Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2004, Side 10

Skessuhorn - 28.04.2004, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 2004 Vottun Green Globe 21 á Snæfellsnesi Eins og kunnugt er vinna sveitarfélögin fimm á Snæfells- nesi að því að fá nesið allt vott- að sem umhverfisvænan ferða- áfangastað. Senn líður að því að fyrsta staðfesta áfanganum í vottunarferlinu verði náð en stefnt er að því að það verði síðari hluta maímánaðar. Eftir langt undirbúningsferli þar sem safnað hefur verið göngum og stefnur mótaðar er næsta skref í Green Globe 21 vottunarferl- inu að Snæfellsnes mæti við- miðum samtakanna. Síðar á ár- inu mun viðurkenndur úttekt- araðili GG21 taka Snæfellsnes út og í kjölfarið fylgir vottun. GG21 skilgreinir tiltekið grunnviðmið fyrir hvern þeirra viðmiðunarþátta sem sveitarfé- lögin þurfa að mæta. Frammi- staða Snæfellsness þarf að lág- marki að vera jöfn þessum grunnviðmiðum. Orkunotkun og loft- mengun Gefa þarf upp tölur um orku- notkun á Snæfellsnesi og upp- lýsingar um það hvers konar orkugjafar eru notaðir til húsa- hitunar og framleiðslu á raf- magni. RARIK veitti góðfús- lega upplýsingar um alla orku- sölu á Snæfellsnesi, svo auðvelt var að mæla orkunotkun. Einnig lágu fyrir tölur um notkun heita vatnsins sem orkugjafa í Stykkishólmi. Eitt af því sem Green Globe 21 leggur mikla áherslu á er að dregið sé úr losun gróðurhúsa- lofttegunda, þar sem hlýnun jarðar er ein af helstu ógnum heimsins í dag. Bíll sem skilinn er eftir í lausagangi á Snæfells- nesi mengar andrúmsloft jarðar jafnmikið og bíll sem skilinn er eftir í gangi í Singapore. Til að mæla þennan þátt var leitað til olíufélaganna til að fá upplýs- ingar um orkusölu þeirra (til bílaflotans) á Snæfellsnesi. Olís veitti góðfúslega upplýsingar um sínar sölutölur, en Esso ekki. Því þurfti að áætla hluta bensín-/olíusölunnar til að fá fram raunhæfar tölur. Auk þess að reikna út mengunarstuðul út frá orkusölu reiknar GG21 út þrjá aðra mengunarstuðla. Neysluvatn og úrgangur Fyrir þurfa að liggja upplýs- ingar um það hversu mikil vatnsnotkun Snæfellinga er á mann á dag yfir allt árið og hver gæði vatnsins eru. Eina bæjarfélagið sem er með vatns- mæla er Grundarfjarðarbær og verður stuðst við tölur ffá þeim til að áætla vatnsnotkun á Snæ- fellsnesi. Urgangur er mældur sam- kvæmt þeim tölum sem fyrir liggja um þann úrgang á Snæ- fellsnesi sem fer til urðunar. Green Globe 21 leggur mikið upp úr því að dregið sé úr slík- um úrgangi. Vegna þeirrar stefnu sem sveitarfélögin hafa sett sér í umhverfismálum í tengslum við vottun GG21 og vegna nýlegra reglugerða um meðhöndlun úrgangs má vænta þess að sveitarfélögin marki sér á næstunni stefnu um samdrátt á úrgangi. Vemdun auðlinda Green Globe 21 leggur mik- ið upp úr verndun auðlinda, sem mæla má á nokkra mis- munandi vegu. Undir eina mælieiningu fellur t.d. pappírs- notkun, sem hefur áhrif á skóga heimsins og flutning milli landa. Onnur mælieining bygg- ir á eiturefnanotkun og því hvort þau eitur- og hreinsiefni sem sveitarfélagið notar brotni niður í náttúrunni eða ekki. Þriðja mælieining felst í líf- fræðilegum fjölbreytileika sem meðal annars mælist í gegnum þau landsvæði sem vernduð eru með lögum. A Snæfellsnesi eru það Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, strandlengjan