Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2003, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 15.04.2003, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐTUDAGUR 15. APRIL 2003 ^>nl.39Unu>.. ~Penninn^^ Endurheimtum sjálfstæði sjávarbyggðanna Flestum er kunnugt um það óvissuástand sem sjávar- byggðir landsins búa við sökum hins frjálsa framsals veiðiheimildanna. Fiskimið- in sem myndað hafa undir- stöðu margra byggðarlaga eru auðvitað alltaf á sínum stað en öðru máli gegnir um réttinn til að nýta þau. Ef kvótinn fer getur tilveru- grundvöllurinn nánast horf- ið í einu vetfangi og afleið- ingarnar orðið fjöldaat- vinnuleysi, húseignir verð- lausar og vandaverk að byggja upp atvinnulíf við- komandi staðar á nýjan leik. Svo lengi sem núverandi kvótakerfi er við lýði er þessi hætta alltaf til staðar og ó- vissan er iðulega dragbítur á vöxt byggðarlaganna. Það verður að binda enda á þetta ástand og gera sjávar- byggðunum kleift að endur- heimta sjálfstæði sitt. Heimamenn verða að fá meira vald yfir sínu eigin at- vinnulífi og framtíð samfé- lagsins. Það getur vart talist annað en sanngirnismál á þeim stöðum þar sem fólk hefur kynslóð eftir kynslóð unnið af hörku og dugnaði fyrir sjávarútveginn og skap- að verðmæti fyrir þjóðarbú- ið. Aflakvótinn er ekkert síð- ur eign þess en annarra. Rétt byggðanna verður að tryggja Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur lagt fram ít- arlegar tillögur í sjávarút- vegsmálum. Þar er þess kraf- ist að nýtingarréttur sjávar- byggða, sanngirni í skipt- ingu þjóðarauðs og vistvæn sjónarmið í veiðum og vinnslu ráði ferð í íslenskum sjávarútvegi. Breytingarnar myndu ganga í gegn á 20 árum þar sem aflaheimildir yrðu afskrifaðar um 5% á ári frá núverandi kvótahöfum þar til öllum kvótanum hefði verið skilað til þjóðarinnar. Endurheimtar veiðiheim- ildir yrðu teknar og þeim skipt í þrennt. Einn hluti yrði tengdur byggðarlögun- um og heimaaðilar sjálfráðir um hvort þær heimildir væru leigðar eða þeim deilt út eft- ir sérstökum reglum. Annar hluti yrði boðinn út til leigu á landsmarkaði til sex ára í senn og útgerðum jafnt sem vinnslustöðvum heimilt að taka aflaheimildir á Ieigu. Þriðji hlutinn yrði endur- leigður þeim fyrirtækjum sem fýrnt var frá með sér- stökum samningi til sex ára. Ráðstöfun síðastnefnda þriðjungsins kæmi til endur- skoðunar áður en 20 ára að- lögunartíminn er úti. Allt framsal og brask yrði óheim- ilt enda frjálsa framsalið úr sögunni. Einnig leggjum við á- herslu á að auka hlut dag- róðrabáta og efla vistvænar strandveiðar. Sjávarjarðir eiga líka að fá skilgreindan útræðisrétt. Hér er farið fram af mikilli sanngirni og varfærni en þó festu. Ekki er verið að kippa fótunum undan rekstri nú- verandi sjávarútvegsfyrir- tækja. Ef litið er á kvótakaup sjávarútvegsfyrirtækja fram til þessa sem hverja aðra fjár- festingu, sem sumir hafa haldið fram, þá verður 5% afskrift alls ekki óeðlileg miðað við afskrift annarra framleiðsluíjármuna. Oryggi fyrir alla Flest fólk sækist eftir ör- yggi í lífinu og að geta gert áætlanir fram í tímann. Eng- inn vill heldur standa uppi atvinnulaus í verðlausu húsi eftir margra ára starf. Fólkið í sjávarbyggðunum hefur verið að vinna gull fyrir landið. Þetta fólk hefur skapað grundvöllinn fyrir arðbærum sjávarútvegi og þeim lífskjörum sem við búum nú við, en þarf samt að þola meira óöryggi en flestir Islendingar - nokkuð sem enginn getur sætt sig við. Það er vegna þessa fólks sem við þurfum umbætur á kvótakerfinu á raunhæfum grunni. Tillögur okkar Vinstri-Grænna tryggja rétt og öryggi fólksins í sjávar- byggðunum, en treysta jafn- framt stöðugleika og fulla hagkvæmni í rekstri útgerð- ar og fiskvinnslu. Utdráttur: Stefna Vinstri- Grænna í sjávarútvegsmál- um tryggir vistvænar veiðar, rétt og öryggi fólksins í sjáv- arbyggðunum, en treystir jafnframt stöðugleika og fulla hagkvæmni í rekstri út- gerðar og fiskvinnslu. Jón Bjamason alþm. skipar 1. sæti á lista VG í Norðvest- urkjördœmi. Arni Steinar Jóhannsson, alþm. skipar 2. sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi. Fjölþœtt innrömmunarþjónusta s.s málverk - útsaumur - Ijósmyndir - veggspjöld og fleira Nota aðeins úrvalsefni Sýrufrítt karton Glœrt og matt gler Innrömmun Steina Ben Þórðargötu 24 - Borgamesi Símar 437 1465 & 862 1365 Netfang steiniben@simnet.is SKILTAGERÐ- HÚSAMÁLUN Bjarni Steinarsson málarameistari Borgarnesi Skiltagerðin Borgarnesi ehf. Sími 437 1439 Fax 437 1590 R ÉSI n: IÐ JÁ m ÞRÁINS E. GÍSLASONAR SF. Vesturgötu 14 • Akranesi Sími: 430 3660 • Farsími: 893 6975 Bréfsími: 430 3666 DÆLUBILAR Dælubílaþjónusta Tek að mér að dæla upp úi Tek að mér að dæla upp úr brunnum, sandgildrum, fitugildmm og rotþróm, stíflulosun og fleira. Er staðsettur í Borgarnesi, en geri verðtilboð um land allt. Upplýsingar veitir Sigurður í síma: 862 4974 FYRIRTÆKI - HEIMILI SUMARHÚS Þetta fyrirtæki er vaktað ! Háþrýstiþvottur NÆTURSIMI 690 3900,6903901,6903902 * Einangrunargler * Öryggisgler * Speglar Fljót og góð þjónusta Sendum á staðinn GLER s ÖLLIN Ægisbraut 30 • Akranesi • Sími 431 2028 • Fax 431 3828 Blóm Búsáhöld Gjafavara Leikföng M ...... % M1 HAUHS r Sími 437 1125 — Tek oð mér þrifá útihúsum, stéttum og geri hús klár fyrir málun ÆGIR ÁGÚSTSSON - 692 2802 Herbalife - heilsunnar vegna www.fanneyxx.topdiet.is Fanney 660 1666 Brynja 660 1668 TAXI BOFSGARNESI GSM: 892 7029 Sæmundur jönsson Leigubifrebastjóri Getum við a c Fjölritunar- og útgáfuþjónustan ðstoðað þig? Borgarbraut 55 310 Borgarnes Símar: 437 2360 / 893 2361 Fax: 437 2361 Netfang: olgeirhelgi@islahdia.is Viltu léttost hrott og örugglego? WWW.DIET.IS Hringdu núnci í símci 699 1060 - Mcirgrét

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.