Skessuhorn - 28.04.2004, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 2004
7
Góð aðsókn að menning-
ardagskrá á Reykhólum
Allt að 180 manns sóttu, á
sumardaginn fyrsta, menningar-
dagskrá í Reykhólakirkju og
komu gestir alla leið frá Miðdöl-
um í suðri og Isafjarðardjúpi í
norðri, auk heimamanna að
sjálfsögðu.
I kirkjunni komu ffam tvær
listakonur, þær Eivör Pálsdóttir
söngkona ffá Færeyjum og Þór-
unn Valdimarsdóttir skáld og
sagnfræðingur. Þórunn las úr
bók sem hún er með í smíðum
um Matthías Jochumsson, en
hann fæddist í Reykhólasveit á
19. öld.
Eivör, hin færeyska, lét sér
ekki nægja að heilla kirkjugesti
upp úr skónum því eftir að hún
hafði gefið ungum aðdáendum
sínum eiginhandaráritanir fór
hún í hjúkrunarheimilið Barma-
hlíð og tók lagið fyrir vistmenn
við góðar undirtektir.
I hjúkrunarheimilinu Barma-
hlíð var einnig hlutavelta og
kynning á hannyrðum vist-
manna, auk þess sem íbúar
spunnu á rokk og kembdu ull að
fornum sið í viðeigandi klæðum.
Guðmundur Björgvinsson
myndlistarmaður var með
myndlistarsýningu þennan sama
dag og vakti hún mikla athygli,
enda ekki oft sem sett eru upp
sýning á 25 málverkum á Reyk-
hólum.
Sérstakur gestur hátíðarinnar
var Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra.
Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi
sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017
Sultartangalína 3
Sveitarstjórnir Borgarfjarðarsveitar og Skorradalshrepps auglýsa, skv. 2. mgr.
14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að breytingu á
svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017. Gerð er
tillaga að breytingu svæðisskipulags og er lagt til að gerðar verði eftirfarandi
breytingar;
1. Sultartangalína 3 kemur inn fyrir mörk svæðisskipulagsins í um 400 m
hæð uppi á Uxarhrygg, austan við Uxarvatn og Reiðarvatn og fylgist að með
Sultartangalínu 1 skamman spöl fram hjá Uxarvatni. Þar skiljast leiðir þannig
að núv. Sultartangalína 1 beygir til norðvesturs niður í Skorradal en
Sultartangalína 3 heldur áfram suður fyrir Bollafell og þaðan til vesturs um
Botnsheiði, Hæðir og Árfitjar skammt frá Sesseljuhrygg norðan Brekkukambs.
Lagt er til að Sultartangalínu 3 frá mörkum svæðisskipulags, á Uxarhrygg
og að skipulagsmörkum við Sesseljuhrygg, verði heimiluð með
skilgreiningunni fyrirhuguð háspennulína (SU3).
2. í teiknigrunni núgildandi svæðisskipulags norðan Skarðsheiðar 1997-
2017 gætir vissrar ónákvæmni á legu Sultartangalínu 1. í mynd þessarar
teikningar, er sýnir núgildandi skipulag, er línan óbreytt eins og hún er
sýnd í upphaflegu skipulagi. í mynd er sýnir tillögu að breytingu
svæðisskipulagsins hefur línan hins vegar verið leiðrétt sem svört lína með
| einum punkti og gamla línustæðið sýnt sem hvít lína með einum punkti.
| Sultartangalína 3 er sýnd sem svört lína með tveimur punktum.
K
o
í
I Lagt er til að heimiluð verði leiðrétting á legu Sultartangalínu 1 skv.
greinargerð og korti.
Sveitarstjórnir Borgarfjarðarsveitar og Skorradalshrepps munu bæta það tjón
sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna, hvor á sínu svæði.
Tillagan verður send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra
um lokaafgreiðslu.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna geta snúið sér bæði til
sveitarstjóra Borgfjarðarsveitar, Reykholti eða til oddvita Skorradalshrepps,
Grund
Grund, 26. apríl 2004
Sveitarstj óri Borgarfj arðarsveitar.
...*'.•....... .t*.FgZSééSkk.
Hjúkrunarfræðingur
Hjúkrunarfræðingur eða hjúkrunarfræðinemi
óskast til sumarafleysinga á Dvalarheimili
aldraðra Borgarnesi.
o
i Æskilegt að vinna geti hafist sem fyrst.
i
Allar nánari upplýsingar veitir
Margrét Guðmundsdóttir framkvœmdastjóri
ísíma 4371285
V J
Vorhátíð
Föstudaginn 30. aprfl kl. 21, heldur Samkór
Mýramanna sína árlegu vorhátíð í félagsheimilinu
Lyngbrekku. Stjórnandi kórsins er Jónína Erna
Arnardóttir og undirleikari á píanó er Dóra Erna
Ásbjömsdóttir. Gestakórar em tveir. Sönghópurinn
Fatíma sem í eru 11 konur, Raddbandafélag
Reykjavíkur sem er skipað 15 karlmönnum.
I Söngstjóri gestakóra og undirleikari eftir þörfum
er Sigrún Grendal frá Krossnesi.
Dagskrá vorhátíðar verður að vanda mjög
fjölbreytt, einsöngur, tvísöngur og svo veglegar
veitingar að hœtti Mýramanna.