Skessuhorn - 28.04.2004, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 2004
j&tsaunuu
Velheppnað öldungamót á Akranesi
Öldungamót Blaksam-
bands íslands, það 29. í röð-
inni, var haldið á Akranesi í
síðustu viku. Það var blakfé-
lagið Bresi sem sá um móts-
haldið en þetta er í þriðja
sinn sem félagið sér um öld-
ungamótið.
Mótið hófst á sumardaginn
fyrsta og stóð fram á laugar-
dag en því var formlega slitið
á glæsilegu lokahófi í í-
þróttamiðstöðinni á Jaðars-
bökkum.
Áttatíu lið voru skráð til
leiks á mótinu, 30 í karla-
flokki og 50 í kvennaflokki,
og voru þátttakendur um
700. Segja má að öldungarn-
ir hafi verið á öllum aldri, frá
þrítugu, sem var aldurslág-
markið á mótinu og upp í átt-
rætt.
Óhætt er að segja að þessi
íþróttaviðburður hafi sett
svip sinn á bæjarlífið á Akra-
nesi, enda fjöldi þátttakenda
það mikill að bæði íþrótta-
hús bæjarins voru undirlögð
undir blak og ekkert annað
alla mótsdagana. Mótið þótti
takast með afbrigðum vel og
voru þátttakendur, sem
Skessuhorn ræddi við,
hæstánægðir með skipu-
lagningu og alla framkvæmd.
Á meðal þeirra 30 liða sem
kepptu í karlaflokki var að-
eins eitt af Vesturlandi, lið
Bresa sem lék í 2. deild en
vann það einstaka afrek að
falla í þá þriðju annað árið í
röð. Liðið féll á síðasta ári en
fékk sæti sitt aftur þar sem
eitt liðið var ekki með að
þessu sinni. Vestlenskar
konur eru hins vegar mun
sprækari og var Bresi með
tvö kvennalið á mótinu.
Hvannir frá Hvanneyri voru
með að vanda en þær hafa
tekið þátt í fjölmörgum mót-
um. Einnig voru kvennalið frá
Reyni á Hellissandi, Snæfelli
og Víkingi Ólafsvík.
Einu Vesturlandsliðin sem
komust á verðlaunapall að
þessu sinni voru B lið Bresa
sem sigraði í 4. deild kvenna
og öðlingalið Bresa sem
hafnaði í 3. sæti. Alls var leik-
ið í sex deildum í kvenna-
flokki og fjórum í karlaflokki,
en auk þess í Ijúflingaflokki
hjá körlum en öðlingaflokki
hjá konunum.