frá Arnarstapa að Hellnum, svæðið í kringum Bárðarlaug á Hellnum, friðlandið í Búðahrauni og strandlengjan frá Vallabjargi á norðanverðu Snæfellsnesi inn allan Breiðafjörð. Sá hluti hennar sem fellur undir þetta verkefni er um 200 km. Einnig eru eyjarnar á Breiðafirði frið- lýstar. Friðlýst svæði á Snæfells- nesi spanna því um 207 km2 af þeim 1475 km2 sem sveitarfé- lögin fimm ná yfir. Ferðaþjónusta Skila þarf inn upplýsingum um íjölda þeirra fyrirtækja sem eru í beinum ferðaþjónustu- rekstri á Snæfellsnesi. Jafn- framt þurfa að liggja fyrir tölur um það hversu mörg þessara fyrirtækja eru vottuð fyrir um- hverfisstjórnunarstefnu sína. Sem stendur eru tvö fyrirtæki á Snæfellsnesi vottuð af Green Globe 21 og eitt fyrirtæki er aðili að vottunaráætlun GG21. F ramkvæmdaráð Samkvæmt vottunaráætlun Green Globe 21 er gert ráð fyr- ir því að sveitarstjórnirnar skipi fulltrúa í Framkvæmdaráð Snæfellsness, sem mun í sam- vinnu við þær sjá um eftirfylgni þeirrar stefnu sem mörkuð hef- ur verið fyrir Snæfellsnes næstu árin. I Framkvæmdaráði eiga sæti: Guðlaugur Bergmann, formaður; Menja von Schma- lensee, varaformaður; Guðrún G. Bergmann, ritari; Dagný Þórisdóttir, gjaldkeri; Astþór Jóhannsson, Hildibrandur Bjarnason, Sigríður Finsen, Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir, öll ffá sveitarfélögunum fimm og Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður við Þjóðgarð- inn Snæfellsjökul, sem eru meðstjórnendur. Að auki eru tilnefndir sjö varamenn. Fram- kvæmdaráð mun á næstunni senda frá sér fréttatilkynningar sem þessa til að fræða íbúa sveitarfélaganna um framgang verkefnisins. (Fréttatilkynningfrá Fram- kvæmdaráði Snœfellsness) uniiasunui.. Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik. „Og hvað ætlarðu að gera við það?“ Spyr apótekarinn. „Eg ætla að gefa mannin- um mínurn það, því hann er byrjaður að halda framhjá mér“. „Eg get ekki selt þér Arsenik til þess,“ segir apó- tekarinn, „jafnvel þó hann sé farinn að halda fram hjá þér.“ Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans. „Ó,“ segir apótekarinn, „ég gerði mér ekki grein fyr- ir því að þú værir með lyf- seðil!“ Lífsregla dagsins Fyrir þá sem eru sífellt að spá í hollustu og mataræði er gott að hafa eftirfarandi í huga: Japanir borða mjög lítið af fitu og fá færri hjartaáföll en Bretar og Bandaríkjamenn. Frakkar borða mikið af fitu og fá líka færri hjartaá- föll en Bretar og Banda- ríkjamenn. Japanir drekka mjög lítið af rauðvíni og fá færri hjarta- áföll en Bretar og Banda- nkjamenn. Frakkar drekka óhóflega af rauðvíni og fá líka tærri hjartaáföll en Bretar og Bandaríkjamenn. Niðurstaða: Borðaðu og drekktu það sem þú vilt. Enskan er það sem virðist drepa fólk. Dorgveiðar Ljóska ein ætlar að fara dorgveiðar á ís. Llún kemur sér fyrir og borar holu. Eftir nokkra stund heyrist rödd sem segir: „Það er enginn fiskur hér!“ Ljóskan færir sig svolítið, borar aðra holu og byrjar aftur að veiða. Aftur heyrist rödd sem segir: „Það er eng- inn fiskur hér!!“ Ljóskan færir sig enn lengra og borar aðra holu og byrjar að veiða. Enn aftur heyrist: „Það er enginn fisk- ur hér!“ Þá spyr ljóskan: „Er þetta Guð?“ Þá heyrist svarað: „Nei, þetta er umsjónarmaður skautahallar Reykjavíkur!“

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.