Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2003, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 15.04.2003, Blaðsíða 15
jb£33U1U>. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 2003 15 Molar Ágúst Örlaugur Magnússon hefur verið valinn í u-19 ára landslið l'slands sem mætir Skotum í tveimur æfingaleikj- um í Skotlandi þann 22. og 24. apríl. Ágúst Örlaugur er eini Skagamaðurinn í hópnum. Skagamenn mæta Aftureld- ingu í Fífunni íkvöld í næstsíð- ustu umferð deildarbikarsins. Til að komast áfram í átta liða úrslit keppninnar verða Skagamenn að sigra í kvöld sem og í síðasta leik sínum gegn Fram sem háður verður viku síðar. Ólafur Þórðarson kom inná í tveimur leikjanna í mótinu á Spáni í síðustu viku. Ólafi vantar nú 19 leiki í 400 leikja múrinn en fremur ólíklegt verður að teljast að Ólafur nái þeim leikjafjölda úr þessu. Skallagrímur lék gegn Magna frá Grenivík í deildarbikar- keppninni í knattspyrnu um síðustu helgi. Liðin skildu jöfn 2 -2 og skoruðu þeir Guðjón Fjeldsted Ólafsson og Ágúst Valsson mörk Skallanna. Þess má geta að Almar Viðarsson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum en það er hið fjórða í þeim lit sem Borgnesingum er látið í té í síðustu þremur leikj- um. Eins og fram kemur hér á síðunni er íslandsmótið í hreysti um næstu helgi þar sem Borgnesingurinn Sigur- björn Guðmundsson freistar þess að verja titilinn. Þrír aðrir vestlendingar taka þátt í mót- inu að þessu sinni, þeir Garð- ar Sigvaldason og Jóhann Pétur Hilmarsson frá Akranesi og Sigurður Örn Sigurðsson úr Borgarnesi. Fyrirtæki í Borgarnesi styðja hreystikappa Sigurbjörn Guðmundsson íslands- og bikarmeistari í hreysti. að fá þennan stuðning," segir Nokkur fyrirtæki í Borgarbyggð hafa tekið sig saman um að styðja myndarlega við bakið á Borgnesingnum Sigur- birni Guðmundsyni, Is- lands og bikarmeistara í hreysti (fitness) en hann kemur til með að verja íslandsmeistaratitilinn nú um páskana. „Það sem knýr okkur til að setja saman styrktar- pakka fyrir Sigurbjörn er að hann hefur náð af- burðaárangri í sinni í- þrótt og við viljum hvetja hann til áfram- haldandi góðra verka,“ segir Stefán Logi Har- aldsson framkvæmda- stjóri Vírnets-Garða- stáls. Önnur fyrirtæki sem styðja hreystikappann eru Búnaðarbankinn í Borgar- nesi, Sparisjóður Mýrasýslu, Kaupfélag Borgfirðinga, Loftorka, Sólfell, Borgarverk, Sjóvá Almennar, TM og V(s. „Við erum stoltir af því að eiga fremsta afreksmann landsins í þessari vaxandi íþrótt og það má líka segja að það sé vel við hæfi með tilliti til sögunnar þar sem Egill heitinn Skalla- grímsson var einn af fyrstu „Fitnessköppunum," segir Stefán. „Það er gífurleg lyftistöng Sigurbjörn. „Það er mikil vinna og kostnaður sem ligg- ur á bak við árangur í þessari íþrótt. Þessi stuðningur hefur því mikið að segja og ég er afar þakklátur öllum sem hafa stutt mig fyrir komandi átök.“ Sigurbjörn býr sig undir að verja titilinn eins og fyrr segir og er bara nokkuð bjartsýnn. „Stefnan er sett á að verja tit- ilinn og ég bíð í ofvæni eftir keppninni. Formið hefur aldrei verið betra og ég get ekki annað sagt en að þetta legg- ist vel í mig.