Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2004, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 28.04.2004, Blaðsíða 11
i,n£33UtlUi.. MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 2004 11 ^ienninn^s Reiðhöll á Hvanneyri Undirritaður vill leggja til I að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Borgaríjarðar- sveit, Hestamannafélögin Grani og Faxi auk annarra á- hugasamra aðila um hesta- mennsku á Hvanneyri og í Borgarfirði beiti sér fyrir því að athugað verði hvort að ekki sé grundvöllur fyrir byggingu á reiðhöll á Hvanneyri. Nýlega hefur verið skipuð nefhd á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins um uppbygg- ingu og fjármögnun á reið- höllum í þeim landshlutum þar sem þær hafa ekki þegar verið reistar. Töluverðu op- inberu fé er ætlað til þessarar uppbyggingar. Tilgangur þessa verkefnis er að bæta aðstöðu hestamanna og styrkja kennslu í hrossarækt og reiðmennsku. Undirrituðum finnst að það sé mikið hagsmunamál að reiðhöll, styrkt af þessu verkefni, rísi á Hvanneyri. Benda má á að margir mögu- leikar eru á nýtingu reiðhall- ar, t.d. vegna kennslu við I Landbúnaðarháskólann. Undirritaður þekkir það vel af eigin reynslu að reiðhallir eru mikilvægur þáttur við kennslu í hrossarækt og reið- | mennsku. Vegna þess að þetta verk- | efhi á að styrkja kennslu í hestamennsku finnst undir- rituðum að staðsetningu reiðhallar verði að skoða út frá þessu sjónarmiði. A Hvanneyri er og hefur verið einna mest þörf fyrir aðstöðu til kennslu í hestamennsku á Vesturlandi. Einnig vill undirritaður benda á að kennsla í hesta- mennsku fyrir börn og ung- linga eftir hinu nýja knapa- merkjakerfi krefst reiðhallar og mun þetta knapamerkja- kerfi vera stoð í menntakerfi hestamanna í framtíðinni. Kennsla, samkvæmt þessu knapamerkjakerfi, fer að hluta til fram á grunnskóla- stigi og gætu því börn og unglingar úr grunnskólum nágrennisins fengið kennslu á Hvannejn-i. A Hvanneyri eru kennarar til staðar og er staðurinn miðstöð mennta- mála landbúnaðarins í land- inu. Undirritaður vill benda á að þegar hefur verið stofnuð nefnd af Hestamannafélag- inu Skugga og Borgar- byggðar um byggingu reið- hallar í Borgarnesi og telur undirritaður að mikilvægt sé að ekki sé tekin einhliða á- kvörðun um þetta mál held- ur sé staðsetning reiðhallar á Vesturlandi hagsmunamál fleiri aðila. Undirritaður leggur til að áhugasamir setji saman nefnd sem muni vinna að framgangi þessa mikilvæga verkefnis. Friðrik Már Sigurðsson, tamningamaður FT frá Háskólanum á Hólum. Ahugamaður um hrossarækt og hestamennsku. Nemi við Búvísindadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Geirmundur heiðraður T^ennfJinl. Snögg viðbrögð Ég vil byrja á því að óska I stjórn VFLA til hamingju með snögg viðbrögð við skrif- um mínum í Skessuhorn. Því að á meðan verið var að bera Skessuhorn út var sett inn á heimasíðu félagsins tilkynn- ing um aðalfund VFLA. Grein mín var fyrst og I fremst hvatning um að halda vel á spöðunum, en einnig vil ég minna á það að ein helsta gagnrýni okkar á vinnubrögð fyrrverandi starfsmanna og meirihluta stjórnar var seina- gangur og slugsháttur. Þegar núverandi stjórn er búin að setja í tæpt hálft ár fannst mér ! fyllilega ástæða til þess að | hvetja núverandi stjórn til þess að fara að lögum félags- ins, og halda aðalfund. Ég ætlast til þess að það fólk sem meðhöndlar fjármuni mína og minna félaga fari eft- ir þeim reglum sem því er sett.Við, hinn almenni félags- maður, erum búnir að hlusta á afsakanir út og