lengi telja, við þekkjum þá alla. Látum þessa nægja að sinni. Vegagerðin þarf ekkert að merkja þá á okkar kostnað. Okkar kostn- að? Og er ég nú komin að síð- asta atriði þessa bréfs, nefni- lega kostnaði okkar við að ffamfleyta bændum landsins. Mikið varð ég glöð á dögun- um þegar ég „misskildi" Jó- hann Arsælsson, þar sem ég hélt að hann vildi fara að fella niður beingreiðslur til bænda. Og mikið varð ég hrygg í gær- kvöldi er ég las Skessuhornið og sá þá svart á hvítu að það vildi hann alls ekki. Heldur borga líka með ÖLLUM hin- um. Þar fór mín einasta von um að stjórnmálaflokkur þyrði að taka á þessum málum fyrir þessar kosningar. Hvað á þetta lengi yfir okkur að ganga, að borga með atvinnu- greinum? Guð, hvað ég hlakka til þegar við verðum aðilar að alþjóðasamningum þar sem atvinnutengdir styrkir eru BANNAÐIR. Og ég veit líka, að þótt þéttbýlisbúar láti lítið í sér heyra, eru þeir flest- ir sama sinnis. Afhema alla at- vinntengda styrki. Hverju nafni sem þeir nefhast. Þetta er þvílíkt óréttlæti. Það mætti nú aldeilis lækka skattana með þeirri einu aðgerð. Og megn- ið af þeirri upphæð færi aftur til föðurhúsanaa, á höfuð- borgarsvæðið. Gætu þá íbúar þar tekið upp gleði sína og hefðu nú efhi á að kaupa sér sykur og sælgæti og tekið að fitna til jafns við dreifbýlisfólk. Hið margumtalaða jafnvægi kæmist á í byggðum landsins. Bestu kveðjur héðan úr blessaðri vorblíðunni á Akra- nesi, Margrét Jónsdóttir melteigur@simnet.is Eg veit aó þió hafió öll heyrt eóa lesió um þessifræói áóur, en éghef ekki séó neinn útskýra þetta eivs vel og hinn alvísa Clijf Calvin í Staupasteini. Cliff Calvin var aö útskýra Buffala-kenninguna fyrir vini sínum Norm og þaó gekk svona fyrir sig: „Sjáðu nú til Norm, þetta virk- ar svona.... Buffalahjörð getur aðeins farið jafn hratt og hægasti buffalinn í hjörðinni. Og þegar veitt er úr hjörðinni eru það hinir hægustu og veik- ustu aftast í hjörðinni sem eru drepnir fyrst. Þetta náttúrulega val er mjög gott fyrir hjörðina í heild sinni því að með reglu- legum drápum á veikusm og hægustu einstaklingunum bamar heilsufar hjarðarinnar og hraði hennar. Á sama hátt má segja að mannsheilinn geti aðeins unnið eins hratt og hægustu heilasellurnar leyfa. Eins og við öll vimm þá drepur alkohól heilasellur en eðlilega drepur það hægusm og veik- usm sellurnar fýrst. Á þennan hátt veldur regluleg inntaka á- fengis því að veikari sellumar drepast og þar með því að heil- inn verður hraðvirkari og skil- virkari. Þetta er ástæðan fyrir því að maður verður svona klár efdr nokkra bjóra!“ Flokkur jafnréttis Erindi flutt á Jafnréttisþingi, sem haldið var á Akureyri 7. apríl 2003 Þegar horft er nokkra ára- tugi aftur í tímann, þá er óhætt að segja að okkur Islendingum hafi miðað talsvert í átt til auk- ins jafnréttis karla og kvenna, sérstaklega hvað varðar hið formlega umhverfi jafnréttis- mála, þ.e. lagalegt umhverfi, formleg viðmið og úrræði til að framfylgja lögum. En það er jafh óhætt að segja að hvergi nærri hefur okkur tekist að skapa þau huglægu viðmið og viðhorf sem þarf til þess að hægt sé að tala um fullt jafn- rétti karla og kvenna. Það er því ástæða til að halda áfram að ræða, rannsaka og leggja til úr- bætur í jafnréttismálum. Innan Framsóknarflokksins hefur um langt árabil átt sér stað lifandi umræða um jafn- réttismál og flokkurinn varð þannig fyrstur flokka til að samþykkja jafnréttisáætlun, árið 1996, sem tekur til allra stofnana flokksins. Á síðasta flokksþingi, í febrúar s.l., var samþykkt ný ályktun með ýms- um nýjungum sem ætlað er að verða jafnréttisbaráttunni til framdráttar. Þar er m.a. kveðið á um að hluti af starfsemi á skrifstofu flokksins skuli helg- aður jafhréttismálum og jafn- framt eru gerðar