Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2004, Page 1

Skessuhorn - 28.04.2004, Page 1
Reim- leikar Ibúar á nemendagörðum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri hafa orðið fyrir ónæði sem ekki er vitað hver veldur. Helst er talið að þar séu reimleikar á ferðinni. Sjá bls 9 Rafta- sýning Bifhjólafélagið Raftar í Borgarfirði hélt mikla bif- hjólasýningu í Borgarnesi á sumardaginn fyrsta. Þetta er í þriðja sinn sem þeir halda vorsýningu á mótorfákum og fer hún vaxandi ár frá ári. Sjá bls 4 Nýlega fannst íshellir í austanverðum Langjökli skammt frá Flosaskarði. Hellirinn er gríðarstór en fyrst var vitað um tilurð hans sfðla vetrar. Síðan hellirinn fannst hefur umferð á Langjökul aukist til muna og er mikill straumur hálendisjeppa með ferðafólk á þessar slóðir, m.a. til að skoða hell- inn. Um korters akstur er að hellinum frá Jaka, húsi sem stendur við vestanverðan Langjökul og hýst hefur ferðaþjónustufyrirtækið Langjökul og aðra starfsemi undanfarin ár. MM Opið í Nettó Akranesi: mán-fös......10-19 laugardaga...10-18 sunnudaga....12-17 □□UJ VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 17. tbl. 7. árg. 28. apríl 2004 Kr. 250 í lausasölu Sameiginleg hitaveita fyrir fjóra þéttbýlisstaði? • • Oldunga- fjöldi Á áttunda hundrað kepp- endur tóku þátt í öldunga- móti Blaksambands Islands á Akranesi um síðustu helgi. Sjá bls 14 Á síðasta fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar fékk bæjarstjóri heimild bæjarstjórnar til að kanna möguleika á samvinnu við Grundarfjarðarbæ um hitaveitu ffá Berserkseyri. Sem kunnugt er hafa Grundfirðingar áform um að leiða heitt vatn úr bor- holu á Berserkseyri í Kolgrafar- firði yfir brúna sem nú er í bygg- ingu. Umræða um að það vatn gæti hugsanlega nýst í Snæfells- bæ hefur hins vegar ekki komið upp fyrr en nú. „Mér finnst það ábyrgðarhluti af sveitarfélaginu hér að kanna ekki hvort það sé fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að fara í samvinnu við Grundfirðinga um sameiginlega hitaveitu,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar. „Við erum þá að horfa á hvort mögulegt sé að leggja veitu ífá Berserkseyri í Grundaríjörð, Ólafsvík, Hell- issand og Rif. Heitt vatn er á- kveðin lífsgæði sem allir sækjast eftir og við viljum ræða við Grundfirðinga og kanna hvort þetta sé hugsanlega hagkvæm- asti kosturinn fyrir okkur.“ Itrekað hefur verið borað efdr heitu vatni í og við Ólafsvík en árangur hefur ekki verið nægi- lega góður. Fyrir þremur árum var boruð 600 metra djúp til- raunahola á staðnum sem gaf um 40 gráðu heitt vatn. „Til að kanna svæðið betur þarf að fara í svokallaðar viðnámsmælingar en menn hafa viljað gera það í mikl- um snjó til að auðveldara sé að fara með tæki hér yfir hraunið. Snjórinn hefur verið naumt skammtaður hér síðustu ár en við erum að fara að hugsa okkur til hreyfings. Það er hiti á svæð- inu með þessa eldfjallastöð sem Snæfelljökull er. Ef Berserkseyri reynist hagkvæmur kostur fyrir okkur erum við hins vegar sáttir við það,“ segir Kristinn. „Við skoðum þetta með opn- um huga,“ sagði Sigríður Fin- sen forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar er Skessuhorn innti hana eftir viðbrögðum við hugmyndum Kristins. Að- spurður um stöðuna í hitaveitu- málum Grundfirðinga sagði Sigríður að beðið sé eftir niður- stöðum rannsókna á eiginleik- um heita vatnsins á Berserks- eyri, en tilraunahola var boruð þar í vetur. „Niðurstöður eru væntanlegar á næstu dögum og þær munu væntanlega segja okkur mjög mikið um fram- haldið.“ Tilboðin gilda frá 29. apríl til 4. mai eða meðan birgðir endast. GrundaVg/ Grundarfirði A k r a n e s i Góð Kaup! Goöa vínarpylsur..................................25% afsláttur Villisveppa lambalæri.............................20% afsláttur Bláberja lambalæri................................20% afsláttur Piparsósa -köld 250 gr..........................169,- Hvítlaukssósa -köld 250 gr......................169,- Merrild Café Noir 500 gr........................349,- Góð Kaup! Snap Jack Fruit 300 gr.........................175, Snap Jack Country 300 gr.......................149, Toffypops......................................138, Homeblest 50% meira............................198, Jacobs pítubrauö...............................128, Daloon kínarúllur 10 stk. -3 teg...............499, Hyrnutorgi Borgarnesi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.