Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2004, Síða 4

Skessuhorn - 28.04.2004, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 2004 on£S9Unu^ Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf 433 5500 Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson 899 4098 Auglýsingar: íris Arthúrsdóttir 696 7139 Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677 Fromkvæmdnstjóri: Magnús Magnússon 894 8998 Prentun: Prentmet ehf. skessuhorn@skessuhorn.is ritstiori@skessuhorn.is iris@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is magnus@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miSvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass timanlega. SkiÍafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 433 5500 Fjölmiðla- frumvarp bemsku minnar Gísli Einarsson, ritstjóri. Eins og ég kann að hafa minnst á hér einhverntíma áður þá hef ég þurft að lifa með því, stóran hluta af ævinni, að eiga fjórar systur. Fyrst ekki nema eina reyndar en síðan hríðfjölg- aði þeim þar til systrakvótinn var fylltur og vel það. Þessar systur mínar voru, og eru vissulega enn, þeirrar náttúru að þeim fylgir gríðarlegur hávaði. Til nánari útskýr- ingar þá eru hljóðin ekki bara há heldur er einnig mikið af þeim. Reyndar er nánast ómögulegt að útskýra þetta á prenti svo vel sé. Þetta er eittvað sem menn verða að reyna sjálfir til að trúa eigin eyrum. (Eg get fullyrt að þeir nota þá ekki eyr- un í annað á meðan). Að sjálfsögðu reyndi ég eftir mætti að stemma stigu við þessu vandamáli sem fjórar símalandi systur vissulega eru. Eg fór þá leið að reyna að skerða tjáningarfrelsi þeirra með því að segja þeim ýmist að þegja, halda kjafti eða snarhalda kjafti. Eg setti meira að segja bráðabirgðarlög sem áttu að gilda í mínu herbergi og innan minnar landhelgi. Samkvæmt lögun- um mátti aldrei nema ein systranna tala í einu en það var mjög algengt að þær möluðu á samtengdum rásum, jafnvel allar í einu. Þá var kveðið á um að þeirra fréttaflutningur væri ritskoðaður reglulega og einnig reyndi ég að koma í veg fyr- ir það með sérákvæði að þær gætu samræmt málflutning sinn þegar þær klöguðu í mömmu og pabba. Lögin voru hins vegar numin úr gildi jafnharðan enda munu þau ekki hafa staðist stjórnarskrá heimilisins. Með árunum áskotnaðist mér umburðarlyndi, meira að segja gagnvart systrum mínum. Eg ákvað að virða tjáninga- frelsi þeirra þrátt fyrir að mér væri bölvanlega við að þær nytu þess. Það er hinsvegar ekki þar með sagt að það hafi hvarflað að mér að hlusta á það sem þær segja og ítrekað hef ég skor- að á aðra að gera það ekki heldur. Eg hef með öðrum orðum ekkert sérstaklega góða reynslu af því að reyna að segja fólki með lagasetningu að halda kjafti. Hugmyndin er góð en gengur einfaldlega ekki fullkomlega upp. Gísli Einarsson, bróðir Vel heppnuð vélhjólasýning Bifhjólafjelagið Raftar í Borgarfirði hélt sína þriðju vél- fákasýningu í íþróttamiðstöð- inni í Borgarnesi á sumardag- inn fyrsta. A sýningunni voru hjól félagsmanna og ýmsir aðr- ir merkisgripir á tveimur til þremur hjólum. Þá kynntu vél- hjólaumboð þjónustu sýna og Harley Davidson klúbburinn á Islandi var í öndvegi á sýning- unni. Það var líka eitt og annað að sjá utanhúss því fjölmargir sýn- ingargestir komu á mótor- hjólum og var þeim stillt upp á körfuboltavellinum utan við í- þróttamiðstöðina eins og sést á myndunum. Innbrotsmál upplýst Urn rniðjan apríl var brot- ist inn í fyrirtæki og gröfur á Kalmansvöllum á Akranesi og bát sem lá við slippinn. Vaktamaðurinn þar um borð varð var við umgang og stóð innbrotsþjófana að verki vopnaður ísexi sér til varnar. Ekki kom þó til átaka og ját- uðu þjófarnir brot sín og að- ild að hinum málunum og teljast þau því upplýst. Einnig er upplýst nokkur innbrot sem greint var frá í Skessuhomi í vetur þegar brotist var inn í leikskólann Teigasel, Brekkubæjarskóla og tannlæknastofu. Lög- reglan á Akranesi tók fingraför á vettvangi. Hand- hafi þeirra fara var svo stað- inn að verki norður á Alcur- eyri við svipaða iðju og ját- aði aðild sína að innbrotun- um á Akranesi. Lögreglan á Akranesi segir að lítið hafi verið um innbrot fyrir utan þessi tvö mál sem bæði em nú upplýst. Skóflan bauð lægst Skóflan ehf átti lægsta til- boð í 1. áfanga Ketilsflatar ásamt veitulagningum. Akraneskaupstaður, Orku- veita Reykjavíkur og Land- síminn buðu verkið út og hljóðaði kostnaðaráætlun uppá 25,8 mkr. Fimm tilboð bárust í verkið og sein áður sagði bauð Skóflan ehf. lægst, tæpar 23 mkr. eða 89% af kostnaðaráætlun. A leið undir Hvalíjörð Vegfarendur, sem óku fram um Vesturlandsveginn, rétt norðan ganga brá nokkuð í brún við að sjá ýtu háifa í kafi rétt utan vegar. Töldu sumir vegfarendur, sem samband höfðu við Skessuhorn, að þetta væri fyrsti liður í að stækka og breikka Hvalfjarðargöng. Svo reyndist þó ekki vera heldur var þarna aðeins um óhapp að ræða. Jarðýtan sökk þarna 7 blautri mýri en þarna er nú unnið að nýrri vegtengingu við Grundartangasvæðið. Verktakinn náði að losa ýtuna upp með beitagröfu og voru engar tafir á verkinu sem teljandi eru. Myndina tók Örn Egilsson

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.