suður sl. 5 ár, og vænti ég þess að á aðal- fundi félagsins varði settur lokahnikkur á þessi mál, þannig að félagið og allir fé- lagsmenn geti farið að snúa sér að framtíðinni. Hins vegar verður stjórn fé- lagsins að gera sér grein fyrir því að lýðræðið er ekki ein- göngu fjöldi stórnarfunda og það eru fleiri stofhanir innan félagsins sem ber að virða. Ég harma það að stjórn félagsins Lionessuklúbburinn Agla í Borgarnesi hélt sinn árlega dansleik í síðasta vetrardag, á Hótel Borgarnesi. Að venju var það hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem lék fyrir dansi, en sveiflukóngurinn hefur verið einn af vorboðunum í Borgar- firði síðustu ár eða áratugi. Hann hefur reyndar verið haustboðinn einnig því hljóm- sveit Geirmundar hefur einnig leikið á sambærilegum dans- Ieikjum sem Lionsklúbbur Borgarness heldur fyrsta vetrar- dag. Sem kunnugt er fagnaði Geirmundur sextugsafmæli sínu með pompi og prakt fyrir skömmu og af því tilefni færðu Lionsklúbburinn og Lionessu- klúbburinn honum afmælisgjöf sem þakklætisvott fyrir dygga þjónustu. Þá stigu Lionsfélagar á stokk og fluttu Geirmundi af- mælissöng sem hagyrðingurinn Unnur Halldórsdóttir hafði sett saman, að sjálfsögðu við ekta Geirmundarlag. Geirmundur þakkaði fyrir sig með syngjandi sveiflu fram á rauða nótt. Sænsldr landbúnaðamemar í heimsókn Dagana 18.-23. apríl sl. dvöldu níu sænskir nemendur og þrír kennarar þeirra hér- lendis í boði Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri. Hópurinn var frá Naturbruksgymnasiet i Rattvik, sem stendur við vatnið Siljan í Svíþjóð- svona rétt til staðsetningar á landakortinu. Heimsóknin er liður í nem- enda- og starfsmannaskipmm milli LBH og fyrrnefnds skóla og eru að tilhlutan Nordplus Junior sem styður við bakið á slíkum kynnisferðum. Naturbruksgymnasiet i Ráttvik er framhaldsskóli sem m.a. býður upp á nokkrar bú- fræðitengdar brautir, auk marg- víslegs annars náttúrufræði- tengds náms. Hópurinn kynnti sér nám og starfsemi á Hvanneyri, heim- sótti mjólkurframleiðendur, hrossabændur og sauðíjárbú í Georg Þorvaldsson hafi neitað mér um að skrifa á heimasíðu félagsins, það eru ekki lýðræðisleg vinnubrögð, en ég vona að stjórnin breyti þeirri ákvörðun sinni. Félagar í verkalýðsfélaginu verða að fá að svara fyrir sig á þeim vett- vangi þar sem að þeirn er veg- ið. Með félagakveðju. Georg þorvaldsson Borgarfirði. Þá var fiskverkun HB á Akranesi heimsótt, Anda- kílsárvirkjun skoðuð, riðið út í nágrenni Hvanneyrar, skógrækt tekin út í Skorradal og auðvitað farinn hinn hefðbundni „túristahringur“ í Borgarfirðin- um í ákaflega góðu veðri, svo gestirnir undruðust blíðviðrið á eyju sem kennd er við ís! Einum degi var varið til ferðar um Suðurland, Nesjavallavirkjun skoðuð, Þingvellir, blómarækt á Espiflöt í Biskupstungum og svo auðvitað Gullfoss og Geys- ir. Margir komu að móttöku hópsins og senda þátttakendur þeim öllum sínar bestu þakkir. Eftir tæpan hálfan mánuð munu nokkrir útkriftarnemar úr Bændadeildinni á Hvanneyri síðan halda í víking til Ráttvikur - meira um það síðar. ■m Frá Hcilsugæslustöðinni Borgarnesi Atvinna/sumarafleysingar LæknaritQri Starfsmann vantar í afleysingu læknaritara Heilsugæslustöðvarinnar í sumarfrá l.júní til 30.september. Um 100% starfshlutfall er að ræða og æskilegt er að viðkomandi hafi læknaritararéttindi. Umsóknarfrestur er til 15.maí n.k. Umsóknir sendist til: Framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar Borgarbraut 65 310 Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.