Skessuhorn - 28.04.2004, Side 9
SgESSt!H©EM
MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 2004
9
Meintur draugagangur hefur vaidið íbúum nýju nemendagarðanna á Hvanneyri svefnleysi.
Draugagangur á
nemendagörðum?
Oútskýrt fyrirbæri heldur vökum fyrir íbúum
Draugagangur hefur ítrekað
raskað næturró íbúa á nýjum
nemendagörðum á Hvanneyri
samkvæmt heimildum Skessu-
horns. Reimleikanna hefur
orðið vart í tveimur nýjustu
húsum nemendagarðanna,
Skólaflöt 4 og 8 en annað hús-
ið var tekið í notkun í janúar á
síðasta ári en hitt um síðustu
áramót.
Frá því fýrst var flutt inn í
húsin hafa einstakir íbúar orð-
ið fyrir ónæði og mun það hafa
ágerst nú upp á síðkastið.
Björg Harðardóttir sem sæti
á í stjórn nemendagarða Land-
búnaðarháskólans segir að
fýrst hafi verið talið að eitthvað
væri að rafmagninu í húsunum
enda hafi Ijósaperur enst afar
illa og því hafi það verið nær-
tæk skýring. „Við leituðum til
áhugamanns um rannsóknir á
rafsegulsviði sem býr hér í ná-
grenninu og hann kom og
mældi þetta fýrir okkur. Það
kom hins vegar í ljós að húsið
virtist vera í fullkomnu lagi en
hins vegar vildi hann meina að
einhverjir fleiri hefðu flutt
hingað inn með okkur,“ segir
Björk. Hún tekur þó fram að
það sé að vissulega góður andi,
eða kanski öllu heldur andar, í
húsunum en að einnig virðist
vera einhverjir úr „órólegu
deildinni“ á sveimi einnig því
margir íbúanna hafi sofið illa,
m.a. vegna umgangs sem engin
eðlileg skýring virðist á.
Óvænt íbúafjölgun
Ohætt er að segja að íbúum á
Hvanneyri hafi fjölgað enn
meira en almennt var talið því
að sögn Bjarkar er talið að vel
yfir tuttugu ósýnilegir íbúar
hafist við í nemendagörðun-
um. Það vekur sérstaka athygli
að um ný hús er að ræða en
flestir binda reimleika fremur
við gamlar byggingar. Björk
segir að kenningar séu uppi að
um sé að ræða fýlgjur sem
tengist fólkinu sem þarna er
fremur en húsunum sjálfum.
„Við vonum samt að þetta fari
að róast svo fólk fái almennt
svefnfrið. Eg þarf að vísu ekki
að kvarta því ég hef fengið að
vera í friði sjálf, en markmiðið
er að hér geti öllum liðið vel,
bæði þessa heims og annars.
Við erum að vinna í þessu máli
og það verður væntanlega
kannað til þrautar hvort sá
grunur reynist réttur að hér sé
eitthvað á sveimi úr öðrum
heimi,“ segir Björk.
Skagamenn fögnuðu sumri á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu um bæinn undir dyggri forystu skátanna.
Það var enda ríkari ástæða til að fagna en oft áður því sumarið byrjaði vel á Skaganum líkt og víða ann-
arsstaðar á landinu og sannkallað sumarveður.
Dvaíarhámilið Höfði
Akranesi
Atvinna
Starfsfólk óskast strax til starfa
í dagvistun og starfsþjálfun á
Dvalarheimilinu Höfða.
Umsóknareyðublöð liggja
frammi á skrifstofu heimilisins.
SHA^i
Sjúhrahúsið og hGÍlsugazslusföðin á Akranesi
Merkigerði 9 • 300 Akranes
Föstudaginn 30. apríl nk. verður formlega
opnuð ný kvennadeild SHA.
Frá kl. 16:30-18:00 er gert ráð fyrir að deildin
verði opin til skoðunar og bjóða starfsmenn
alla áhugasama nær og fjær í heimsókn á
deildina afþessu tilefiii. Þar munu starfsmenn
svara spumingum og gera grein fyrir
starfseminni ef óskað er.
Auglýsing
um deiliskipulag í Hvítársíðuhreppi
Mýrasýslu.
Samkvæmt ákvæðum 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir
athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir
stækkun á frístundabyggð um 6 lóðir að Bjamastöðum
Hvítársíðuhreppi Mýrasýslu. Um er að ræða 0,4-0,6
hektara lóðir sem tengjast eldra svæði.
Tillagan, ásamt byggingar og skipulagsskilmálum,
liggur frammi hjá oddvita Sámsstöðum frá 30.apríl
til 28.maí 2004 á venjulegum skrifstofutíma.
| Athugasemdum skal skila fyrir 10. júní 2004 og skulu
i þær vera skriflegar.
i Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests
1 teljast samþykkir tillögunni.
Skipulags og byggingarfulltrúi.
Auglýsingasíminn er
433 5500