Skessuhorn - 31.03.2004, Side 8
MIÐVTKUDAGUR 31. MARS 2004
Vel heppnuð árshátíðarsýning í Borgamesi
Arshátíðarsýning Nemenda-
félags Grunnskóla Borgarness
að þessu sinni er Gúmmí Tarz-
an eftir Ole Lund Kirkegaard í
leikstjórn Margrétar Eir Hjart-
ardóttur. Verkið var frumsýnt í
félagsmiðstöðinni Óðali í síð-
ustu viku og var uppselt á allar
íjórar sýningarnar sem skipu-
lagðar voru og var því bætt við
þremur aukasýningum og er sú
síðasta í kvöld.
Um 50 leikarar taka þátt í
sýningunni, auk fjölda annara
sem að henni koma og hafa
krakkarnir fengið mikið lof fyr-
ir frammistöðu sýna.
Bærinn fyrr í sumarskrúðann
Sigurvegararnir í stóru upplestrarkeppninni.
Stóra upplestrar-
keppnin á Akranesi
Stóra upplestrarkeppnin fór
fram í Vinaminni á Akranesi
miðvikudaginn 24. mars. Und-
irbúningur keppninnar hefur
staðið lengi yfir, hófst sl. haust
á degi íslenskrar tungu þann
16. nóvember. Undankeppni
fór svo fram í báðum grunn-
skólunum, en þá voru 6 bestu
lesarar í 7. bekkjum í hvorum
skóla valdir. Þessir 12 kepp-
endur lásu svo brot úr sögu um
Hjalta litla og ljóð. Dómnefnd
var ekki öfundsverð að velja þá
þrjá bestu enda frammistaða
nemenda með afbrigðum góð
og greinilegt að undirbúningur
hefur skilað sér vel. Niðurtaðan
var sú að Gígja Gylfadóttir
lenti í 1. sæti, Harpa Lind
Gylfadóttir í 2. sæti og Arna S.
Birgisdóttir í því þriðja. Allar
eru stúlkurnar úr Grundaskóla
og fengu þær peningaverðlaun
sem Sparisjóður Mýrarsýslu
veitti.
Arshátíð Brekku-
bæjarskóla 2004
ekki
Árshátíð BreTtkubæjarskóla
var haldin 9. og 10. mars s.l. og
voru 2 sýningar hvorn dag að
undangengnum 4 nemendasýn-
ingum.
A dagskrá árshátíðarinnar
voru margskonar atriði m.a. var
leikritið „Vamsberamir" sýnt
eftir Herdísi Egilsdóttur, það
var sérstakt leiklistarval sem sá
um það. Einnig vom dansatriði,
íþróttir og margskonar smærri
leikþættir og árshátíðinni lauk
með dúndrandi Ieik unglinga-
hljómsveitarinnar Synu.
Sú nýbreytni var nú, að sér-
stakt árshátíðarval 9. og 10.-
bekkja sá um undirbúning og
ffamkvæmd árshátíðarinnar á-
samt kennumm og fóm nokkrir
nemendur m.a. á námsskeið í
lýsingu og förðun af þessu til-
efni. Alls komu ffam um 250
börn á aldrinum 6 til 15 ára og
geta þau verið afar stolt af sínu
framlagi því árshátíðin þótti
takast sérstaklega vel , ein-
kenndist af lífsgleði hjálpsemi
og vináttu.
Boðaðar hafa verið breyting-
ar á vinnuskólanum á Akranesi.
Skessuhorn tók Einar Skúla-
son, æskulýðsfulltrúa tali og
spurði í hverju breytingarnar
væru fólgnar. „Við höfum
verið að endurskoða
reksturinn, en starfseini
vinnuskólans er styttri núna
vagna lengingu skólaásrsins.
Einnig höfum við séð að 17 ára
unglingar eiga erfitt með að ná
sér í sumarvinnu og höfum við
því þurft að bregða á það ráð
undanfarin ár að leysa það með
atvinnuátaki uppúr miðju
sumri,“ sagði Einar. Nú í ár
mun verða atvinnuátak fyrir 17
ára unglinga frá því strax í
sumarbyrjun samhliða vinnu-
skólanum, jafnframt verða
gerðar breytingar á vinnutíma
þeirra sem yngri eru. Mestar
verða breytingarnar hjá þeim
yngstu, 14 ára unglingar munu
vinna hálfan daginn í 4 viku en
vinnutími 15 og 16 ára verður
skorinn niður um eina viku.
Þetta er gert til að mæta þeim
kostnaðarauka sem fylgir því
að bjóða 17 ára unglingum upp
á sumarvinnu. Einar segir að
reynslan sýni að það rofi oft til
á vinnumarkaðnum fyrir þenn-
an hóp þegar líða tekur á sum-
arið. Allir unglingar, sem þetta
mál varðar og forráðamenn
þeirra munu nú á næstunni fá
bréf með upplýsingum um
þessar breytingar og hvað þær
hafa í för með sér. Að sögn
Einars er annar ávinningur
með þessari breytingu, en
starfsemi vinnuskólans mun
fara fyrr af stað en undanfarin
ár eða síðustu vikuna í maí en
þá má reikna með að 17 ára
unglingar komi til vinnu.
„Bærinn verður því kominn í
sumarskrúðann mun fyrr en
undanfarin ár.“
-hdp