“ GE Héraðsþing HSH Héraðsþing Héraðssam- bands Snæfellsness og Hnappadalssýslu var haldið í Lindartungu í Kolbeinsstaðar- hrepp laugardaginn 5. apríl sl. í boði UMF-Eldborgar og hreppsnefndar Kolbeinsstað- arhrepps. Gestir þingsins voru Stefán Konráðsson, framkvæmdar- stjóri ÍSÍ, Ásdís Helga Bjarna- dóttir, ritari UMFÍ og Þáll Guð- mundsson, starfsmaður UMFI. Á þinginu voru fjórir félagar heiðraðir og voru það Garðar Svansson ,UMFG og Ríkharð- ur Hrafnkelsson, GMS, sem fengu silfurmerki ÍSÍ og Hjör- leifur Kr. Hjörleifsson, Snæfelli, og Gunnar Svanlaugsson, Snæfelli, sem fengu starfs- merki UMFÍ. Fjöldi af tillaga lá fyrir á þing- inu og þær helstu voru að: * Stjórn HSH fagnar ákvörð- un Menntamálaráðuneytisns um að stofnaður verði fram- haldsskóli á Snæfellsnesi. * Samþykkt var að taka upp þátttökugjöld á héraðsmótum HSH í sundi, frjálsum íþróttum og knattspyrnu. * Þingið samþykkti að skipa þriggja manna milliþinganefnd sem á að yfirfara reglugerðir HSH um skiptingu Lottótekna sambandsins. * Samþykkt var að hvetja aðildarfélögin til að fjölmenna á 6. ULM sem haldið verður á ísafirði verslunarmannahelgina 2003. Stjórn HSH skipa Guð- mundur M. Sigurðsson for- maður, Garðar Svansson vara- formaður, Sigríður Elísabet El- isdóttir, Margrét Þórðardóttir ritari og nýr meðstjórnandi er Kristján Magnússon sem tekur við af V. Lilju Stefánsdóttur sem gaf ekki kost á sér aftur í stjórn. Framkvæmdarstjóri HSH er Alda Pálsdóttir. í lok þings þakkaði formaður HSH V. Lilju Stefánsdóttur fyrir margra ára vel unnin störf í Mfl. ÍA á Spáni Einn sigur og tvö töp Ólafur Þórðarson „messar“ yfir sinum mönnum í leikhléi gegn Fylki. Mfl. ÍA kom heim á laugar- dagskvöldið eftir vel heppn- aða æfingaferð til Canela á Spáni. Skagamenn léku þrjá leiki í mótinu, unnu einn en töpuðu tveimur. Fyrsti leikur- inn í mótinu var gegn Aftureld- ingu. Sá leikur vannst nokkuð örugglega 4-2 en Mosfellingar leiddu 1-0 í hálf- leik. Skaga- menn svöruðu með fjórum mörkum í upp- hafi síðari hálf- leiks (Guðjón Sveinsson 2, Hjörtur Hjartar- son og Garðar Gunnlaugsson) áður en fyrrum leikmaður ÍA, Sturla Guðlaugsson, minnkaði muninn rétt í blálokin. Næsti leikur Skagamanna var gegn Fylki tveimur dögum seinna og skyldi sá leikur ráða úrslitum um hvort liðið léki til úrslita á mótinu. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn allan fyrri hálfleikinn voru Skagamönn- um mislagðir fætur upp við mark Fylkis og ein þrjú mjög góð færi fóru í súginn. Staðan í hálfleik, 0-0. Heldur dró af Skagamönnum í síðari hálf- leik. Fylkismenn gengu á lag- ið, náðu yfirhöndinni og tryggðu sér sigur með tveimur mörkum gegn engu. Á föstudaginn léku Skaga- menn um þriðja sætið við Grindvíkinga. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og lítið um marktækifæri. Það var ekki fyrr en tuttugu mínútum fyrir leikslok að fyrsta markið kom. Það skoruðu Grindvík- ingar. Eftir markið lögðu Skagamenn meiri áherslu á sóknarleikinn með þeim afleið- ingum að vörnin opnaðist tvisvar illa á síðustu tíu mínútum leiks- ins. Þessi mistök færðu Grindvík- ingar sér í nyt og tryggðu sér ör- uggan sigur, 3-0. Þrátt fyrir ár- angur Skaga- manna á mótinu hafi valdið nokkrum vonbrigðum var Ó- lafur Þórðarson heilt yfir á- nægður með æfingaferðina. Liðið æfði að jafnaði tvisvar á dag við úrvals aðstæður og það er mikilvægt á þessum tíma árs. Skagamenn verða varla dæmdir af úrslitum leikj- anna á mótinu þar sem að meðaltáli vantaði 5-6 leik- menn í hvern einasta leik í mótinu, ýmist vegna meiðsla eða annara forfalla. Engu að síður er það áhyggjuefni ef Ó- lafi Þórðarsyni gefast fá tæki- færi til að stilla upp sínu sterkasta liði í einhverjum æf- ingaleikjum fyrir íslandsmótið sem hefst eftir rétt rúman mánuð. Guðjón H. Sveinsson var markahæstur Skagamanna á mótinu með tvö mörk. Kjötsúpureið Faxa Föstudaginn langa er ætlunin að fjölmenna ríðandi í Brún í Bæjarsveit. Þar verður seld kjötsúpa (500,- kr) og léttar veitingar frá kl 14-15. Hestamannafélagið Faxi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.