kröfur til allra stofnana flokksins um að þær vinni starfsáætlun árlega, þar sem fram komi hvernig þær hyggjast vinna á grundvelli jafhréttisáætlunar og hvaða að- gerðir eru fyrirhugaðar í þeirn tilgangi. Ég vil leyfa mér að fullyrða að frá því að Framsóknarflokk- urinn fór að taka jafnréttismál formlega á dagskrá hefur jafn- réttishugsjónininni vaxið veru- lega fiskur um hrygg innan flokksins. Ekki þarf að fjölyrða um þau skýru skilaboð og miklu hug- lægu áhrif sem sú staðreynd hefur, að meirihluta þessa kjör- tímabils, sem nú er að líða, hafa ffamsóknarkonur skipað ráðherrastöður til jafns við karlana og jafhréttisstarfið inn- an flokksins skilar sér einnig í röðun á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Þannig má t.d. benda á að 3 konur og 3 karlar leiða framboðslistana í hinum 6 nýju kjördæmum og hlutfalla kynja í efstu sætum listanna er nokkuð jaínt. Þetta gerist þrátt fyrir það að kjör- dæmunum fækkar og baráttan um efstu sæti eykst að sama skapi. Framsóknarflokkurinn er þannig í raun sú fyrirmynd í íslenskum stjórnmálum, sem við teljum svo nauðsynlegt að hafa í jafnréttisuppeldi. Eg held að enginn geti mælt því mót. I stefhuskrá flokksins fyrir komandi kosningar eru ákvæði sem sérstaklega er beint að launamun kynjanna, sem svo sannarlega er ljótur bletmr á okkar samfélagi og nauðsyn- legt að ráðast gegn. I þessu sambandi leggjum við m.a. til að rannsóknir á kjaramun kynj- anna, í samvinnu við atvinnu- lífið sjálft, verði auknar og nið- urstöður þeirra notaðar til að auka umræðu og meðvitund um launamun kynjanna, sem meðal annars á sér rætur í mis- munandi fjölskylduábyrgð og skorti á möguleikum til sam- ræmingar fjölskyldu- og at- vinnulífs. Þá er einnig lagt til að ráðist verði í sérstakt átak til að auka áhrif kvenna í atvinnu- lífinu, bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði. Herdís A. Scemundsdóttir Við vimm að konur reka ein- ungis um 20% fyrirtækja í landinu og það er því augljóst að hugmyndir og kraftar kvenna í þágu íslensks atvinnu- og efnahagslífs eru ákaflega vannýttir. Svo ég víki aðeins að þeirri gagnrýni sem sem heyrst hefur varðandi áherslur ríkisvaldsins í uppbyggingu atvinnulífsins, þar sem það er t.d. gagnrýnt að fyrirhugaðar virkjunar- og ál- versframkvæmdir á Austur- landi muni fyrst og fremst skapa ný störf fyrir karla. Þeirri gagnrýni hefur verið svarað með tvennum hætti, annars vegar að hér sé ekkert síður um að ræða kvennastörf en karla- störf og svo hins vegar þá hafa menn bent á að afleidd störf muni nema hundruðum og að þau störf muni ekki síst verða til í hvers kyns þjónustu í kring urn virkjun og álver og þar séu konur í miklum meirihluta. Til að glöggva okkur bemr á stöð- unni og fleyta okkur áfram í umræðunni, vil ég varpa því fram hér að hlutaðeigandi ráðuneyti, sveitarfélög og aðrir þeir sem vinna að jafhréttis- málum kanni og kyngreini öll þau störf sem skapast munu í kring um þá miklu uppbygg- ingu atvinnulífsins sem á- kvörðun um virkjun við Kára- hnjúka og byggingu álvers hef- ur í för með sér. Þótt sitthvað hafi áunnist er augljóst að enn er af nógu af taka og trúlega verður það seint sem ekki verður þörf fyr- ir vettvang umræðu um jafh- réttismál. Misrétti kynjanna tekur stöðugt á sig nýjar og nýjar myndir í takt við nýja og breytta heimsmynd. Skugga- hliðar alþjóðavæðingarinnar og gróðahyggjunnar birtast ekki hvað síst í kynjamisrétti, klámvæðingu og auknu ofbeldi gegn konum. Það er því mikil- vægt að sofha ekki á verðinum og bregðast skjótt við nýjum straumum og breytingum á samfélagsháttum. HerdtsA. Sæmundardótti?; kennari vió Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki skipar 3. sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.