Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2004, Qupperneq 5

Skessuhorn - 28.04.2004, Qupperneq 5
ootisaunu^ MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 2004 5 Skoðanakönnun um viðhorf til sameiningar sveitarfélaga í Kolbeinsstaðarheppi Frekar til suðurs Mál Gámaþjónustu Akraness og Akra- neskaupstaðar fyrir gerðardóm Gámaþjónusta Akraness ehf. hefur sett fram þrjár gerðadómskröfur uppá um 20 mkr. á hendur Akraneskaup- stað. Málið hefur haft all- nokkurn aðdraganda en Gámaþjónusta Akraness átti á sínum tíma lægsta tilboð í sorphirðu á Akranesi og í ná- grenni og var samið á grund- velli útboðsgagna til átta ára. Fljótlega kom upp mismun- andi túlkun á samningnum sem hefur svo undið uppá sig. Samningurinn rennur út á næsta ári og hefur Akranes- kaupstaður þá í hyggju að bjóða út sorphirðu í samvinnu við Borgarbyggð og Borgar- fjarðarsveit. Akraneskaup- staður hefur ekki fallist á þær vanefndir og túlkar útboðs- gögn með öðrum hætti en verktakinn. Að sögn Jóns Pálma Pálssonar bæjarritara hafa verið boðnar sættir í mál- inu, að hálfu Akraneskaup- staðar, sem Gámaþjónustan hefur hafnað og málið því komið fyTÍr dómstóla. Vitnaleiðslur og málflutn- ingur vegna málsins var í hér- aðsdómi Vesturlands s.l. föstu- dag. Búast má við niðurstöðu dómara eftir þrjár til fjórar vikur og ætti þá að sjá fyrir endann á þessari áralöngu deilu. Jón Valdimar Björnsson eig- andi og framkvæmdastjóri Gámaþjónustu Akraness vildi ekki tjá sig um gerðardóms- kröfuna að svo stöddu heldur vildi bíða niðurstaðna gerðar- dómsins. Aðspurður hvort þessi málarekstur gæti ekki komið sér illa fyrir fyrirtækið þegar sorphirðan verður boðin út að nýju sagðist Jón Valdimar telja ekki svo vera. „Þetta er bara eins og hvert annað verk- efni sem verður boðið út, ég blanda þessum málum ekkert saman við framtíðarverkefni.“ Hreppsnefhd Kolbeinsstaða- hrepps hefur látið gera skoðana- könnun meðal íbúa í tengslum við umræðu um sameiningu sveitarfélaga. Stillt var upp þremur kostum, þ.e. engin sam- eining, sameining við önnur sveitarfélög í Snæfellsnes og Hnappadalssýslu eða sameining við sveitarfélög í Mýra og Borg- arfjarðarsýslu norðan Skarðs- heiðar. Könnunin náði til íbúa sveitarfélagsins sem eru á kjör- skrá, eða liðlega 70 manns og var þátttaka 71%. Flestir völdu áframhaldandi sjálfstæði sveitarfélagsins sem besta kost, eða 58%, en 42% vildu helst sameiningu við Borgarfjörð. Athygli vakti hins- vegar að enginn nefndi samein- ingu við önnur sveitarfélög á Snæfellsnesi sem fyrsta valkost. Sameining við Borgarfjarðar- sveitarfélögin fékk 40% atkvæða sem næstbesti kosturinn en sameining innan Snæfellsness 33%. Óbreytt staða fékk 28% atkvæða sem næst besti kostur. Einnig var spurt í könnuninni hvaða byggðarkjarna fólk teldi vera verslunar og þjónustu- kjarna fyrir íbúa Kolbeinsstað- arhrepps en valið stóð á milli Stykkishólms, Borgarness, Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og 48 eða allir sem svöruðu spurningunni nefndu Borgar- nes. Þá var spurt um þjónustu- kjarna fyrir opinbera stjórnsýslu og fékk Borgames 41 atkvæði en Stykkishólmur 7. Loks var spurt hvaða málefni skipti mestu fyrir íbúa Kol- beinsstaðahrepps til framtíðar. Atvinnumálin vega þar þyngst að mati 50% þeirra sem svör- uðu spumingunni en skólamál- in nefndu 42%. Fjallskilamálin vom hins vegar sett á oddinn af 8% svarenda. Ólafur Sigvaldason, oddviti Kolbeinsstaðahrepps, segir hreppsnefnd ekki hafa tekið á- kvörðun um framhaldið eftir að þessar niðurstöður liggi fyrir. „Við verðum að taka ákvörðun um það fljótlega hvort við för- um í sameiningarviðræður en miðað við þessar niðurstöður sýnist mér líklegt að ef það verður þá munum við leita eftir sameiningu við Borgfirðinga.“ Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vill ríflega helm- ingur íbúanna áframhaldandi sjálfstæði sveitarfélagsins og segir Ólafur ótta um framtíð skólans í Laugargerði ömgglega móta afstöðuna hjá einhverjum. Einnig hafi rekstur sveitarfé- lagsins gengið vel og það sé frekar til að letja fólk til breyt- inga. LATTU OKKUR FÁÞAÐ ÓÞVEGIÐ Efnalaugin Múlakot ehf Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 437 1930 Verkalýðsfélag Borgarness og Starfsmannafélag Borgarbyggðar 1. maí 3004 Félögin bjóða til veglegra hátíðarhalda í Hótel Borgarnes kl. 14 SFjölbreytt dagskrá: / —~ Hátíðarræða: Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður / Tónlistarskóli Borgarfjarðar: Atriði úr óperunni “Hans og Gréta”/ Wfe / Ávarp: Baldur Jónsson, ritari Verkalýðsfélags Borgarness / ÆmÉjjf' $ / , , Jóhannes Kristjánsson skemmtir / K / \ Ávarp: Fulltrúi Starfsmannafélags Borgarbyggðar / , ^ / \ Karlakórinn Söngbræður / \ / ^ Hótelið selur kaffíveitingar á góðu verði í lok dagskrár *—/ Börnunum boðið á kvikmyndasýningar í Óðali kl. 13:30 og 15:30

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.