Skessuhorn


Skessuhorn - 14.04.2004, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 14.04.2004, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 2004 únC.9dUtU/^ Kaffihúsa-konsert í Tónlistarskólamnn Laugardaginn 17. apríl nk stendur Tónlistarskóli Borgar- fjarðar fyrir Kaffihúsa-konsert frá kl. 15:30 -18:00 í Tónlistar- skólanum að Borgarbraut 23. Þar munu nemendur flytja fjöl- breytta tónlistardagskrá, verður meðal annars leikið á hin ýmsu hljóðfæri og flutt lög úr söng- leikjum. A meðan gestir njóta tónlistarinnar geta þeir keypt sér kaffi og meðlæti. (Tréttatilkynning) Þórunn Reykdal, Anna Heiða Baldursdóttir, Margrét Lilja Gunarsdóttir og Lára Kristín Gísladóttir. Dráttarvéladagnr á Hvanneyri Næstkomandi laugardag, þann 17. apríl, verður haldin há- tíð á Hvanneyri helguð hinu merka tæki, sjálfri dráttarvélinni. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem gestum og gangandi gefst m.a. kostur á að berja augum dráttarvélar af öll- um stærðum og gerðum og á ýmsum aldri, allt frá forngripum búvélasafnsins að nýjustu ár- gerðunum ffá vélaumboðunum. Ungmennasamband Borgar- fjarðar stendur fýrir keppni í akstursleikni á dráttarvélum o Skólafélag Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri stendur fyrir dráttarkeppni þar sem bændur reyna með sér í drætti á sínum vélum. Hátíðin hefst klukkan 13.00 og líkur með pylsuveislu og verðlaunaafhendingu kl. 17.00. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í akstur- eða dráttarkeppni þurfa að tilkynna þátttöku til: Lárusar 869-4275 larpet@aknet.is og Hjalta868-0083 nem.hjaltis@hvanneyri.is Sameining nauðsynleg Svæðisfélag Vinstrihreyf- ingarinnar græns framboðs (VG) á Akranesi og nágrenni hélt nýlega opinn fund um framtíðaruppbyggingu á Grundartangasvæðinu í ljósi nýgerðs samnings um samein- ingu hafna við Faxaflóann. Frummælendur voru Gísli Gíslason bæjarstjóri Akranes- kaupstaðar, Arni Þór Sigurðs- son forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, Jón Haukur Hauksson hreppsnefndarmað- ur í Hvalfjarðarstrandahreppi og Brynjólfur Þorvarðarson kennari í Heiðarskóla. Auk þess flutti Jón Bjarnason þing- maður VG í Norðvesturkjör- dærni stutt ávarp í lok fundar- ins. Frummælendur voru sam- mála um að miklir möguleikar væru til uppbyggingar á Grundartangasvæðinu og að áhrif hennar á mannlíf og at- vinnustarfsemi á Vesturlandi yrði jákvæð. Einnig kom fram í máli þeirra að núverandi fyr- irkomulag skipulags- og sveit- arstjórnarmála á svæðinu væri þröskuldur í vegi þeirra fram- fara sem fyrirsjáanlegar eru. Fjörugar umræður urðu að loknum framsöguerindum og komu þá meðal annars fram á- hyggjur vegna umhverfisáhrifa vegna aukinna umsvifa á svæð- inu, bæði af völdum stóriðju- vera en einnig vegna ýmis konar hafnsækinnar starfsemi. I máli Jóns Bjarnasonar í lok fundar kom fram að samfélag- ið og umhverfið væru rétt að byrja að búa sig undir þær breytingar sem í vændum væru. Hann benti á að núver- andi fyrirkomulag skipulags- mála, þar sem nánast væri sér skipulag fyrir hvern fermetra, væri óásættanlegt fyrir samfé- lagið. Niðurstaða fundarins má segja að hafi verið sú að framundan væru spennandi tímar uppbyggingar og breyt- Jón Bjarnason þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi inga. Nauðsynlegt væri að umræða um þessar breytingar færi fram svo sem flestir geti áttað sig á því sem framundan er og tekið þátt í fyrirhugaðri uppbyggingu. Loks væri frek- ari sameining sveitarfélaga skilyrði fyrir því að mannlíf, atvinnuþróun og umhverfis- mál þróist með þeim hætti sem best væri á kosið. Karlakór Rangæinga á ferð Karlakór Rangæinga ásamt Signýu Sæmundsdóttur halda tónleika að Lyngbrekku föstu- daginn 23. apríl kl. 20.30. stjórnandi kórsins er Guðjón Halldór Oskarsson, undirleik- arar eru þeir Bjarni Þór Jón- atansson og Grétar Geirsson. Tónleikarnir verða endur- teknir í Olafsvíkurkirkju laug- ardaginn 24.apríl kl. 14.00 og í Grundarfjarðarkirkju sama dag kl.17.00. Efnisskrá er fjöl- breytt ma. lög eftir Björgvin Þ. Valdimarsson og úr Kátu ekkj- unni. (fréttatilkynning) Miirningatónleikar í sumar Hópur manna á utanverðu Snæfellsnesi hyggst standa fyr- ir minningartónleikum í sumar um Kristinn Kristjánsson eða Didda í Bárðarbúð en hann lést nú í vetur. Fyrirhugað er að tónleikarnir verði á íþrótta- vellinum á Hellissandi á Sand- aragleði sem verður 16 - 18 júlí nk. Menning á Reykhólum sumardaginn fyrsta Reykhólahreppur stendur fyrir menningardagskrá á Reykhólum í Austur-Barða- strandarsýslu sumardaginn fyrsta 22. apríl. Dagskráin hefst með opnun myndlistarsýningar kl. 13:00 í Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð(efri hæð) þar sem Guðmundur Björgvinsson myndlistarmaður mun sýna verk sín. Kl. 14:00 hefst síðan dagskrá í íþróttasal Reykhóla- skóla þar sem Eivör Pálsdóttir söngkona frá Færeyjum og Þórunn Valdimarsdóttir sagn- fræðingur og rithöfundur koma fram. Eivör syngur eigin lög og annarra og Þórunn mun lesa úr verki sem hún er með í smíðum um Matthías Jochums- son, en hann fæddist einmitt í Reykhólasveit á 19. öld. Að- gangur er ókeypis. í Hjúkrunar- og dvalarheim- ilinu Barmahlíð hefst kl. 15:00 sama dag árlegur Barmahlíðar- dagur þar sem seldar verða kaffiveitingar og sýndar ýmsar hannyrðir sem íbúar heimilisins hafa unnið. Þetta er í annað sinn sem Reykhólahreppur stendur fyrir menningaruppákomu á sumar- daginn fyrsta, en sama dag í fyrra lásu tveir rithöfundar úr verkum sínum og tveir tónlist- armenn léku á hljóðfæri. Enda þótt Reykhólahreppur tilheyri Vestfjarðakjálkanum eru Reykhólar einungis í 230 km fjarlægð (tæpa 3 tíma) frá höfuðborgarsvæðinu. Bundið slitlag er 95% leiðarinnar. Fólk er því boðið velkomið til Reykhóla á sumardaginn fyrsta! (Fréttatilkynning) Askorun til stjómar V.L.F.A. Ég, undirritaður, skora á stjórn Verkalýðsfélags Akra- ness að fara að lögum félags- ins og leggja fram ársreikn- inga fyrir árið 2002 og halda aðalfund fyrir árið 2003. Enn fremur skora ég á stjórn Verkalýðsfélags Akraness að standa við kosningaloforðin sem voru m.a. „ að viðhafa lýðræðisleg vinnubrögð í Verkalýðafélagi Akraness“ og að halda trúnaðarráðs- fundi reglulega. Enn fremur má minna á að eitt af stefnumálum A - listans í kosningunum var að efla lýðræðislega kjörnar stjórnir og nefndir innan fé- lagsins. Því miður virðist þróunin hafa verið þveröfug og vald og ákvarðanatökur hafa færst á æ færri hendur. Undirritaður skorar á stjórnina að breyta þessu. Það þýðir ekki að dæma aðra og fara í sama farið sjálfur. Georg Þorvaldsson félagi í Verkalýðsfélagi Akraness

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.